Hlutfall karla sem taka fæðingarorlof fer hækkandi en er áfram of lágt meðal OECD-ríkja. Þetta kemur fram í nýrri skoðun efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD.
Öll OECD-ríki, utan Bandaríkjanna, greiða konum fæðingarorlof, og helmingur þeirra er einnig með sérstakt fæðingarorlof fyrir karla. Í tuttugu og þremur OECD-ríkjum býðst báðum foreldrum að taka fæðingarorlof.
Flestar konur nýta nær allt orlofið sitt en flestir feður taka einungis nokkra daga í orlof. Að meðaltali eru feður einungis fimmtungur þeirra sem taka orlof.
Almennt er hlutfall feðra sem taka orlof að hækka. Í Austurríki og Frakklandi eru feður þó einungis fjögur prósent þeirra sem taka orlof, og hefur hlutfallið ekki breyst í áratug.
Margir feður hika við að taka orlof af hræðslu við áhrif þess á starfsframann. Í Japan og Kóreu geta feður fengið greitt fæðingarorlof í heilt ár til dæmis, en mjög fáir nýta sér það.
OECD leggur til að stjórnvöld hvetji feður til að taka orlof með því að úthluta feðrum sérstaka mánuði til að taka orlof, líkt og á Íslandi, vekja meiri athygli á málefninu, gera orlofið sveigjanlegt og draga úr fjárhagskostnaðinum við að taka orlof.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars.

