Húsvörður 365 lendir í átökum við innbrotsþjófa Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2016 11:04 Viktor á vettvangi. Innbrotsþjófarnir hefðu viljað hitta einhvern annan fyrir en þennan mann þá er þeir reyndu að forða sér með fenginn. visir/anton brink „Einhvern tíma hefði ég nú slegist við þá. En ég vildi ekki meiða þá,“ segir Viktor Jónsson húsvörður hjá 365. Viktor lenti í átökum við tvo innbrotsþjófa í morgun, skömmu fyrir klukkan sex. Þeir höfðu laumast inn í húsakynni 365, í kjölfar ræstingatæknis en urðu hins vegar fyrir því óláni að Viktor var á staðnum, eins og jafnan í bítið. Viktor kallar ekki allt ömmu sína eins og starfsmenn 365 þekkja mæta vel. „Ég hringdi strax í lögregluna þegar ég sá þá,“ segir Viktor. Hann var með kerru sína að fara með rusl í gám. Innbrotsþjófarnir höfðu komist í afgreiðslu fyrirtækisins, voru búnir að rífa úr sambandi tvær tölvur og vildu hafa þær á brott með sér. En, lentu þá í því að kunna ekki vel á útgönguleiðina, yfirsást hnappur sem opnar útidyrnar. Þeir reyndu því að spenna hurðina upp. Það bætti svo ekki stöðu þeirra að Viktor hindraði jafnframt útgöngu þeirra með kerru sinni. Grjótharður í horn að taka. „Þetta var eiginlega meira útbrot en innbrot,“ segir Viktor – sem lætur sér hvergi bregða. Innbrotsþjófarnir tveir komust þó út við illan leik og í bíl sinn. En, þá tók ekki betra við, því Viktor veitti þeim eftirför, reif upp grófa möl sem varð á vegi hans í blómabeði og grýtti á eftir bílnum með þeim afleiðingum að afturrúða þjófanna sprakk. Viktor, sem náði niður bílnúmerinu, segir svo frá að þetta hafi nú ekki verið fagmannlega að verki staðið hjá þeim kónum, eiginlega bara alls ekki því eftirlitsmyndavélar eru við húsið en þeir höfðu ekki neina tilburði í þá átt að forðast þær. Og náðust góðar myndir af mönnunum. „Þegar rannsóknarlögreglan kom og leit á myndbandstökurnar, þá sögðu þeir strax: Jájá, við vitum alveg hverjir þetta eru.“ Aðspurður segist Viktor ekki vita hvort mennirnir voru undir áhrifum lyfja. „Ég þekki það ekki svo vel.“ Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Einhvern tíma hefði ég nú slegist við þá. En ég vildi ekki meiða þá,“ segir Viktor Jónsson húsvörður hjá 365. Viktor lenti í átökum við tvo innbrotsþjófa í morgun, skömmu fyrir klukkan sex. Þeir höfðu laumast inn í húsakynni 365, í kjölfar ræstingatæknis en urðu hins vegar fyrir því óláni að Viktor var á staðnum, eins og jafnan í bítið. Viktor kallar ekki allt ömmu sína eins og starfsmenn 365 þekkja mæta vel. „Ég hringdi strax í lögregluna þegar ég sá þá,“ segir Viktor. Hann var með kerru sína að fara með rusl í gám. Innbrotsþjófarnir höfðu komist í afgreiðslu fyrirtækisins, voru búnir að rífa úr sambandi tvær tölvur og vildu hafa þær á brott með sér. En, lentu þá í því að kunna ekki vel á útgönguleiðina, yfirsást hnappur sem opnar útidyrnar. Þeir reyndu því að spenna hurðina upp. Það bætti svo ekki stöðu þeirra að Viktor hindraði jafnframt útgöngu þeirra með kerru sinni. Grjótharður í horn að taka. „Þetta var eiginlega meira útbrot en innbrot,“ segir Viktor – sem lætur sér hvergi bregða. Innbrotsþjófarnir tveir komust þó út við illan leik og í bíl sinn. En, þá tók ekki betra við, því Viktor veitti þeim eftirför, reif upp grófa möl sem varð á vegi hans í blómabeði og grýtti á eftir bílnum með þeim afleiðingum að afturrúða þjófanna sprakk. Viktor, sem náði niður bílnúmerinu, segir svo frá að þetta hafi nú ekki verið fagmannlega að verki staðið hjá þeim kónum, eiginlega bara alls ekki því eftirlitsmyndavélar eru við húsið en þeir höfðu ekki neina tilburði í þá átt að forðast þær. Og náðust góðar myndir af mönnunum. „Þegar rannsóknarlögreglan kom og leit á myndbandstökurnar, þá sögðu þeir strax: Jájá, við vitum alveg hverjir þetta eru.“ Aðspurður segist Viktor ekki vita hvort mennirnir voru undir áhrifum lyfja. „Ég þekki það ekki svo vel.“
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira