Fleiri fréttir

„Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú“

Kvensjúkdómalæknir mælir með að ungar stúlkur séu bólusettar við HPV-veirunni, því bólusetningin geti veitt þeim nánast fullkomna vörn. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana.

Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi

Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins.

Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan

Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen.

Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði

Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð.

Með risasvepp sem bragðast eins og steik

Sveppabóndi í Kópavogi segir sveppina til margra hluta nytsamlega, hvort sem er í matreiðslu, húsgagnasmíð eða skógerð. Hann ræktaði á dögunum gríðarstóran svepp sem hann segir bragðast eins og dýrindis steik.

Sam­ræma þjónustu fyrir flótta­fólk sem kemur til landsins

Félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið samræma þjónustu fyrir allt flóttafólk sem hingað kemur. Félagsmálaráðherra segir að ef sveitarfélög fallist ekki á samninginn dragist verkefnið á langinn.

Vill ekki draga of víðtækar ályktanir af tilraun Rússa með bóluefni

Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. 

Útinám vinsælt á Laugarvatni

Mikil ánægja er með útinám, sem Bláskógaskóli á Laugarvatni er með fyrir nemendur sína. 74 börn eru í skólanum og starfsmennirnir eru um 20.

Einn greindist innan­lands

Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 

Sjá næstu 50 fréttir