Stofnar hjálparsamtök til að aðstoða við uppbyggingu í Ekvador eftir jarðskjálftann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2016 14:58 Frá skólanum í Canoa en börnin geta ekki mætt þangað næstu tvo mánuði vegna eyðileggingarinnar. Hildur ætlar því að bjóða þeim upp á ljósmyndanámskeið. mynd/hildur „Lífið mitt núna verður alltaf fyrir og eftir jarðskjálftann í Ekvador,“ segir Hildur Valsdóttir, íslensk kona sem búsett er í strandbænum Canoa í Ekvador en bærinn varð illa úti í öflugum jarðskjálfta sem varð í landinu þann 16. apríl síðastliðinn. Tæplega 700 manns létust í skjálftanum, tugir þúsunda slösuðust og fjöldi fólks missti heimili sitt. Þegar Vísir náði tali af Hildi í gær var hún stödd í höfuðborg Ekvador Quito. Þá var stór jarðskjálfti nýbúinn að ríða yfir en um nóttina varð einnig öflugur skjálfti. Hildur ætlaði upphaflega bara að vera í um þrjá mánuði í Ekvador en nú lítur út fyrir að hún verði þar þangað til í nóvember. Hún ætlar að stofna hjálparsamtök til að halda utan um uppbyggingarstarf í Canoa en seinasta mánuðinn hefur hún ásamt öðrum í bænum staðið í ströngu við að koma upp bráðabirgðahúsnæði og hreinlætisaðstöðu í kjölfar skjálftans í apríl.Bráðabirgðaskýli í Canoa.mynd/vísir„Við höfum verið að byggja skýli úr plasti en það er bara tímabundin lausn í rauninni og nú ætlum við að fara að byggja skýli úr vörubrettum sem eiga að geta enst lengur. Það er alveg nauðsynlegt því það má gera ráð fyrir því að fólk verði í bráðabirgðahúsnæði í að minnsta kosti næsta árið,“ segir Hildur. Síðustu tvær vikur hefur hún reyndar verið í Quito og bæ þar nálægt sem heitir Baños en þegar hún fór frá Canoa var búið að setja upp skýli fyrir alla í bænum sem misst höfðu húsnæði í skjálftanum og þá var búið að koma upp nægum birgðum af mat og drykkjarvatn. Rennandi vatn er hins vegar enn af skornum skammti og þá er ekki rafmagn komið á í bænum. Þá á enn eftir að hreinsa upp húsarústir svo hægt sé að byrja að byggja upp á ný. Hildur hefur þó ekki setið auðum höndum í Quito heldur hafið undirbúning að stofnun hjálparsamtakanna sem og undirbúið ljósmyndanámskeið sem hún ætlar að halda fyrir krakka sem búa í Canoa. „Þau eiga að vera byrjuð í skólanum en það verður ekki skóli hjá þeim allavega næstu tvo mánuði svo mig langar í samstarfi við norska kunningjakonu mína sem er ljósmyndari að bjóða þeim upp á þetta námskeið svo þau hafi eitthvað fyrir stafni. Krakkarnir fá einnota myndavélar og við viljum kenna þeim hvernig hægt er að nota ljósmyndina sem listform og til að tjá hvernig manni líður því það hefur til dæmis ekki verið mikil andleg aðstoð í boði fyrir fólk svo það geti tekist á við það sem gerðist,“ segir Hildur. Síðan jarðskjálftinn hefur Hildur safnað pening til að geta hjálpað til við uppbygginguna í Canoa og stofnun hjálparsamtakanna er eins konar framhald á því starfi. „Með samtökunum vilju við hjálpa fólkinu í Canoa að byggja samfélagið upp á nýtt, aðstoða við að byggja ný hús, stuðla að atvinnusköpun og setja upp ýmis konar námskeið sem geta nýst íbúum hér,“ segir Hildur.Frá Canoa.mynd/hildurAðspurð hversu mikla aðstoð stjórnvöld veiti íbúum segir Hildur að þau séu með eitt lítið tjald í bænum þar sem hægt sé að hitta fulltrúa þeirra en þeir viti lítið. Þá ætla stjórnvöld að styrkja þá fjárhagslega sem áttu hús og misstu þau í skjálftanum en það ferli mun langan tíma. Auk þess liggi ekki fyrir hvernig stjórnvöld ætli að hjálpa fólki sem bjó í leiguhúsnæði og missti allt. Hildur segir að hún hafi fengið ótrúlega góð viðbrögð frá Íslandi og Noregi við söfnuninni. „Það eru alveg ótrúlega margir sem hafa aðstoðað. Ég er síðan að skipuleggja lítið festival í Noregi í bænum þar sem foreldrar mínir búa sem ég hugsa sem fjáröflun fyrir hjálparsamtökin. Ég er komin í samband við fólk þar sem er að aðstoða mig við undirbúninginn og við stefnum á að hafa hátíðina í september. Ég ætla síðan að skoða það hvort ég geti gert eitthvað svipað á Íslandi,“ segir Hildur. Vilji fólk leggja uppbyggingarstarfi Hildar í Canoa lið er hægt að styrkja það með því að leggja inn á reikning 0111-26-13822, kennitala 270486-4289. Tengdar fréttir „Ég hélt í marga tíma að ég væri að fara að deyja“ Hildur Valsdóttir er búsett í Canoa í Ekvador en bærinn er einn af þeim sem varð hvað verst úti í jarðskjálfta sem skók landið síðastliðinn laugardag. 22. apríl 2016 17:30 Fundu sex manns á lífi í húsarústum í Manta í Ekvador 413 hafa fundist látnir og 231 er enn saknað. 19. apríl 2016 16:13 Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Lífið mitt núna verður alltaf fyrir og eftir jarðskjálftann í Ekvador,“ segir Hildur Valsdóttir, íslensk kona sem búsett er í strandbænum Canoa í Ekvador en bærinn varð illa úti í öflugum jarðskjálfta sem varð í landinu þann 16. apríl síðastliðinn. Tæplega 700 manns létust í skjálftanum, tugir þúsunda slösuðust og fjöldi fólks missti heimili sitt. Þegar Vísir náði tali af Hildi í gær var hún stödd í höfuðborg Ekvador Quito. Þá var stór jarðskjálfti nýbúinn að ríða yfir en um nóttina varð einnig öflugur skjálfti. Hildur ætlaði upphaflega bara að vera í um þrjá mánuði í Ekvador en nú lítur út fyrir að hún verði þar þangað til í nóvember. Hún ætlar að stofna hjálparsamtök til að halda utan um uppbyggingarstarf í Canoa en seinasta mánuðinn hefur hún ásamt öðrum í bænum staðið í ströngu við að koma upp bráðabirgðahúsnæði og hreinlætisaðstöðu í kjölfar skjálftans í apríl.Bráðabirgðaskýli í Canoa.mynd/vísir„Við höfum verið að byggja skýli úr plasti en það er bara tímabundin lausn í rauninni og nú ætlum við að fara að byggja skýli úr vörubrettum sem eiga að geta enst lengur. Það er alveg nauðsynlegt því það má gera ráð fyrir því að fólk verði í bráðabirgðahúsnæði í að minnsta kosti næsta árið,“ segir Hildur. Síðustu tvær vikur hefur hún reyndar verið í Quito og bæ þar nálægt sem heitir Baños en þegar hún fór frá Canoa var búið að setja upp skýli fyrir alla í bænum sem misst höfðu húsnæði í skjálftanum og þá var búið að koma upp nægum birgðum af mat og drykkjarvatn. Rennandi vatn er hins vegar enn af skornum skammti og þá er ekki rafmagn komið á í bænum. Þá á enn eftir að hreinsa upp húsarústir svo hægt sé að byrja að byggja upp á ný. Hildur hefur þó ekki setið auðum höndum í Quito heldur hafið undirbúning að stofnun hjálparsamtakanna sem og undirbúið ljósmyndanámskeið sem hún ætlar að halda fyrir krakka sem búa í Canoa. „Þau eiga að vera byrjuð í skólanum en það verður ekki skóli hjá þeim allavega næstu tvo mánuði svo mig langar í samstarfi við norska kunningjakonu mína sem er ljósmyndari að bjóða þeim upp á þetta námskeið svo þau hafi eitthvað fyrir stafni. Krakkarnir fá einnota myndavélar og við viljum kenna þeim hvernig hægt er að nota ljósmyndina sem listform og til að tjá hvernig manni líður því það hefur til dæmis ekki verið mikil andleg aðstoð í boði fyrir fólk svo það geti tekist á við það sem gerðist,“ segir Hildur. Síðan jarðskjálftinn hefur Hildur safnað pening til að geta hjálpað til við uppbygginguna í Canoa og stofnun hjálparsamtakanna er eins konar framhald á því starfi. „Með samtökunum vilju við hjálpa fólkinu í Canoa að byggja samfélagið upp á nýtt, aðstoða við að byggja ný hús, stuðla að atvinnusköpun og setja upp ýmis konar námskeið sem geta nýst íbúum hér,“ segir Hildur.Frá Canoa.mynd/hildurAðspurð hversu mikla aðstoð stjórnvöld veiti íbúum segir Hildur að þau séu með eitt lítið tjald í bænum þar sem hægt sé að hitta fulltrúa þeirra en þeir viti lítið. Þá ætla stjórnvöld að styrkja þá fjárhagslega sem áttu hús og misstu þau í skjálftanum en það ferli mun langan tíma. Auk þess liggi ekki fyrir hvernig stjórnvöld ætli að hjálpa fólki sem bjó í leiguhúsnæði og missti allt. Hildur segir að hún hafi fengið ótrúlega góð viðbrögð frá Íslandi og Noregi við söfnuninni. „Það eru alveg ótrúlega margir sem hafa aðstoðað. Ég er síðan að skipuleggja lítið festival í Noregi í bænum þar sem foreldrar mínir búa sem ég hugsa sem fjáröflun fyrir hjálparsamtökin. Ég er komin í samband við fólk þar sem er að aðstoða mig við undirbúninginn og við stefnum á að hafa hátíðina í september. Ég ætla síðan að skoða það hvort ég geti gert eitthvað svipað á Íslandi,“ segir Hildur. Vilji fólk leggja uppbyggingarstarfi Hildar í Canoa lið er hægt að styrkja það með því að leggja inn á reikning 0111-26-13822, kennitala 270486-4289.
Tengdar fréttir „Ég hélt í marga tíma að ég væri að fara að deyja“ Hildur Valsdóttir er búsett í Canoa í Ekvador en bærinn er einn af þeim sem varð hvað verst úti í jarðskjálfta sem skók landið síðastliðinn laugardag. 22. apríl 2016 17:30 Fundu sex manns á lífi í húsarústum í Manta í Ekvador 413 hafa fundist látnir og 231 er enn saknað. 19. apríl 2016 16:13 Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Ég hélt í marga tíma að ég væri að fara að deyja“ Hildur Valsdóttir er búsett í Canoa í Ekvador en bærinn er einn af þeim sem varð hvað verst úti í jarðskjálfta sem skók landið síðastliðinn laugardag. 22. apríl 2016 17:30
Fundu sex manns á lífi í húsarústum í Manta í Ekvador 413 hafa fundist látnir og 231 er enn saknað. 19. apríl 2016 16:13