Innlent

Allt að 90% sjófugla með plast í meltingarfærum

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Ástralskir vísindamenn hafa komist að því að upp undir 90% af sjófuglum séu með plast af einhverjum toga í meltingarfærum. Dæmi eru um að blöðrur, legókubbar og leikfangabílar finnist í sjófuglum.

Helgi Jensson, ráðgjafi hjá skrifstofu forstjóra Umhverfisstofnunar, segir stofnunina uggandi yfir þróuninni: „Við höfum ákveðnar áhyggjur af þessu vegna þess að okkar lifibrauð hér á Íslandi er mjög háð lífríki hafsins og allt það sem getur haft slæm áhrif á viðkomu og vöxt þess veldur áhyggjum“.

Aðspurður segir Helgi að allir geti lagt sitt af mörkum þegar kemur að minnkun plastnotkunar: „Plast á ekki að fara út í umhverfið. Það er mikið af svona örplasti sem er notað í ýmsar snyrtivörur sem þarf að losna við, minnka notkun plastpoka, hreinsun stranda og allt þetta, þetta hjálpar allt til.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×