Innlent

Geri ekki kirkjugarða heima hjá sér

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bílhræ í görðum eru öllum til ama segja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks.
Bílhræ í görðum eru öllum til ama segja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks. Visir/Pjetur
 Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur vilja að ráðið „hvetji til breytingar á lögreglusamþykkt svo íbúar Reykjavíkur þurfi ekki að búa við að nágrannar þeirra noti garða sína sem nokkurs konar kirkjugarða fyrir úrsérgengin bílhræ öllu umhverfinu til ama“.

Segja þau Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir að lögreglusamþykkt Reykjavíkur sé ekki í samræmi við reglugerð um lögreglusamþykkt.

„Heimilt er að undangenginni viðvörun, til dæmis með álímingarmiða með aðvörunarorðum, að flytja burtu og taka í vörslu sveitarfélags ökutæki sem standa án skráningarnúmera á lóðum við almannafæri, götum og almennum bifreiðastæðum,“ vitna Halldór og Hildur í reglugerðina. Sama gildi um ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum. Eigandinn eigi að bera kostnaðinn. *

Fréttin birtist í Fréttablaðinu 20.maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×