Fleiri fréttir

Svavar Gestsson jarðsunginn

Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.

Austan og suð­austan kaldi og víða frost

Veðurstofan gerir ráð fyrir austan og suðaustan kalda eða stinningskalda í dag með stöku éljum við suðurströndina og einnig vestast á landinu. Þó má búast við hægari vindi og bjartviðri norðan- og austanlands.

Toyota byrjar árið á toppnum

Toyota var með flestar nýskráningar nýrra bíla á Íslandi í nýliðnum janúar. En 113 nýjar Toyota bifreiðar voru nýskráðar. Kia var í öðru sæti með 63 og Mitsubishi var í þriðja sæti með 54 nýskráningar.

Borgarstjórn fordæmir árásir

Borgarstjórn hefur set frá sér samhljóða ályktun í kvöld vegna skotárása sem fjallað hefur verið um síðustu daga. Þær hafa beinst að höfuðstöðvum stjórnmálaflokka en ein slík hefur beinst að bíl borgarstjóra.

Fimm konur og fimm karlar bjóða sig fram fyrir Framsókn í NV-kjördæmi

Fimm konur og fimm karlar sækjast eftir sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Val á listann mun fara fram með póstkosningu dagana 16. febrúar til 13. mars að því er fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Fram­sóknar­menn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frum­varp sitt um brugg­hús

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni.

Fyrsta barnið látið af völdum Covid-19 í Danmörku

Dönsk heilbrigðisyfirvöld staðfestu í dag að barn, sem er á aldursbilinu núll til níu ára, hafi látist af völdum covid-19. Er það fyrsta barnið sem lætur lífið í Danmörku af völdum sjúkdómsins samkvæmt opinberum gögnum. TV2 greinir frá en barnið glímdi við undirliggjandi alvarleg veikindi.

Fordæmir dóminn yfir Navalní

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð.

Fjöldi dýra greinst með Covid-19

Fjöldi dýra hefur smitast af kórónuveirunni frá því faraldurinn braust út á síðasta ári. Rannsóknir benda til þess að eigendur geti smitað gæludýr sín.

Birtir nafnlausar frá­sagnir í­þrótta­kvenna til að fá sögurnar upp á yfir­borðið

„Það var grillveisla og liðið fer saman út á lífið ásamt þjálfara. Þjálfarinn króar okkur af út í horni og við förum að spjalla bara, allir hressir. Við spyrjum hann hvers vegna ein stúlka gefi ekki kost á sér í þetta skipti sem var mikilvægur hlekkur liðsins. Þjálfarinn lætur þetta út úr sér: „Ég skal segja ykkur það ef þið komið í sleik við mig.“ og „ég skal segja ykkur það ef þið komið með mér í threesome.“

Ríkissjóður aldrei fengið betri lánakjör

Ríkissjóður hefur aldrei fengið hagstæðari kjör en vaxtalaust lán í nýlegu skuldabréfaútboði upp á 750 milljónir evra. Fjármálaráðherra segir markaðinn treysta Íslandi til að geyma þetta fé fyrir sig í sjö ár.

Skipulagsleysi og langar og leiðinlegar ræður

Skipulagsleysið á Alþingi er á ótrúlegu stigi og þingmenn þurfa að gefa stóran hluta fjölskyldu- og einkalífs upp á bátinn til þess að sinna þingstörfum með góðum hætti. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um breytingar á þingskaparlögum á Alþingi í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með fólki á tíræðisaldri flykkjast í bólusetningu fyrir kórónuveirunni hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Yfirgnæfandi meirihluti þingsins samþykkti að ákæra Støjberg

Meirihluti þingmanna danska þingsins hefur samþykkt tillögu um að Inger Støjberg, fyrrverandi innanríkisráðherra og ráðherra innflytjendamála, skuli stefnt fyrir Ríksrétt. Atkvæði voru greidd um það hvort Støjberg skildi ákærð fyrir Ríkisrétti og var það samþykkt með atkvæðum 139 þingmanna en þrjátíu þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Navalní sakfelldur í Moskvu

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa rofið skilorð. Hann hefur þó þegar verið eitt ár í stofufangelsi og verður því látinn sitja inni í tvö og hálft ár.

„Umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu“

Mælt var fyrir þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi á Alþingi í dag. Í henni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um málið. Markmiðið er að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.

Kafteinn Tom Moore er látinn

Sir Tom Moore kafteinn er látinn, hundrað ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús smitaður af kórónuveirunni um helgina.

Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast

Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni.

„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps

Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu.

Vonbrigði að afgreiðsla á styrkjum hafi tafist

 „Ég ætla bara að segja að það eru vonbrigði að það skyldi hafa tafist jafn lengi og raun ber vitni að geta tekið við og afgreitt þessi mál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag aðspurður um seinagang við greiðslu tekjufalls- og viðspyrnustyrkja.

Vaknaður eftir tíu mánaða dá og hefur ekki hugmynd um heimsfaraldurinn

Táningur sem lenti í skelfilegu bílslysi í fyrra hefur legið í dái í tíu mánuði og er þessa dagana að ranka við sér. Aðstandendur drengsins Joseph Flavill segja að hann hafi ekki nokkra einustu hugmynd um að heimsbyggðin hafi meira og minna verið í klóm heimsfaraldurs kórónuveiru í rúmt ár þrátt fyrir að hann hafi sjálfur tvívegis greinst með COVID-19 sjúkdóminn á meðan hann var í dái.

Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið

Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum.

Sputnik V með um 92 prósent virkni

Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet.

Útför Svavars Gestssonar frá Dómkirkjunni

Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, verður borinn til grafar í dag. Útför Svavars verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 13.

Vísbendingar um að hreyfing sé komin á klakastífluna

Þjóðvegi 1 frá Námaskarði að gatnamótum Vopnafjarðarafleggjara hefur verið lokað þar sem vísbendingar eru um að hreyfing sé komin á klakastífluna sunnan við brúna sem fer yfir Jökulsá á Fjöllum.

Sjá næstu 50 fréttir