Innlent

Hinn látni var Svisslendingur

Bjarki Ármannsson skrifar
Erlendi karlmaðurinn sem fannst látinn í Seyðisfirði í gærkvöldi var Svisslendingur. Hann var einn á ferð hér á landi og hugðist dvelja á Seyðisfirði til lengri tíma.

Bíll mannsins hafði staðið við Fjarðarselvirkjun undanfarna daga en lík hans fannst um sexleytið í gærkvöldi í fjallendi þar skammt frá, við Ytri-Hádegisá. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum er talið að maðurinn hafi hrapað við klifur.

Umfangsmikil leit að manninum hófst síðdegis í gær, þar sem ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. Lík hans fannst eftir um fjögurra klukkustunda leit.


Tengdar fréttir

Manns leitað í Seyðisfirði

Leitin beinist að botni Seyðisfjarðar og fjöllum þar í kring en bíll mannsins hefur staðið við Fjarðarselsvirkjun undanfarna daga.

Fannst látinn í Seyðisfirði

Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×