Hafna raflínum um verndarsvæði Svavar Hávarðsson skrifar 20. maí 2016 07:00 Náttúruverndarsamtök vilja endurmat á áformum Landsnets um lagningu raflína við Leirhnjúk. Vísir/Stefán Landvernd og Fjöregg í Mývatnssveit hafna því að raflínur Landsnets verði lagðar um náttúruverndarsvæði við Leirhnjúk. Hafa samtökin kært leyfi Skútustaðahrepps til lagningar Kröflulínu 4, frá Kröflu að Þeistareykjum. Í fréttatilkynningu segir að Leirhnjúkshraun skuli friðlýsa samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár. Þrátt fyrir það standi nú til að leggja Kröflulínu 4 yfir þetta verðmæta náttúruverndarsvæði. Samtökin telja forsendur eldra umhverfismats brostnar og margvíslega annmarka vera á leyfisveitingunni sem varði ógildingu hennar. Samtökin telja nauðsynlegt að endurskoða val Landsnets á línuleið, sneiða hjá Leirhnjúkshrauni og umhverfismeta jarðstrengi. Eins segir að eftir að áform um álver á Bakka voru slegin af séu forsendur framkvæmda gjörbreyttar vegna minni raforkuþarfar iðnaðarsvæðisins. Opnast því möguleikar á minni og umhverfisvænni mannvirkjum, ekki síst jarðstrengjum sem ekki fari um hraun. Samtökin telja óhjákvæmilegt að nýtt umhverfismat fari fram og að yfirvofandi framkvæmdir í Leirhnjúkshrauni verði stöðvaðar. Kröflulínu 4 er ætlað að fara yfir Leirhnjúkshraun sem rann í Mývatnseldum 1726 til 1728. Þeistareykir eru á náttúruminjaskrá og Leirhnjúkshraun nýtur sérstakrar verndar sem eldhraun samkvæmt náttúruverndarlögum og á að friðlýsa hraunið samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun sagði í umsögn sinni um umhverfismat sem gert var árið 2010 að lagning loftlína myndi hafa talsverð neikvæð og óafturkræf áhrif á Leirhnjúkshraunið og verulega neikvæð áhrif á landslagsheild svæðisins. Þá telja Landvernd og Fjöregg að nýgengnir dómar Hæstaréttar um eignarnámskröfur Landsnets á Suðurnesjum hafi fordæmisgildi. Landsnet hefur þegar gengið til samninga um vinnu við lagningu línuvega og gerð undirstaða undir háspennumöstur og stefnt er að því að verkinu verði lokið hinn 1. ágúst 2016. Fréttin birtist í Fréttablaðinu 20.maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Landvernd og Fjöregg í Mývatnssveit hafna því að raflínur Landsnets verði lagðar um náttúruverndarsvæði við Leirhnjúk. Hafa samtökin kært leyfi Skútustaðahrepps til lagningar Kröflulínu 4, frá Kröflu að Þeistareykjum. Í fréttatilkynningu segir að Leirhnjúkshraun skuli friðlýsa samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár. Þrátt fyrir það standi nú til að leggja Kröflulínu 4 yfir þetta verðmæta náttúruverndarsvæði. Samtökin telja forsendur eldra umhverfismats brostnar og margvíslega annmarka vera á leyfisveitingunni sem varði ógildingu hennar. Samtökin telja nauðsynlegt að endurskoða val Landsnets á línuleið, sneiða hjá Leirhnjúkshrauni og umhverfismeta jarðstrengi. Eins segir að eftir að áform um álver á Bakka voru slegin af séu forsendur framkvæmda gjörbreyttar vegna minni raforkuþarfar iðnaðarsvæðisins. Opnast því möguleikar á minni og umhverfisvænni mannvirkjum, ekki síst jarðstrengjum sem ekki fari um hraun. Samtökin telja óhjákvæmilegt að nýtt umhverfismat fari fram og að yfirvofandi framkvæmdir í Leirhnjúkshrauni verði stöðvaðar. Kröflulínu 4 er ætlað að fara yfir Leirhnjúkshraun sem rann í Mývatnseldum 1726 til 1728. Þeistareykir eru á náttúruminjaskrá og Leirhnjúkshraun nýtur sérstakrar verndar sem eldhraun samkvæmt náttúruverndarlögum og á að friðlýsa hraunið samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun sagði í umsögn sinni um umhverfismat sem gert var árið 2010 að lagning loftlína myndi hafa talsverð neikvæð og óafturkræf áhrif á Leirhnjúkshraunið og verulega neikvæð áhrif á landslagsheild svæðisins. Þá telja Landvernd og Fjöregg að nýgengnir dómar Hæstaréttar um eignarnámskröfur Landsnets á Suðurnesjum hafi fordæmisgildi. Landsnet hefur þegar gengið til samninga um vinnu við lagningu línuvega og gerð undirstaða undir háspennumöstur og stefnt er að því að verkinu verði lokið hinn 1. ágúst 2016. Fréttin birtist í Fréttablaðinu 20.maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira