Ástand golfvalla talið gott eftir veturinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. mars 2016 06:00 Það var töluverður fjöldi fólks að æfa höggin í Básum í Grafarholti þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar þar að garði í gær. Eftirvæntingin fyrir sumrinu er mikil. vísir/pjetur Um 300 manns voru skráðir í golfmót um allt fyrir helgina, en hráslagalegt veður varð til þess að fresta þurfti flestum mótunum. Sigurður Elvar Þórólfsson, upplýsingafulltrúi Golfsambands Íslands, segir að ástand golfvalla virðist vera gott eftir veturinn. „Miðað við hvernig þetta var í fyrra þá er miklu meiri bjartsýni sem ríkir í golfinu,“ segir hann. Sigurður Elvar segir að lítið hafi orðið úr þeim mótum sem fyrirhuguð voru um páskahelgina. „Það var mót í gær (í fyrradag) á Hellishólum en annars fór þetta allt í kuldabola,“ segir Sigurður. Eitthvað hafi verið spilar í Sandgerði en helgin hafi ekki farið eins og búist var við. Sigurður Elvar segir að það séu klúbbarnir út við suðvesturströndina sem fari fyrst í gang með golfmótin og vísar einkum til klúbbanna í Sandgerði og Keflavík. „Þetta eru „spontant“ ákvarðanir sem klúbbar á suðvesturhorninu taka,“ segir hann. „En það opnar ekkert hér í Reykjavík eða við þessa stóru velli fyrr en eftir einhverjar vikur,“ segir Sigurður Elvar og bætir við að menn fari þá í gang í apríl eða byrjun maí. Sigurður Elvar segir að það sé dágóður hópur sem hafi lagt land undir fót undanfarna daga til þess að fá golfþörfinni svalað. „Það eru fleiri hundruð manns núna út um allt á Spáni og í Portúgal að æfa sig yfir páskahátíðina,“ segir hann. Þá segir Sigurður Elvar að mikill fjöldi fólks sé hér heima að æfa sig fyrir sumarið. Hann var sjálfur staddur á æfingasvæðinu í Hraunkoti í Hafnarfirði þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Hérna er allt fullt af fólki að slá golfbolta úti á æfingasvæði. Hérna eru golfhermar og þetta er allt upppantað. Þetta er bara blússandi,“ segir Sigurður Elvar og bendir á að þarna séu púttsvæði og tveir golfhermar sem mikil ásókn sé í. Opnunartímar golfvalla hafa lengst á undanförnum árum. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, sagði í samtali við Markaðinn, fylgiblað Fréttablaðsins, í janúar að golfvellir á Íslandi hefðu tekið miklum breytingum. Meðal annars vegna þess að miklum peningum væri varið í rannsóknir á golfvöllum og að golfvallarstarfsmenn væru betur menntaðir. „Tímabilið hefur lengst alveg gríðarlega, sem er þessari þekkingu að þakka,“ sagði Haukur Örn þá. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Um 300 manns voru skráðir í golfmót um allt fyrir helgina, en hráslagalegt veður varð til þess að fresta þurfti flestum mótunum. Sigurður Elvar Þórólfsson, upplýsingafulltrúi Golfsambands Íslands, segir að ástand golfvalla virðist vera gott eftir veturinn. „Miðað við hvernig þetta var í fyrra þá er miklu meiri bjartsýni sem ríkir í golfinu,“ segir hann. Sigurður Elvar segir að lítið hafi orðið úr þeim mótum sem fyrirhuguð voru um páskahelgina. „Það var mót í gær (í fyrradag) á Hellishólum en annars fór þetta allt í kuldabola,“ segir Sigurður. Eitthvað hafi verið spilar í Sandgerði en helgin hafi ekki farið eins og búist var við. Sigurður Elvar segir að það séu klúbbarnir út við suðvesturströndina sem fari fyrst í gang með golfmótin og vísar einkum til klúbbanna í Sandgerði og Keflavík. „Þetta eru „spontant“ ákvarðanir sem klúbbar á suðvesturhorninu taka,“ segir hann. „En það opnar ekkert hér í Reykjavík eða við þessa stóru velli fyrr en eftir einhverjar vikur,“ segir Sigurður Elvar og bætir við að menn fari þá í gang í apríl eða byrjun maí. Sigurður Elvar segir að það sé dágóður hópur sem hafi lagt land undir fót undanfarna daga til þess að fá golfþörfinni svalað. „Það eru fleiri hundruð manns núna út um allt á Spáni og í Portúgal að æfa sig yfir páskahátíðina,“ segir hann. Þá segir Sigurður Elvar að mikill fjöldi fólks sé hér heima að æfa sig fyrir sumarið. Hann var sjálfur staddur á æfingasvæðinu í Hraunkoti í Hafnarfirði þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Hérna er allt fullt af fólki að slá golfbolta úti á æfingasvæði. Hérna eru golfhermar og þetta er allt upppantað. Þetta er bara blússandi,“ segir Sigurður Elvar og bendir á að þarna séu púttsvæði og tveir golfhermar sem mikil ásókn sé í. Opnunartímar golfvalla hafa lengst á undanförnum árum. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, sagði í samtali við Markaðinn, fylgiblað Fréttablaðsins, í janúar að golfvellir á Íslandi hefðu tekið miklum breytingum. Meðal annars vegna þess að miklum peningum væri varið í rannsóknir á golfvöllum og að golfvallarstarfsmenn væru betur menntaðir. „Tímabilið hefur lengst alveg gríðarlega, sem er þessari þekkingu að þakka,“ sagði Haukur Örn þá. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira