Innlent

Selur seðla og mynt til styrktar flóttafólki

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Benedikt Kristjánsson, seðla- og myntsafnari
Benedikt Kristjánsson, seðla- og myntsafnari Mynd/Stöð2
Benedikt  Kristjánsson hefur safnað gömlum seðlum og mynt í hátt í 17 ár en segir hann þessa klassísku söfnunaráráttu hafa gripið sig um unglingsaldurinn. 

Hann hefur nú stofnað Facebook-síðuna "Seðlar fyrir flóttamenn" þar sem hann hyggst bjóða hvern og einn seðil upp, en ágóðan mun hann svo nota til að kaupa matvöru og aðrar nauðsynjar fyrir þá flóttamenn sem hingað koma til lands.

Hann segist ekki hafa bundist neinum tilfinningaböndum við seðlana - og að allir séu þeir falir fyrir rétt verð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×