Fleiri fréttir

Skelfilega sorglegur atburður

Mun verr hefði getað farið gagnvart farþegum þegar rútubílstjóri fékk fyrir hjartað skammt frá Seljalandsfossi að sögn framkvæmdastjóra Kynnisferða.

Stærsti skjálftinn í Bárðarbungu frá goslokum

Jarðskjálfti að stærð 4,4 mældist í norðaustanverðri brún Bárðarbunguöskjunnar klukkan 7:11 í morgun. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur frá goslokum í febrúar 2015.

Borgin borgar minnst

Reykjavík greiðir lægst laun sveitarfélaga sem bjóða upp á vinnuskóla. Þá er Reykjavíkurborg ein um að bjóða ekki upp á vinnuskóla fyrir börn fædd 2002.

Skuldsetning og óvissa sögð skýra lækkunina

Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir eina skýringu á lækkunum vera að í einhverjum tilfellum virðist hlutabréfakaup hafa verið fjármögnuð með talsverðri lántöku. Búið hafi verið að keyra væntingar fjárfesta óraunhæft mikið upp.

Hafna raflínum um verndarsvæði

Landvernd og Fjöregg hafa kært leyfi Skútustaðahrepps til lagningar á Kröflulínu 4. Samtökin segja að samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár beri að friðlýsa Leirhnjúkshraun.

Hundruð flóttabarna horfin

Rúmlega þrjú hundruð flóttabörn undir 18 ára aldri sem komið hafa fylgdarlaus til Svíþjóðar hafa horfið sporlaust það sem af er þessu ári. Sænska dagblaðið hefur það eftir lögreglunni að æ fleiri flóttabörn lendi í vændi.

Ekkert foreldri ætlar að standa sig illa

Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir segir fyrstu árin í lífi barna skipta miklu máli fyrir framtíðina. Hún segir mikilvægt að huga betur að foreldrum barna og veita þeim meiri aðstoð. Hún rekur miðstöð foreldra og barna þar sem myndast hafa biðlistar. Hún afleitt þar sem ungbörn geti ekki beðið, enda sé fólginn sparnaður í því til langs tíma litið fyrir kerfið ef tekið er á vandamálum barna strax.

Hitti Nígeríuforseta

Nítján ára stúlka hafði verið í haldi vígamanna Boko Haram í tvö ár.

"Flóttafólk kemur með fjölbreytta menntun og reynslu"

Ný rannsókn sýnir að flóttafólk styrkir efnahag Evrópuríkja svo mjög að innan fimm ára hefur það lagt til samfélagsins allt að tvöfalda þá upphæð sem það kostar að taka á móti þeim. Um áttatíu prósent fólks um heim allan vill taka á móti flóttafólki með einhverjum hætti, að því er fram kemur í nýrri könnun á vegum Amnesty International.

Atvinnuleysi háskólamenntaðra fer vaxandi

Formaður Stúdentaráðs HÍ segir það ógnvekjandi þróun að háskólamenntun skili ekki sama ávinningi og áður. Fjölgun háskólamenntaðs fólks á vinnumarkaði hefur leitt til aukinnar samkeppni um störf þar sem háskólamenntunar er krafist.

Líklega mannana verk

Ekkert hefur enn fengist staðfest um ástæður þess að flugvél EgyptAir hvarf af ratsjá á leið sinni frá París til Kaíró síðastliðna nótt. Brak úr vélinni fannst við grísku eyjuna Karpathos fyrr í dag, að því er yfirvöld í Egyptalandi fullyrða.

Morley Safer látinn

Einn þekktasti fréttamaður heims er látinn, 84 ára að aldri.

Sjá næstu 50 fréttir