Börn til staðar í flestum heimilisofbeldismálum Snærós Sindradóttir skrifar 20. maí 2016 07:00 Börn sem búa á heimili þar sem ofbeldi á sér stað eru skilgreind sem þolendur tilfinningalegs og andlegs ofbeldis. Visir/nordicphotos Börn voru á heimilum í 245 heimilisofbeldismálum sem upp komu á síðasta ári hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Alls kom 391 heimilisofbeldismál upp á árinu en það er aukning um 38 prósent á milli ára. Þetta kom fram á málþingi á vegum Reykjavíkurborgar á miðvikudag. Þar var meðal annars kynnt hvernig fagaðilum hefur þótt til takast með samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi. Skýrslan var unnin af Erlu Hlín Hjálmarsdóttur og Kristínu Pálsdóttur hjá RIKK. Á málþinginu kynntu Jóhanna Erla Guðjónsdóttir og Laufey Þorvaldsdóttir, félagsráðgjafar hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, hvernig verkefnið hefur haft áhrif á þeirra störf. Jóhanna tekur sem dæmi atvik þar sem barnavernd kom á heimili þar sem faðir hafði beitt móður ofbeldi en tvö börn voru á heimilinu. „Þegar við komum var annað barnið grátandi og með ekka uppi í sófa og enginn að huga að því barni. Á meðan var reynt að ná tökum á aðstæðum, róa móður og fá hennar frásögn. Við gátum farið beint til barnsins, tekið það úr aðstæðunum, róað það niður og rætt við það.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri við undirritunar samstarfssamning um verklag í heimilisofbeldismálum. Verklagið hefur reynst vel ef marka má skýrslu um málið. Fréttablaðið/GVAÁður en verkefninu var ýtt úr vör gerðist það jafnan að barnavernd var ekki kölluð til í heimilisofbeldismálum ef lögregla taldi að barnið á heimilinu hefði sofið af sér ófriðinn. „Oft telur lögregla að börn séu sofandi og hafi ekki orðið vitni eða foreldrar segja að börnin hafi ekki heyrt. En við vitum oft betur. Þau fá fyrstu hjálp í erfiðum aðstæðum. Þannig verður allt markvissara,“ segir Jóhanna. Það flokkast sem tilfinningalegt og andlegt ofbeldi ef börn þurfa að búa á heimilum þar sem heimilisofbeldi er við lýði, jafnvel þótt ofbeldið beinist ekki líkamlega að börnunum. Öllum börnum sem barnavernd aðstoðar vegna heimilisofbeldis er boðin sálfræðihjálp innan 48 tíma frá atvikinu. Samkvæmt skýrslunni um gengi verkefnisins voru ofbeldismenn handteknir í 169 tilvikum af 391. Kærur voru lagðar fram í 63 málum. Í flestum tilvikum tilkynnti þolandi sjálfur um ofbeldið til lögreglu, eða í 200 tilvikum. Fjölskylda og vinir tilkynntu um heimilisofbeldið í 62 tilfellum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu 20.maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Börn voru á heimilum í 245 heimilisofbeldismálum sem upp komu á síðasta ári hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Alls kom 391 heimilisofbeldismál upp á árinu en það er aukning um 38 prósent á milli ára. Þetta kom fram á málþingi á vegum Reykjavíkurborgar á miðvikudag. Þar var meðal annars kynnt hvernig fagaðilum hefur þótt til takast með samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi. Skýrslan var unnin af Erlu Hlín Hjálmarsdóttur og Kristínu Pálsdóttur hjá RIKK. Á málþinginu kynntu Jóhanna Erla Guðjónsdóttir og Laufey Þorvaldsdóttir, félagsráðgjafar hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, hvernig verkefnið hefur haft áhrif á þeirra störf. Jóhanna tekur sem dæmi atvik þar sem barnavernd kom á heimili þar sem faðir hafði beitt móður ofbeldi en tvö börn voru á heimilinu. „Þegar við komum var annað barnið grátandi og með ekka uppi í sófa og enginn að huga að því barni. Á meðan var reynt að ná tökum á aðstæðum, róa móður og fá hennar frásögn. Við gátum farið beint til barnsins, tekið það úr aðstæðunum, róað það niður og rætt við það.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri við undirritunar samstarfssamning um verklag í heimilisofbeldismálum. Verklagið hefur reynst vel ef marka má skýrslu um málið. Fréttablaðið/GVAÁður en verkefninu var ýtt úr vör gerðist það jafnan að barnavernd var ekki kölluð til í heimilisofbeldismálum ef lögregla taldi að barnið á heimilinu hefði sofið af sér ófriðinn. „Oft telur lögregla að börn séu sofandi og hafi ekki orðið vitni eða foreldrar segja að börnin hafi ekki heyrt. En við vitum oft betur. Þau fá fyrstu hjálp í erfiðum aðstæðum. Þannig verður allt markvissara,“ segir Jóhanna. Það flokkast sem tilfinningalegt og andlegt ofbeldi ef börn þurfa að búa á heimilum þar sem heimilisofbeldi er við lýði, jafnvel þótt ofbeldið beinist ekki líkamlega að börnunum. Öllum börnum sem barnavernd aðstoðar vegna heimilisofbeldis er boðin sálfræðihjálp innan 48 tíma frá atvikinu. Samkvæmt skýrslunni um gengi verkefnisins voru ofbeldismenn handteknir í 169 tilvikum af 391. Kærur voru lagðar fram í 63 málum. Í flestum tilvikum tilkynnti þolandi sjálfur um ofbeldið til lögreglu, eða í 200 tilvikum. Fjölskylda og vinir tilkynntu um heimilisofbeldið í 62 tilfellum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu 20.maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Hann stal henni“ Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira