Innlent

Laus úr haldi eftir yfirheyrslur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn er ekki alvarlega slasaður og var útskrifaður af Landspítalanum samdægurs.
Maðurinn er ekki alvarlega slasaður og var útskrifaður af Landspítalanum samdægurs. Vísir/Vilhelm
Karlmaður og kona sem handtekin voru vegna gruns um að hafa stungið mann með rýtingi í bakið í Hlíðahverfi í Reykjavík aðfaranótt mánudags hafa verið látin laus úr haldi. 

Að sögn lögreglu hafa þau verið yfirheyrð og unnið er að rannsókn á vettvangi ásamt því sem hald hefur verið lagt á rýtinginn. Maðurinn er ekki alvarlega slasaður og var útskrifaður af Landspítalanum samdægurs. 

Tilkynning um manninn barst á öðrum tímanum aðfaranótt mánudags. Þá var hann staddur á Miklubraut og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×