Innlent

Hnífsstunga á stúdentagörðum: Ungi maðurinn útskrifaður af gjörgæslu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árásin átti sér stað fyrir utan stúdentagarðana við Sæmundargötu.
Árásin átti sér stað fyrir utan stúdentagarðana við Sæmundargötu. Vísir/stöð 2
Ungi maðurinn sem ráðist var á fyrir utan stúdentaíbúðir við Sæmundargötu aðfaranótt sunnudagsins 6. mars var í síðustu viku útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítala.

Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, var í lífshættu þegar hann var fluttur á slysadeild eftir árásina en hann var með stungusár neðarlega á baki sem olli rispu á lunga sem fór djúpt inn í lifrina. Gekkst hann undir aðgerð og var í framhaldinu sofandi í öndunarvél.

Árásarmaðurinn er enn í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna og verður þar að óbreyttu til 6. apríl. Hann er undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða sérstaklega hættulega líkamsárás að því er fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurðinum yfir honum fyrr í mánuðinum.

 


Tengdar fréttir

„Menn hafa ekkert að gera með hníf á almannafæri“

Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það morgunljóst að menn hafi ekkert með hníf að gera í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Karlmaður sem stunginn var aðfaranótt sunnudags í Vesturbænum liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×