Fleiri fréttir

Slökkva eld í sinu í Úlfarsárdal

Slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu höfðu hraðar hendur og vinna nú hörðum höndum að því að slökkva eld í sinu í Úlfarsárdal í Reykjavík. Töluverðan reyk leggur yfir Grafarholtið sem sést víða að á höfuðborgarsvæðinu.

„Plís ekki opna þessa kassa aftur“

Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar.

Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra

Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir.

Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni

Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent.

Grunaður byssumaður losnar úr varðhaldi

Karlmaður á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra losnar úr gæsluvarðhaldi klukkan fjögur í dag. Héraðssaksóknari taldi ekki grundvöll til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum.

Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir

Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út.

Borgarstjórn tekur ákvörðun um dýraþjónustu í borginni

Borgarstjórn mun taka ákvörðun um fyrirkomulag vegna dýraþjónustu í Reykjavík. Starfshópur leggur til að þjónusta við gæludýr og villt og hálfvillt dýr verði á einum stað undir nafninu Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR).

Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð

Boðað hefur verið til minningarathafnar í Malling á Austur-Jótlandi sídegis í dag, til minningar um Freyju Egilsdóttur Mogensen, sem var myrt í síðustu viku. Nákomin vinkona Freyju segir í samtali við Ekstra Bladet að Freyja hafi vitað að eiginmaður hennar, sem hún hafði slitið samvistum við, hafi áður hlotið dóm fyrir morð.

Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22

Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann.

Á­rásar­maðurinn í Tønder reyndist Svíi

Maður sem réðst á strætisvagnabílstjóra í Tønder á Suður-Jótlandi í Danmörku reyndist vera Svíi, en ekki Íslendingur líkt og fyrstu fréttir danskra fjölmiðla sögðu til um.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum hér á landi og mögulegar tilslakanir í sóttvarnamálum, en sóttvarnalæknir hefur skilað nýjum tillögum til ráðherra, sem nú situr á ríkisstjórnarfundi.

Bein útsending: Opinn fundur Viðreisnar um biðlistavandann

Viðreisn stendur fyrir opnum fundi um biðlistavandann, kostnaðinn sem honum fylgir og mögulegar lausnir. Stjórnmálaflokkurinn segir að ríkisstjórnin hafi gert talsverðar breytingar á heilbrigðiskerfinu sem engum dyljist að hafi mikil áhrif á notendur og starfsfólk. Þar séu óljós markmið og slakur undirbúningur sérstaklega gagnrýnd.

Svandís ræddi tillögur Þórólfs

Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sitja nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eru meðal annars á dagskrá.

Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla

Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar.

Svandís fór með tillögur Þórólfs á ríkisstjórnarfundinn

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði seint í gærkvöldi með tillögum sínum um næstu skref í aðgerðum hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfestir Iðunn Garðarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra í samtali við Vísi.

Bein útsending: Fyrsta framkvæmdalota Borgarlínu kynnt

Frumdrög að fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar eru komin út þar sem kynntar eru fyrstu heildstæðu tillögur að útfærslu borgarlínuframkvæmda, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, sem er fyrsta framkvæmdalota Borgarlínunnar.

Navalní aftur í dómsal

Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 

Bóka þúsundir hótel­her­bergja til að bregðast við nýjum reglum

Bresk yfirvöld hafa bókað þúsundir hótelherbergja í landinu til að bregðast við nýjum reglum sem taka gildi 15. febrúar næstkomandi og varða íbúa í Bretlandi sem snúa aftur til heimalandsins eftir að hafa verið í löndum þar sem nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa verið sérstaklega skæð.

Vara­for­maðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar.

Ísland enn eina græna landið í Evrópu

Líkt og í liðinni viku er Ísland eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins.

Suð­aust­lægar áttir ríkja enn um sinn

Suðaustlægar áttir ríkja á landinu enn um sinn með strekkingi eða allhvössu við suður- og vesturströndina og stöku él með hita kringum frostmark á þeim slóðum.

Elon Musk svarar víðfrægri gagnrýni á Tesla

Elon Musk mætti til viðtals hjá Sandy Munro, verkfræðing sem fékk mikla athygli fyrir að líkja smíðagæðum Tesla Model 3 við Kia á tíunda áratug síðustu aldar. Myndband af viðtalinu má finna í fréttinni.

Greene vikið úr nefndum bandaríska þingsins

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað í gærkvöldi að refsa þingmanni Repúblikana í deildinni, Marjorie Taylor Greene, með því að reka hana úr þeim tveimur nefndum sem hún hafði verið skipuð í.

Í haldi lögreglu vegna líkamsárásar

Laust fyrir klukkan miðnætti í gær handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu manns í Árbænum sem grunaður er um líkamsárás og brot á vopnalögum.

Hefðu aldrei trúað að þetta gæti gerst í sínum litla heimabæ

Rannsókn dönsku lögreglunnar á morðinu á Freyju Egilsdóttur miðar vel að sögn yfirmanns í lögreglunni. Börn Freyju séu komin í skjól. En í heimabæ Freyju og barnanna í Malling á Jótlandi, rétt um sautján kílómetrum suður af Árósum, ríkir sorg. Það er enda ekki eitthvað sem íbúar eru vanir, að svo hrottalegt morð sé framið í þeirra næsta nágrenni.

Krefst milljarða í bætur frá Fox og lög­mönnum Trump

Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar.

Trump ætlar ekki að bera vitni

Ráðgjafi Trump segir fyrrverandi forsetann ekki ætla að bera vitni um þann ákærulið gegn honum sem snýr að því að hvetja til uppreisnar. Réttarhöld vegna ákæru fyrir embættisbrot hefjast í öldungadeild Bandaríkjanna þann 9. febrúar næstkomandi.

John Snorri lagður af stað á toppinn

John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir