Fleiri fréttir

Ostabirgðir í landinu of miklar að mati MS

Ostabirgðir Mjólkursamsölunnar hafa aukist um 300 tonn á síðustu tólf mánuðum þrátt fyrir afsetningu á hrakvirði erlendis. Formaður stjórnar Auðhumlu segir heldur of mikið framleitt af próteini hér á landi miðað við sölutölur.

Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður

Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa.

Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál

Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum.

Sakaði Geir um brot á trúnaði

Séra Geir Waage gagnrýndi Agnesi M. Sigurðardóttir biskup harðlega á kirkjuþingi. Biskup sakaði Geir á móti um brot á trúnaði með upplestri tölvupósta.

Laug ekki heldur misminnti

Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, svaraði spurningum þingmanna um samskipti framboðs Donald Trump við yfirvöld í Rússlandi.

Slíta tengsl sín við Moore

Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður.

Yfirmaður hersins í Simbabve sakaður um landráð

Hershöfðinginn Constantino Chiwenga hefur gefið í skyn að herinn muni grípa inn í stjórnmálin í landinu og binda enda á hreinsanir Mugabe innan ráðandi stjórnmálaflokks landsins, Zanu-PF.

Reyndi að fá Baldur sýknaðan

Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli vinar síns.

Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki

Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti.

Leitað í sjónum við Sæbraut

Litlar upplýsingar fást um málið en neyðarlínunni barst tilkynning fyrr í kvöld sem leiddi til þess að ákvörðun var tekin um að leita í sjónum.

Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda

Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum.

Hneyksli skekur súmóheiminn

Strangar kröfur eru gerðar til súmókappa um óaðfinnanlega hegðun. Tveir þeirra lentu í slagsmálum við drykkju sem enduðu með höfuðkúpubroti.

Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun.

Brynjar hættir á Facebook

Brynjar Níelsson óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir