Fleiri fréttir

Arftaki Merkel tekur við varnarmálaráðuneytinu

Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, stjórnarflokks Angelu Merkel, hefur verið útnefnd nýr varnarmálaráðherra Þýskalands eftir að forveri hennar í embættinu, Ursula von der Leyen var staðfest til embættis forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins.

Læstu sig inni í hjólhýsi og úðuðu svo á lögreglu

Kona á þrítugsaldri og maður á fertugsaldri voru handtekin í gærkvöldi í hjólhýsi á Skagaströnd en lögregla þurfti húsleitarheimild til að komast inn í hjólhýsið og handtaka fólkið þar sem þau sinntu ekki fyrirmælum lögreglu um að opna.

Keyrði tvisvar á Eaton og nauðgaði henni

Maðurinn sem hefur játað á sig morðið á vísindakonunni Suzanne Eaton á grísku eyjunni Krít er sagður hafa keyrt á hana tvisvar þegar hún var úti að hlaupa.

Ísland kynnti landsrýni sína á heimsmarkmiðunum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti stöðu innleiðingar Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í gær.

Dr. Þor­steinn Ingi Sig­fús­son er látinn

Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er látinn. Þorsteinn varð bráðkvaddur, 65 ára að aldri, aðfaranótt 15. júlí síðastliðinn

Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans

Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna.

Kynslóðaskipti í kortunum

Helmingur dómara við Hæstarétt er kominn á leyfilegan eftirlaunaaldur, þeirra á meðal eina konan í réttinum. Enginn verður skipaður í stað þess sem næst lætur af störfum. Fjöldi dómara fer þá úr átta í sjö.

Þátttakendur tilkynntir í dag

Demókrataflokkurinn bandaríski greinir frá því í dag hvaða forsetaframbjóðendur uppfylltu skilyrði fyrir því að fá sæti, eða öllu heldur ræðupall, í næstu kappræðum flokksins.

Standa vörð um Huawei-bann

Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings.

Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári

Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær.

Beittu táragasi gegn lögreglumönnum

Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í kvöld eftir að lögreglumenn framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst töluvert magn ætlaðrar fíkniefna.

Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins.

Segir lög­reglu skorta skilning á haturs­glæpum

Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins.

Hálf öld frá fyrstu tunglferðinni

Hálf öld er í dag liðin frá fyrstu ferð mannsins til tunglsins. Á þessum degi fyrir 50 árum var Apollo 11 geimflauginni skotið á loft frá Kennedyhöfða á Flórída og lentu geimfararnir þrír sem voru um borð á tunglinu fjórum dögum síðar.

Mars-jeppi prófaður á hálendi Íslands

Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir