Erlent

Ferry McFerryface siglir brátt í Sydney

Atli Ísleifsson skrifar
Alls bárust rúmlega 15 þúsund tillögur um nöfn á ferjunum sex.
Alls bárust rúmlega 15 þúsund tillögur um nöfn á ferjunum sex. NSW Transport
Borgaryfirvöld í Sydney í Ástralíu hafa tilkynnt að ein af nýjum ferjum borgarinnar, sem mun sigla í höfninni, muni fá nafnið Ferry McFerryface. Þetta hafi verið ákveðið í kjölfar nafnasamkeppni meðal borgarbúa.

Nokkur hundruð manns lögðu til að ein ferjan skyldi kallast Ferry McFerryface. Nafngiftin hefur vakið nokkra kátínu meðal borgarbúa, þó að margir telji Sydney-búa of seina til að hoppa á þennan brandaravagn.

Á síðasta ári kusu Bretar í atkvæðagreiðslu að nýtt rannsóknarskip skyldi kallast Boaty McBoatface.

Alls bárust rúmlega 15 þúsund tillögur um nöfn á ferjunum sex. Nöfn þriggja ástralskra lækna voru mest áberandi í nafnasamkeppninni. Tillagan Boaty McBoatface var í fjórða sæti og Ferry McFerryface í því fimmta. Ekki kom til greina að nefna eina ferjuna Boaty McBoatface þar sem nafnið væri þegar frátekið.


Tengdar fréttir

Trainy McTrainface komin á teinana

Trainy McTrainface var það nafn sem sænskur almenningur valdi á lest eina sem ekur á milli Stokkhólms og Gautaborgar, eftir nafnasamkeppni þess efnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×