Fleiri fréttir

Baðst afsökunar á aðkomu sinni að grimmilegum morðum fyrir aftöku

Brandon Bernard, sem dæmdur var til dauða árið 1999, var tekinn af lífi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Hann var fyrstur af fimm alríkisföngum í Bandaríkjunum sem ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi forseta, fyrirskipaði nýverið að ætti að taka af lífi áður en hann lætur af embætti í janúar.

Óvenju hlýtt miðað við árstíma

„Nú þegar þetta er skrifað má greina tvær lægðamiðjur suður af landinu. Önnur staðsett 350 km suðsuðvestur af Reykjanesi, en hin 400 km suður af Ingólfshöfða. Báða hafa þær miðjuþrýsting um 970 mb. Staða veðrakerfa breytist lítið á næstunni og segja má að lægðasvæði suður af landinu stjórni veðrinu hjá okkur næstu þrjá daga eða jafnvel lengur.“

Leynileg upptaka af ólögráða stelpum í Mosfellsbæ

Einstaklingur búsettur í Mosfellsbæ hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. Er honum gefið að sök að hafa að kvöldi föstudags í maí í fyrra á heimili sínu í Mosfellsbæ stillt farsíma sínum upp inni á baðherbergi.

Biden og Harris manneskjur ársins hjá Time

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, verðandi varaforseti, hafa verið útnefnd sem manneskjur ársins (Person of the Year) hjá bandaríska tímaritinu Time.

Stal bók og réðst á öryggisvörð

Upp úr klukkan hálfsjö í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Breiðholti. Að því er segir í dagbók lögreglu var þar maður að stela bók.

Hóp­smit á höfuð­borgar­svæðinu og minnst átta smitaðir

Minnst átta aðilar með staðfest kórónuveirusmit hafa verið fluttir með sjúkrabíl á farsóttarhús síðan klukkan átta í kvöld. Sex þeirra búa í sama húsnæðinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

Hollendingar vísa meintum njósnurum Rússa úr landi

Yfirvöld í Rússlandi hafa vísað tveimur meintum njósnurum Rússa úr landi, en báðir voru hluti af umfangsmikilli njósnastarfsemi að sögn hollensku leyniþjónustunnar. Hinir meintu njósnarar voru í landinu sem diplómatar.

Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda

Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum.

Telur tölu­verðar líkur á að samningar náist ekki

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu.

Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum

Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína.

„Vá stendur fyrir dyrum“

Stjórnvöld hafa ákveðið að draga hraðar úr losun gróðurhúsaloftegunda miðað við það sem áður var ákveðið. Formaður Samfylkingarinnar segir að markmiðin séu ekki fjármögnuð og spyr hvort um sé að ræða ódýrt kosningaloforð.

Mikil að­sókn í sund og snjall­lausnir í kortunum

Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar hittum við konuna sem var fyrst til að fá úthlutað úr nýjum lánaflokki hlutdeildarlána sem ætlað er að hjápa tekjulágum að eignast sitt eigið húsnæði.

Formaður félags fanga ætlar á þing

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs fyrir Samfylkinguna í næstu Alþingiskosningum. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Spænska ríkið rak afkomendur einræðisherrans á dyr

Ríkisstjórn Spánar hefur nú tekið formlega við eignarhaldi sumarhallar einræðisherrans Franco og vísað afkomendum hans á dyr. Með höllinni fylgdi stórt listasafn en eignin var metin á rúmlega fimm milljónir evra í fyrra.

Kínversk yfirvöld ráðleggja flugþjónum að ganga með bleyju

Síðustu misseri hafa menn leitað ýmissa leiða til að efla sýkingavarnir og draga úr smithættu en ef einhverjum hefur þótt nóg um þá ættu þeir að kynna sér nýjar ráðleggingar kínverskra flugmálayfirvalda til starfsfólks í fluggeiranum.

Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar

Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær.

Fíkn ekki leyst með lagasetningu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir spilafíkn ekki lagaða með lagasetningum heldur þurfi að hjálpa þeim sem glíma við slíkan vanda.

Lemstruð og öskuill eftir heimsókn til sýslumanns

Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er með glóðurauga, brákað kinnbein og mögulega brotinn ökkla. Hún kennir sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu um ástandið á sér með því að vera með galandi slysagildru í afgreiðslusal. 

Lög­reglan bankaði upp á í beinni út­sendingu

Lögregla bankaði upp á hjá Elísabetu Guðmundsdóttir lýtaskurðlækni fyrr í dag og boðaði hana til skýrslutöku vegna brots á sóttvarnarlögum. Atvikið átti sér stað á meðan Elísabet var í viðtali í beinni útsendingu á Harmageddon á X-inu 977.

Víðir liggur heima með lungna­bólgu

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum er enn talsvert veikur og glímir við lungnabólgu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni fyrir rúmum þremur vikum. Aðrir heimilismenn eru þó við góða heilsu, að sögn Rögnvaldar Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.

Geimfararnir sem stefna á tunglið

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars.

Munu freista þess að tryggja óhindraðar samgöngur og fiskveiðar

Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings. Áætlunin miðar að því að tryggja samgöngur milli Bretlands og Evrópu og áframhaldandi veiðar.

Hertar sóttvarnir hafi dregið úr bjartsýni

Gert er ráð fyrir um fimmtíu og sex milljarða króna meiri halla á næsta ári en kynnt var í fjárlögum í haust. Samkvæmt breytingatillögu meirihluta fjármálanefndar nemur hann nú um 320 milljörðum króna.

Sjá næstu 50 fréttir