Fleiri fréttir

Euro NCAP aldrei prófað fleiri bíla

Evrópska öryggisstofnunin Euro NCAP, sameign evrópsku bifreiðaeigendafélaganna hefur greint frá því að árið 2019 hafi verið umfangsmesta ár sitt frá upphafi. Alls gengust 55 bílar undir próf samtakanna, bílarnir voru frá 26 framleiðendum.

Fær sex mánaða laun

Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín.

WHO endurskoðar að lýsa yfir neyðarástandi

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir framgöngu veirunnar undanfarna daga, og þá sérstaklega í nokkrum löndum og með tilliti til smita á milli manna, vera áhyggjuefni.

Upptökur sýna fangaverði og hjúkrunarfræðing hæðast að sárveikum fanga sem dó

Í stað þess að veita hinum 26 ára gamla Terral Ellis viðeigandi læknisaðstoð hæddust fangaverðir og hjúkrunarfræðingur í Ottawa sýslu í Bandaríkjunum að honum þegar Ellis bað um hjálp og sagðist vera veikur. Hjálparbeiðnir hans voru ítrekað hunsaðar og var hann settur í einangrun. Nokkrum klukkutímum síðar dó hann.

Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi.

Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi

Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni.

Enn breiðist Wuhan-veiran út

Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví.

Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist

Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar.

Kórónaveiran komin til Finnlands

Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum.

Halldór Bjarki hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Halldór Bjarki Ólafsson, nemi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtíma útkomu eftir skurðaðgerðir.

Uppruni botúlisma-eitrunar enn á huldu

Niðurstöður úr matvælasýnum sem voru tekin til rannsóknar vegna bótulisma eitrunar sem greindist í fullorðnum karlmanni síðustu viku liggja fyrir. Eitrunina var ekki hægt að rekja til þeirra matvæla.

Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir

Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara.

Krefjast þess að eiginkonurnar hafi þá á brjósti

Vísindamenn við Kaymbogo-háskólann í Kampala í Úganda og háskólann í Kent í Bretlandi rannsaka nú í fyrsta sinn þá iðju fullorðinna karlmanna á tilteknum svæðum í Úganda, Kenýa og Tansaníu að drekka brjóstamjólk úr brjóstum eiginkvenna sinna.

Sjá næstu 50 fréttir