Fleiri fréttir Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12.5.2021 11:18 Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12.5.2021 11:11 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12.5.2021 11:00 Um þriðjungur smitaðra á Seychelleseyjum fullbólusettur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að fara yfir gögn frá Seychelleseyjum, þar sem ríflega þriðjungur þeirra sem hefur greinst með Covid-19 síðustu vikur hefur verið fullbólusettur. 12.5.2021 10:58 Æskilegra talið að Mogginn fjalli um efni skýrslu um sjávarútveginn en Kjarninn Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir um ævintýralega ósvífni og mismunun að ræða er varðar upplýsingagjöf hins opinberra til ólíkra miðla. 12.5.2021 10:47 Þrír greindust innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir sem greindust voru í sóttkví, en einn var utan sóttkvíar. 12.5.2021 10:46 Konferencja prasowa poświęcona COVID-19 O godzinie 11:03, rozpocznie się spotkanie informacyjne poświęcone najnowszym działaniom dotyczącym koronawirusa w kraju. 12.5.2021 10:42 Minnast þess að átján ár eru liðin frá fæðingu Madeleine McCann Foreldrar hinnar bresku Madeleine McCann minnast þess í dag að átján eru liðin frá fæðingu hennar og segjast þau enn halda í „smá“ von um að hún muni finnast á lífi. Madeleine hvarf úr hótelíbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal í maí 2007. 12.5.2021 10:22 Bein útsending: Fundur Samfylkingarinnar – Verk að vinna – strax Frambjóðendur Samfylkingarinnar munu kynna nýjar tillögur sínar að „markvissum aðgerðum til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn“ á fréttamannafundi sínum sem hefst klukkan 10:30. 12.5.2021 10:16 Gjaldþrotakröfu NRA hafnað: Tilgangurinn sagður að komast undan málaferlum Beiðni samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, um gjaldþrot var hafnað af alríkisdómara í gær. Sá sagði beiðnina ekki hafa verið lagða fram í góðri trú, heldur væri markmiðið að komast undan lögsókn ríkissaksóknara New York. 12.5.2021 10:12 Svona var 180. upplýsingafundur almannavarna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fer yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi ásamt Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. 12.5.2021 10:10 Kennarar og gestafyrirlesarar munu geta sótt bætur ef málfrelsi þeirra er skert Bresk stjórnvöld hyggjast kynna til sögunnar ný lög sem munu gera kennurum, nemendum og gestafyrirlesurum kleift að sækja bætur fyrir dómstólum ef háskólar brjóta gegn ákveðnum skilmálum um að þeir virði málfrelsi. 12.5.2021 10:07 Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12.5.2021 09:42 Bein útsending: Drífa yfirheyrir Gunnar Smára Alþýðusamband Íslands stendur í aðdraganda Alþingiskosninganna í haust fyrir röð samtala við forystufólk flokkanna. 12.5.2021 09:35 Hildur stefnir ofarlega á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Hildur Sverrisdóttir, 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, ætlar að bjóða sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í júní. Auk þess að vera varaþingmaður starfar Hildur sem aðstoðarmaður Þórdís Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra. 12.5.2021 09:06 Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis. 12.5.2021 08:49 Komur barna á sjúkrahús vegna gleyptra segla fimmfaldast Á síðustu fimm árum hefur þeim tilvikum fjölgað fimmfalt í Lundúnum þar sem leitað er með börn á sjúkrahús eftir að þau hafa gleypt segla. Þá hefur komum á sjúkrahús vegna aðskotahluta í meltingarfærum fjölgað almennt. 12.5.2021 08:16 Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12.5.2021 07:53 Lokað á gosstöðvunum í dag vegna framkvæmda á gönguleið Lokað verður inn á gossvæðið í Fagradalsfjalli í dag vegna framkvæmda á gönguleið að gosstöðvunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. 12.5.2021 07:41 Áfram hægur vindur og bjart veður Veðurstofan reiknar með hægum vindi og björtu veðri, en smáskúrum á víð og dreif sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu eitt til níu stig, en víða frost í nótt. 12.5.2021 07:16 Trans konur dæmdar í fimm ára fangelsi fyrir „tilraun til samkynhneigðar“ Dómstóll í Kamerún hefur dæmt tvær trans konur í fimm ára fangelsi fyrir „tilraun til samkynhneigðar“ og önnur brot. Konurnar voru upphaflega handteknar vegna klæðaburðar á veitingastað. 12.5.2021 07:00 Lúxusrafbíll á götunum Nýr Mercedes-Benz EQS lúxusrafbíll hefur sést síðustu daga á götum höfuðborgarsvæðisins. EQS var flogið til Íslands á laugardaginn í tengslum við Mid Season Invitational tölvuleikja-keppnina sem er haldin í Laugardalshöll þessa dagana. 12.5.2021 07:00 Í skoðun að breyta lánum ríkissjóðs til Vaðlaheiðarganga í hlutafé Til skoðunar er að ríkissjóður breyti hluta af lánum sínum til Vaðlaheiðaganga í hlutafé. Unnið er að endurfjármögnun skulda til að draga úr fjármagnskostnaði, sem setur strik í reikninginn þrátt fyrir að rekstur ganganna gangi vel. 12.5.2021 06:44 Sjö lífstíðardómar fyrir að myrða sjö skjólstæðinga Fyrrverandi sjúkraliði í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða aldraða skjólstæðinga sína á spítala fyrir bandaríska uppgjafarhermenn. 11.5.2021 23:35 Átök og eldræða í borgarstjórn: „Sjálfstæðisflokkurinn er kýli á samfélaginu“ Átök brutust út á fundi borgarstjórnar í kvöld þegar rætt var um nýbirtan ársreikning Reykjavíkurborgar. Mikil spenna var milli fulltrúa minnihluta og meirihluta þar sem þeir fyrrnefndu gagnrýndu harðlega rekstrarniðurstöðu borgarinnar. 11.5.2021 23:32 Leitar sameiginlegra flata um framtíð hálendisvega Vegagerðin leitar nú málamiðlana milli þeirra sjónarmiða hvort ráðast eigi í uppbyggingu hálendisvega með bundnu slitlagi eða hvort halda eigi þeim sem mest óbreyttum sem jeppavegum. 11.5.2021 23:23 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11.5.2021 23:02 Átta sig á andlegu, fjárhagslegu og kynferðislegu ofbeldi Heimilisfriður, úrræði fyrir gerendur ofbeldis, sinnir nú næstum þrefalt fleiri viðtölum í hverjum mánuði en árið 2019. Allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis, að sögn sálfræðings Heimilisfriðar. 11.5.2021 22:00 Hérna vilja Almannavarnir ekki missa hraunið lengra Eldgosið í Fagradalsfjalli er núna tvöfalt öflugra en það hefur lengst af verið, samkvæmt nýjum mælingum Jarðvísindastofnunar. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu með að láta ryðja upp varnargörðum til að hindra að hraunrennsli fari í Nátthaga og ógni þar með Suðurstrandarvegi. 11.5.2021 21:31 Karen Elísabet sækist eftir þriðja sæti í Suðvestur Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, sækist eftir þriðja sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar. 11.5.2021 21:25 Tvö útköll vegna slysa í fjalllendi Björgunarsveit í Borgarfirði var kölluð út rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna konu sem slasaðist á fjallgöngu í Kvígindisfelli norðaustur af Hvalvatni. Á svipuðum tíma voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaður út vegna konu sem hafði slasast á göngu norðan við Hengilinn, innarlega í Skeggjadal. 11.5.2021 20:35 Dregur framboð sitt til baka í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að draga framboð sitt til Alþingis til baka. Í Facebook-færslu sem hann birti fyrir skömmu setur hann ákvörðunina í samhengi við MeToo-umræðu síðustu daga. 11.5.2021 20:26 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11.5.2021 20:01 Sinubruni á Laugarnesi Slökkvilið hefur verið kallað út vegna sinubruna á Laugarnesi í Reykjavík. Ekki er um að ræða mikinn eld og vinnur slökkvilið nú að því að stýra eldinum að veginum að sögn aðstoðarvarðstjóra. 11.5.2021 19:26 Mikil samstaða í sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði Vonir standa til að hægt verði að aflétta viðbótar samkomutakmörkunum í Skagafirði strax eftir helgi. Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, þar af einn í sóttkví og var hann í Skagafirði. Forsætisráðherra var ein þeirra sem voru bólusettir í dag. 11.5.2021 18:52 Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11.5.2021 18:41 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttatíma Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Hvaleyrarvati þar sem gróðureldar loguðu í dag. Einnig kviknuðu eldar í Grímsnesi og á Vatnsleysuströnd. Hættustigi hefur verið lýst yfir á Suður- og Vesturlandi. 11.5.2021 18:01 Bretar felldu saklaust fólk í Belfast Breskir hermenn drápu fólk sem var blásaklaust í aðgerðum sínum í Belfast fyrir fimmtíu árum. Dánardómstjóri á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að hermenn hefðu valdi dauða að minnsta kosti níu af tíu manns sem féllu. Breska ríkisstjórnin ætlar að veita fyrrverandi hermönnum á Norður-Írlandi aukna friðhelgi fyrir saksókn. 11.5.2021 17:04 Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu. 11.5.2021 16:56 Enn skolar líkum upp á árbakka Ganges Tugi líka til viðbótar skolaði upp á árbakka Ganges árinnar í norðurhluta Indlands í dag. Meira en fimmtíu líkum skolað á land í Gahmar síðustu daga og talið er að um fórnarlömb kórónuveirunnar sé að ræða. 11.5.2021 16:47 Efnahagspakki vegna faraldursins samþykktur á Alþingi Frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem fela í sér ýmsar efnahagsaðgerðir vegna faraldursins voru samþykkt á Alþingi í dag. 11.5.2021 16:31 Kona ritstýrir Washington Post í fyrsta skipti Sally Buzbee, varaforseti og aðalritstjóri AP-fréttastofunnar, hefur verið ráðin nýr yfirritstjóri bandaríska dagblaðsins Washington Post. Hún verður fyrsta konan sem ritstýrir blaðinu í hátt í 150 ára sögu þess. 11.5.2021 16:23 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11.5.2021 16:20 Þrír karlar og ein kona ákærð í Rauðagerðismálinu Þrír karlar og ein kona hafa verið ákærð í Rauðagerðismálinu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fjórmenningarnir eru allir ákærðir fyrir 221. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp og á það að hafa verið unnið í samverknaði. 11.5.2021 15:57 Valgarður og Jónína leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er Jónína Björg Magnúsdóttir, kennari og stuðningsfulltrúi. 11.5.2021 15:52 Sjá næstu 50 fréttir
Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12.5.2021 11:18
Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12.5.2021 11:11
Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12.5.2021 11:00
Um þriðjungur smitaðra á Seychelleseyjum fullbólusettur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að fara yfir gögn frá Seychelleseyjum, þar sem ríflega þriðjungur þeirra sem hefur greinst með Covid-19 síðustu vikur hefur verið fullbólusettur. 12.5.2021 10:58
Æskilegra talið að Mogginn fjalli um efni skýrslu um sjávarútveginn en Kjarninn Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir um ævintýralega ósvífni og mismunun að ræða er varðar upplýsingagjöf hins opinberra til ólíkra miðla. 12.5.2021 10:47
Þrír greindust innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir sem greindust voru í sóttkví, en einn var utan sóttkvíar. 12.5.2021 10:46
Konferencja prasowa poświęcona COVID-19 O godzinie 11:03, rozpocznie się spotkanie informacyjne poświęcone najnowszym działaniom dotyczącym koronawirusa w kraju. 12.5.2021 10:42
Minnast þess að átján ár eru liðin frá fæðingu Madeleine McCann Foreldrar hinnar bresku Madeleine McCann minnast þess í dag að átján eru liðin frá fæðingu hennar og segjast þau enn halda í „smá“ von um að hún muni finnast á lífi. Madeleine hvarf úr hótelíbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal í maí 2007. 12.5.2021 10:22
Bein útsending: Fundur Samfylkingarinnar – Verk að vinna – strax Frambjóðendur Samfylkingarinnar munu kynna nýjar tillögur sínar að „markvissum aðgerðum til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn“ á fréttamannafundi sínum sem hefst klukkan 10:30. 12.5.2021 10:16
Gjaldþrotakröfu NRA hafnað: Tilgangurinn sagður að komast undan málaferlum Beiðni samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, um gjaldþrot var hafnað af alríkisdómara í gær. Sá sagði beiðnina ekki hafa verið lagða fram í góðri trú, heldur væri markmiðið að komast undan lögsókn ríkissaksóknara New York. 12.5.2021 10:12
Svona var 180. upplýsingafundur almannavarna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fer yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi ásamt Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. 12.5.2021 10:10
Kennarar og gestafyrirlesarar munu geta sótt bætur ef málfrelsi þeirra er skert Bresk stjórnvöld hyggjast kynna til sögunnar ný lög sem munu gera kennurum, nemendum og gestafyrirlesurum kleift að sækja bætur fyrir dómstólum ef háskólar brjóta gegn ákveðnum skilmálum um að þeir virði málfrelsi. 12.5.2021 10:07
Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12.5.2021 09:42
Bein útsending: Drífa yfirheyrir Gunnar Smára Alþýðusamband Íslands stendur í aðdraganda Alþingiskosninganna í haust fyrir röð samtala við forystufólk flokkanna. 12.5.2021 09:35
Hildur stefnir ofarlega á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Hildur Sverrisdóttir, 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, ætlar að bjóða sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í júní. Auk þess að vera varaþingmaður starfar Hildur sem aðstoðarmaður Þórdís Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra. 12.5.2021 09:06
Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis. 12.5.2021 08:49
Komur barna á sjúkrahús vegna gleyptra segla fimmfaldast Á síðustu fimm árum hefur þeim tilvikum fjölgað fimmfalt í Lundúnum þar sem leitað er með börn á sjúkrahús eftir að þau hafa gleypt segla. Þá hefur komum á sjúkrahús vegna aðskotahluta í meltingarfærum fjölgað almennt. 12.5.2021 08:16
Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12.5.2021 07:53
Lokað á gosstöðvunum í dag vegna framkvæmda á gönguleið Lokað verður inn á gossvæðið í Fagradalsfjalli í dag vegna framkvæmda á gönguleið að gosstöðvunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. 12.5.2021 07:41
Áfram hægur vindur og bjart veður Veðurstofan reiknar með hægum vindi og björtu veðri, en smáskúrum á víð og dreif sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu eitt til níu stig, en víða frost í nótt. 12.5.2021 07:16
Trans konur dæmdar í fimm ára fangelsi fyrir „tilraun til samkynhneigðar“ Dómstóll í Kamerún hefur dæmt tvær trans konur í fimm ára fangelsi fyrir „tilraun til samkynhneigðar“ og önnur brot. Konurnar voru upphaflega handteknar vegna klæðaburðar á veitingastað. 12.5.2021 07:00
Lúxusrafbíll á götunum Nýr Mercedes-Benz EQS lúxusrafbíll hefur sést síðustu daga á götum höfuðborgarsvæðisins. EQS var flogið til Íslands á laugardaginn í tengslum við Mid Season Invitational tölvuleikja-keppnina sem er haldin í Laugardalshöll þessa dagana. 12.5.2021 07:00
Í skoðun að breyta lánum ríkissjóðs til Vaðlaheiðarganga í hlutafé Til skoðunar er að ríkissjóður breyti hluta af lánum sínum til Vaðlaheiðaganga í hlutafé. Unnið er að endurfjármögnun skulda til að draga úr fjármagnskostnaði, sem setur strik í reikninginn þrátt fyrir að rekstur ganganna gangi vel. 12.5.2021 06:44
Sjö lífstíðardómar fyrir að myrða sjö skjólstæðinga Fyrrverandi sjúkraliði í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða aldraða skjólstæðinga sína á spítala fyrir bandaríska uppgjafarhermenn. 11.5.2021 23:35
Átök og eldræða í borgarstjórn: „Sjálfstæðisflokkurinn er kýli á samfélaginu“ Átök brutust út á fundi borgarstjórnar í kvöld þegar rætt var um nýbirtan ársreikning Reykjavíkurborgar. Mikil spenna var milli fulltrúa minnihluta og meirihluta þar sem þeir fyrrnefndu gagnrýndu harðlega rekstrarniðurstöðu borgarinnar. 11.5.2021 23:32
Leitar sameiginlegra flata um framtíð hálendisvega Vegagerðin leitar nú málamiðlana milli þeirra sjónarmiða hvort ráðast eigi í uppbyggingu hálendisvega með bundnu slitlagi eða hvort halda eigi þeim sem mest óbreyttum sem jeppavegum. 11.5.2021 23:23
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11.5.2021 23:02
Átta sig á andlegu, fjárhagslegu og kynferðislegu ofbeldi Heimilisfriður, úrræði fyrir gerendur ofbeldis, sinnir nú næstum þrefalt fleiri viðtölum í hverjum mánuði en árið 2019. Allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis, að sögn sálfræðings Heimilisfriðar. 11.5.2021 22:00
Hérna vilja Almannavarnir ekki missa hraunið lengra Eldgosið í Fagradalsfjalli er núna tvöfalt öflugra en það hefur lengst af verið, samkvæmt nýjum mælingum Jarðvísindastofnunar. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu með að láta ryðja upp varnargörðum til að hindra að hraunrennsli fari í Nátthaga og ógni þar með Suðurstrandarvegi. 11.5.2021 21:31
Karen Elísabet sækist eftir þriðja sæti í Suðvestur Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, sækist eftir þriðja sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar. 11.5.2021 21:25
Tvö útköll vegna slysa í fjalllendi Björgunarsveit í Borgarfirði var kölluð út rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna konu sem slasaðist á fjallgöngu í Kvígindisfelli norðaustur af Hvalvatni. Á svipuðum tíma voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaður út vegna konu sem hafði slasast á göngu norðan við Hengilinn, innarlega í Skeggjadal. 11.5.2021 20:35
Dregur framboð sitt til baka í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að draga framboð sitt til Alþingis til baka. Í Facebook-færslu sem hann birti fyrir skömmu setur hann ákvörðunina í samhengi við MeToo-umræðu síðustu daga. 11.5.2021 20:26
Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11.5.2021 20:01
Sinubruni á Laugarnesi Slökkvilið hefur verið kallað út vegna sinubruna á Laugarnesi í Reykjavík. Ekki er um að ræða mikinn eld og vinnur slökkvilið nú að því að stýra eldinum að veginum að sögn aðstoðarvarðstjóra. 11.5.2021 19:26
Mikil samstaða í sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði Vonir standa til að hægt verði að aflétta viðbótar samkomutakmörkunum í Skagafirði strax eftir helgi. Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, þar af einn í sóttkví og var hann í Skagafirði. Forsætisráðherra var ein þeirra sem voru bólusettir í dag. 11.5.2021 18:52
Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11.5.2021 18:41
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttatíma Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Hvaleyrarvati þar sem gróðureldar loguðu í dag. Einnig kviknuðu eldar í Grímsnesi og á Vatnsleysuströnd. Hættustigi hefur verið lýst yfir á Suður- og Vesturlandi. 11.5.2021 18:01
Bretar felldu saklaust fólk í Belfast Breskir hermenn drápu fólk sem var blásaklaust í aðgerðum sínum í Belfast fyrir fimmtíu árum. Dánardómstjóri á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að hermenn hefðu valdi dauða að minnsta kosti níu af tíu manns sem féllu. Breska ríkisstjórnin ætlar að veita fyrrverandi hermönnum á Norður-Írlandi aukna friðhelgi fyrir saksókn. 11.5.2021 17:04
Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu. 11.5.2021 16:56
Enn skolar líkum upp á árbakka Ganges Tugi líka til viðbótar skolaði upp á árbakka Ganges árinnar í norðurhluta Indlands í dag. Meira en fimmtíu líkum skolað á land í Gahmar síðustu daga og talið er að um fórnarlömb kórónuveirunnar sé að ræða. 11.5.2021 16:47
Efnahagspakki vegna faraldursins samþykktur á Alþingi Frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem fela í sér ýmsar efnahagsaðgerðir vegna faraldursins voru samþykkt á Alþingi í dag. 11.5.2021 16:31
Kona ritstýrir Washington Post í fyrsta skipti Sally Buzbee, varaforseti og aðalritstjóri AP-fréttastofunnar, hefur verið ráðin nýr yfirritstjóri bandaríska dagblaðsins Washington Post. Hún verður fyrsta konan sem ritstýrir blaðinu í hátt í 150 ára sögu þess. 11.5.2021 16:23
Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11.5.2021 16:20
Þrír karlar og ein kona ákærð í Rauðagerðismálinu Þrír karlar og ein kona hafa verið ákærð í Rauðagerðismálinu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fjórmenningarnir eru allir ákærðir fyrir 221. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp og á það að hafa verið unnið í samverknaði. 11.5.2021 15:57
Valgarður og Jónína leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Valgarður Lyngdal Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er Jónína Björg Magnúsdóttir, kennari og stuðningsfulltrúi. 11.5.2021 15:52