Fleiri fréttir

Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum

Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag.

109 þúsund fjár slátrað á Selfossi

Haustslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfoss hófst í dag en reiknað er með að slátra um 109 þúsund fjár á næstu tveimur mánuðum í sláturtíðinni.

Fyrsta haustlægðin: Hafa séð það svartara

Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða.

Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast

Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna.

Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð rætast með mistökum við skimanir hjá félaginu. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

„Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“

Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant.

Óttast stærðarinnar umhverfisslys í Indlandshafi

Verið er að draga olíuflutningaskips sem stendur í ljósum logum frá ströndum Srí Lanka. Óttast er að um 270 þúsund tonn af hráolíu muni enda í Indlandshafi, sem yrði stærðarinnar umhverfisslys. Sjóher Srí Lanka og strandgæsla Indlands reyna að slökkva eldinn.

Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir

Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum.

Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína

Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu.

Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag

Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa.

Sex greindust með smit innan­lands

Þrír greindust á landamærunum og niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tveimur tilvikum, en sá þriðji var með mótefni.

Berlu­sconi lagður inn á sjúkra­hús

Silvio Berlusconi, Evrópuþingmaður og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í gærkvöldi. Gekkst hann undir rannsóknir, en greint var frá því fyrr í vikunni að hann hafi greinst með kórónuveiruna.

Sjá næstu 50 fréttir