Fleiri fréttir

Fleiri gáttir inn í landið geti dregið úr áföllum

Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru nokkuð bjartsýnir um stöðu ferðaþjónustunnar til langs tíma þrátt fyrir að óvissa sé til staðar eftir gjaldþrot WOW air. Þeir segja að uppbygging á Akureyrarflugvelli geti gert ferðaþjónustuna betur í stakk búna til að taka við áföllum.

Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi

Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum.

Tugir látnir eftir ofsaveður í Nepal

Tuttugu og fimm eru látnir hið minnsta í Asíu-ríkinu Nepal eftir að ofsaveður gekk yfir héruðin Bara og Parsa í suðurhluta landsins.

Nýtt líf í tuskunum í Trendport

Hjón sem eru búin að fá nóg af fatasóun hér á landi hafa ákveðið að opna markað þar sem hægt er að koma með notuð föt og selja í umboðssölu. Þau hafa fengið afar jákvæð viðbrögð hjá fólki sem oft er með fulla skápa af klæðnaði sem það notar sjaldan eða aldrei.

Samningsaðilar ræða launaliðinn mjög stíft

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Áfram verður fjallað um afleiðingar þess að WOW Air hafi hætt rekstri. Einnig verður litið til Seljahverfis, Skiptastjóra og ungur skósmiður heimsóttur

Gerði áhlaup að bílalest páfa og konungs

Öryggisverðir Mohammed VI. konungs Marokkó, höfðu í gær hendur í hári 17 ára gamals drengs sem gerði áhlaup að bílalest sem ferjaði konunginn ásamt Frans páfa um stræti höfuðborgar Marokkó, Rabat.

Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR

Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á.

Fyrsta konan sem verður forseti Slóvakíu

Í sigurræðu sinni fagnaði Zuzana Caputova að hægt væri að ná árangri án þess að leita til popúlisma eða gífuryrða og með því að segja sannleikann.

Sjá næstu 50 fréttir