Fleiri fréttir

Laus úr haldi eftir yfirheyrslur

Karlmaður og kona voru handtekin vegna vegna gruns um að hafa stungið mann með rýtingi í bakið í Hlíðahverfi Reykjavíkur.

Sádí-arabískir prinsar hverfa sporlaust

Sultan bin Turki stóð í málaferlum við sádí-arabísk stjórnvöld allt þar til hann hvarf í liðnum mánuði. Hann er sá þriðji sem horfið hefur á síðastliðnu ári.

Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn

Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður.

Egypskri farþegavél rænt

Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina.

Hornsíli í Mývatni í sögulegri lægð

Á sama tíma og óhemju magn blábaktería mælist í Mývatni sýna rannsóknir að hornsílastofninn er í dýpri lægð en mælingar hafa áður sýnt. Hornsíli er miðlægt í fæðuvef Mývatns en hefur sveiflast öfga á milli síðustu 25 ár.

Ástand golfvalla talið gott eftir veturinn

Ástand á golfvalla gefur golfurum tilefni til bjartsýni fyrir sumarið. Um 300 manns voru skráðir á mót fyrir helgina, en kuldaboli setti strik í reikninginn.

Sýrlenski herinn sækir frá Palmyra

Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, auk flughers Rússa, sækir nú að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki frá borginni Palmyra sem Sýrlandsher hertók á sunnudag. Áður höfðu sveitir Íslamska ríkisins farið með völdin í borginni mánuðum saman og brotið þar niður fornminjar og hof.

Vilja grjótflísarnar af stígunum

Reykjavíkurborg byrjar senn að þrífa göngustíga sem á að gera þá greiðfæra fyrir hjólreiðafólk. Formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur segir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu séu seint á ferðinni og þá séu of hvassir steinar notaðir í möl á stígana sem skemmi dekk.

Sjá næstu 50 fréttir