Fleiri fréttir

Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp

Leigusala kom á óvart hve litla þekkingu hagsmunaaðilar fasteignaeigenda hafa á myglusvepp og var henni ráðlagt að leigja út íbúð án þess að segja frá myglusveppum.

Lögreglan lítur eitursölu án leyfis alvarlegum augum

Yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra er hugsi yfir því að tugir manna hafi keypt mikið magn eiturefna án þess að framvísa tilskildu leyfi. Slík efni gætu valdið miklum skaða í höndum einstaklings sem hefði illt í huga.

Dýragarðurinn opnaður á ný

Dýragarðurinn í Tíblisi, höfuðborg Georgíu, var opnaður í gær eftir að hafa verið lokaður frá því í júní. Mikil flóð stórskemmdu dýragarðinn fyrir þremur mánuðum og dýr bæði sluppu og drápust. Þá fórust einnig nítján Georgíumenn í flóðunum.

Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær

Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist.

Vilja vernda gróðurhúsin sem einkenni Hveragerðis

Tillaga fulltrúa S-lista í bæjarstjórn Hveragerðis um að láta meta varðveislugildi gróðurhúsa í bænum var felld af meirihlutanum. Samkvæmt tillögunni átti matið að verða grundvöllur verndunar einstakra gróðurhúsa í Hveragerði.

Hefndarklám notað til að kúga

Lögreglu hafa borist tvær tilkynningar á síðustu tveimur árum um tilvik þar sem hefndarklám er notað til kúgunar, hvort sem það er til að fá viðkomandi til að samþykkja kynferðislegt samneyti eða láta af hendi fjármuni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi.

Líkamsárás á Reykjavíkurvegi

Maður fluttur á slysadeild eftir árásina. Vitað er hver réðst á manninn en ekki hefur tekist að hafa uppi á honum.

Eldur í Eldsmiðjunni

Slökkvilið að störfum í húsinu við Laugaveg 81, þar sem eldur kviknaði í skorsteini.

Fannst látinn í Seyðisfirði

Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag.

Stórt skarð ef lífeindafræðingar hætta

26 lífeindafræðingar hætta á Landspítalanum um næstu mánaðamót. Formaður Félags lífeindafræðinga segir flesta vera ungt fólk sem geti ekki séð fyrir sér á þeim launum sem í boði eru.

Vilja að Hanna Birna hætti við

Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku.

Manns leitað í Seyðisfirði

Leitin beinist að botni Seyðisfjarðar og fjöllum þar í kring en bíll mannsins hefur staðið við Fjarðarselsvirkjun undanfarna daga.

Styðja sjálfstæði Katalóníu

Þúsundir komu saman til að sýna kröfunni um sjálfstæði sjálfsstjórnarhéraðsins Katalóníu stuðning í Barcelóna á Spáni í gær.

Sjá næstu 50 fréttir