Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2019 12:10 Vasyl Hrytsak á blaðamannafundinum í morgun. EPA/SERGEY DOLZHENKO Yfirvöld Úkraínu segja að starfsmenn leyniþjónustu landsins (SBU) hafi handsamað hóp útsendara frá Rússlandi sem sendir hafi verið til Úkraínu til að ráða úkraínskan njósnara af dögum. Vasyl Hrytsak, yfirmaður SBU, hélt blaðamannafund í morgun þar sem hann sagði sjö menn hafa verið handtekna og ákærða. Einn maður til viðbótar var handtekinn í morgun en ekki mun liggja fyrir hvort hann tengist umræddum hópi.Tveir mannanna eru rússneskir og hinir eru frá Úkraínu. Saksóknarinn Anatoly Matios sagði á blaðamannafundinum í morgun að Rússarnir væru starfsmenn GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Mennirnir munu hafa reynt að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. Sprengjan sprakk þó og slasaði einn úr hópnum alvarlega. Á fundinum var sýnt myndband af manni reyna að koma sprengju fyrir undir bíl áður en mikil sprenging varð. Þá sýndi myndbandið mann liggja á sjúkrahúsi og vantaði hluta af hægri handlegg hans. Hann sagðist vera Rússi. SBU segir hann heita Timur Dzortov og að hann hafi verið aðstoðarstarfsmannastjóri ríkisstjóra Ingushetia-héraðs í Rússlandi á árunum 2015-17. Hrytsak sagði leyniþjónustur Rússlands hafa sent nokkra slíka hópa til Úkraínu. Þeir væru meðal ananrs ábyrgir fyrir morði Maksim Shapoval, starfsmann leyniþjónustu úkraínska hersins, sem myrtur var með bílsprengju í júní 2017 og morðtilraun gagnvart öðrum starfsmanni leyniþjónustunnar fyrr í þessum mánuði. Christo Grozev, einn af rannsakendum Bellingcat sem opinberuðu nöfn mannanna sem grunaðir eru um Novichok eitrunina í Salisbury, segir nafn Dzortov hafa verið þurrkað út úr gagnabönkum í Rússlandi. Hann sé ekki lengur á skrá sem skattgreiðandi, á ökuskírteinaskrá eða vegabréfaskrá. Þrátt fyrir það hafi hann verið þar í september í fyrra.This is the Russian secret service officer who blew himself up earlier this month while placing a bomb under the car of a Ukrainian military intelligence officer. He also traveled under a fake ID. SBU says he is now in hospital, and that he was coerced by GRU to do this job pic.twitter.com/njrD00dldZ— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 For thread completion, here's the CCTV video of him blowing himself up. pic.twitter.com/NZmg6yVmqb— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Important: Russia has deleted all records of the existence of Timur Dzortov from RU databases. No such person in the central passport database (anymore). No such person with tax ID or driving license (anymore). Yet, he existed in Sept 2018, as he is in our offline databases:)— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Here, be existed healthily in a Sept 2018 snapshot of the residential and passport database. We have checked three real-time databases today and he is ... no longer a person. pic.twitter.com/d9h40xzXsa— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Rússland Úkraína Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Yfirvöld Úkraínu segja að starfsmenn leyniþjónustu landsins (SBU) hafi handsamað hóp útsendara frá Rússlandi sem sendir hafi verið til Úkraínu til að ráða úkraínskan njósnara af dögum. Vasyl Hrytsak, yfirmaður SBU, hélt blaðamannafund í morgun þar sem hann sagði sjö menn hafa verið handtekna og ákærða. Einn maður til viðbótar var handtekinn í morgun en ekki mun liggja fyrir hvort hann tengist umræddum hópi.Tveir mannanna eru rússneskir og hinir eru frá Úkraínu. Saksóknarinn Anatoly Matios sagði á blaðamannafundinum í morgun að Rússarnir væru starfsmenn GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Mennirnir munu hafa reynt að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. Sprengjan sprakk þó og slasaði einn úr hópnum alvarlega. Á fundinum var sýnt myndband af manni reyna að koma sprengju fyrir undir bíl áður en mikil sprenging varð. Þá sýndi myndbandið mann liggja á sjúkrahúsi og vantaði hluta af hægri handlegg hans. Hann sagðist vera Rússi. SBU segir hann heita Timur Dzortov og að hann hafi verið aðstoðarstarfsmannastjóri ríkisstjóra Ingushetia-héraðs í Rússlandi á árunum 2015-17. Hrytsak sagði leyniþjónustur Rússlands hafa sent nokkra slíka hópa til Úkraínu. Þeir væru meðal ananrs ábyrgir fyrir morði Maksim Shapoval, starfsmann leyniþjónustu úkraínska hersins, sem myrtur var með bílsprengju í júní 2017 og morðtilraun gagnvart öðrum starfsmanni leyniþjónustunnar fyrr í þessum mánuði. Christo Grozev, einn af rannsakendum Bellingcat sem opinberuðu nöfn mannanna sem grunaðir eru um Novichok eitrunina í Salisbury, segir nafn Dzortov hafa verið þurrkað út úr gagnabönkum í Rússlandi. Hann sé ekki lengur á skrá sem skattgreiðandi, á ökuskírteinaskrá eða vegabréfaskrá. Þrátt fyrir það hafi hann verið þar í september í fyrra.This is the Russian secret service officer who blew himself up earlier this month while placing a bomb under the car of a Ukrainian military intelligence officer. He also traveled under a fake ID. SBU says he is now in hospital, and that he was coerced by GRU to do this job pic.twitter.com/njrD00dldZ— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 For thread completion, here's the CCTV video of him blowing himself up. pic.twitter.com/NZmg6yVmqb— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Important: Russia has deleted all records of the existence of Timur Dzortov from RU databases. No such person in the central passport database (anymore). No such person with tax ID or driving license (anymore). Yet, he existed in Sept 2018, as he is in our offline databases:)— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Here, be existed healthily in a Sept 2018 snapshot of the residential and passport database. We have checked three real-time databases today and he is ... no longer a person. pic.twitter.com/d9h40xzXsa— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019
Rússland Úkraína Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira