Fleiri fréttir

„Ég veðja á miðbæinn"

Kaupmenn segjast dauðþreyttir á neikvæðri umfjöllun um miðborgina og telja margir mikla möguleika fólgna í göngugötum. Hátt leiguverð og fasteignagjöld séu stærra vandamál en takmarkanir á umferð.

Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati

Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda.

Stefna að því að ræsa kísilverið á ný um mitt ár 2021

Unnið er eftir þeirri áætlun að kísilverksmiðjan í Helguvík hefji starfsemi að loknum endurbótum um mitt ár 2021. Framkvæmdir við verksmiðjuna þurfa að fara í umhverfismat með ellefu matsþáttum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar sem var birt í dag.

Breyta örvæntingu í von

Rúmum einum mánuði eftir að fellibylurinn Idai fór hamförum yfir Mósambík og nágrannaríki hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) veitt einni milljón íbúa mataraðstoð.

Stefnir í „meinlítið“ páskaveður

"Lykilorðið þarna er vísir. Þetta er rosalega ómerkilegt í rauninni og ef við tökum saman skírdag til mánudags þá er þetta meinlítið veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á veðurstofu Íslands, um hvað hafi verið átt við með orðunum vísi að páskahreti í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Kveikti í blokk og stakk nágranna sína sem hlupu út

Maður í Suður Kóreu kveikti í gærkvöldi í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í borginni Jinju og sat síðan fyrir nágrönnum sínum þegar þeir hlupu út úr brennandi húsinu og stakk þá með hníf. Fimm eru látnir og þrettán særðir.

Trump hættir ekki stuðningi við Sáda

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn þingsályktun sem samþykkt hafði verið í báðum deildum þingsins og er það í annað sinn sem hann beitir þessu valdi sínu.

Sjá næstu 50 fréttir