Ummæli Elínar valda uppnámi meðal Sjálfstæðismanna Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2015 18:47 Ummæli Elínar Hirst hafa fallið í afar grýttan jarðveg meðal gegnra og spakra Sjálfstæðismanna – svo vægt sé til orða tekið. Ummæli Elínar Hirst, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, hafa fallið í grýttan jarðveg í röðum gegnra og gæfra Sjálfstæðismanna; ummæli þess efnis að komið sé gott með afskipti Davíðs Oddssonar og svo forseta Íslands, Ólafs Ragnar Grímssonar, þá skorti auðmýkt og mættu láta „okkar góða leiðtoga [Bjarna Benediktsson] í friði. Það eru nýjir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Orð Elínar koma að sönnu á óvart, því talið hefur verið að bakland hennar í Sjálfstæðisflokknum liggi einmitt á þessum slóðum, meðal þeirra sem eru og hafa verið handgengnir Davíð Oddssyni, svo sem Birni Bjarnasyni fyrrverandi dómsmálaráðherra og svo Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Má í því sambandi benda á að eiginmaður Elínar, Friðrik Friðriksson, var á sínum tíma kosningastjóri Davíðs.Elín sjálf sögð hafa ekkert til málanna að leggjaNema, margir innmúraðir og innvígðir eru Elínu beinlínis reiðir fyrir þessa ákúru. Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður, skrifar reiðlegan bloggpistil undir fyrirsögninni „Þeir þvælast bara fyrir“ og þykir þessi ábending Elínar alveg úr vegi. Í pistli sínum beinir hann sjónum að Elínu sjálfri og finnst hún vera að henda steinum úr glerhúsi: „Athyglisvert var að sjá þegar farið var yfir störf þingmanna á síðasta þingi að Elín tjáði sig nánast aldrei. Hafði ekkert til málanna að leggja.“Veglausar blúndukerlingar í Sjálfstæðisflokknum Og Brynjari Níelssyni alþingismanni Sjálfstæðismanna er ekki skemmt: „En alltaf hefur fundist svolítið billegt að afgreiða gagnrýni frá mönnum með mikla þekkingu og reynslu á pólitíska sviðinu á þann veg að þeir eigi að þegja því nú séu komnir nýir tímar sem þeir skynji ekki. Við getum ekki krafist þess að vera látin í friði,“ skrifar Brynjar gætilega á Facebookvegg sinn. En Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari; flokkshollur Sjálfstæðismaður svo af ber, ákaflega handgenginn Davíð Oddssyni, segir hins vegar hreint út það sem „Valhöll“ er að hugsa, ef svo má segja: „Hvernig er það eiginlega með Sjálfstæðisflokkinn, geta þeir ekki druslast til þess að finna almennilegar kellingar á framboðslistana hjá sér, þetta eru eintómar blúndukellingar sem þeir hampa núna, veglausar í samfélaginu og til fárra hluta nýtilegar.“Hvernig er það eiginlega með Sjálfstæðisflokkinn, geta þeir ekki druslast til þess að finna almennilegar kellingar á...Posted by Baldur Hermannsson on Sunday, September 13, 2015 Tengdar fréttir Elín ósátt með Ólaf og Davíð: „Það eru nýir tímar sem þeir skynja ekki nógu vel“ Þingkona Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsetann og forsætisráðherrann fyrrverandi á Facebook. 13. september 2015 11:03 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Ummæli Elínar Hirst, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, hafa fallið í grýttan jarðveg í röðum gegnra og gæfra Sjálfstæðismanna; ummæli þess efnis að komið sé gott með afskipti Davíðs Oddssonar og svo forseta Íslands, Ólafs Ragnar Grímssonar, þá skorti auðmýkt og mættu láta „okkar góða leiðtoga [Bjarna Benediktsson] í friði. Það eru nýjir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Orð Elínar koma að sönnu á óvart, því talið hefur verið að bakland hennar í Sjálfstæðisflokknum liggi einmitt á þessum slóðum, meðal þeirra sem eru og hafa verið handgengnir Davíð Oddssyni, svo sem Birni Bjarnasyni fyrrverandi dómsmálaráðherra og svo Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Má í því sambandi benda á að eiginmaður Elínar, Friðrik Friðriksson, var á sínum tíma kosningastjóri Davíðs.Elín sjálf sögð hafa ekkert til málanna að leggjaNema, margir innmúraðir og innvígðir eru Elínu beinlínis reiðir fyrir þessa ákúru. Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður, skrifar reiðlegan bloggpistil undir fyrirsögninni „Þeir þvælast bara fyrir“ og þykir þessi ábending Elínar alveg úr vegi. Í pistli sínum beinir hann sjónum að Elínu sjálfri og finnst hún vera að henda steinum úr glerhúsi: „Athyglisvert var að sjá þegar farið var yfir störf þingmanna á síðasta þingi að Elín tjáði sig nánast aldrei. Hafði ekkert til málanna að leggja.“Veglausar blúndukerlingar í Sjálfstæðisflokknum Og Brynjari Níelssyni alþingismanni Sjálfstæðismanna er ekki skemmt: „En alltaf hefur fundist svolítið billegt að afgreiða gagnrýni frá mönnum með mikla þekkingu og reynslu á pólitíska sviðinu á þann veg að þeir eigi að þegja því nú séu komnir nýir tímar sem þeir skynji ekki. Við getum ekki krafist þess að vera látin í friði,“ skrifar Brynjar gætilega á Facebookvegg sinn. En Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari; flokkshollur Sjálfstæðismaður svo af ber, ákaflega handgenginn Davíð Oddssyni, segir hins vegar hreint út það sem „Valhöll“ er að hugsa, ef svo má segja: „Hvernig er það eiginlega með Sjálfstæðisflokkinn, geta þeir ekki druslast til þess að finna almennilegar kellingar á framboðslistana hjá sér, þetta eru eintómar blúndukellingar sem þeir hampa núna, veglausar í samfélaginu og til fárra hluta nýtilegar.“Hvernig er það eiginlega með Sjálfstæðisflokkinn, geta þeir ekki druslast til þess að finna almennilegar kellingar á...Posted by Baldur Hermannsson on Sunday, September 13, 2015
Tengdar fréttir Elín ósátt með Ólaf og Davíð: „Það eru nýir tímar sem þeir skynja ekki nógu vel“ Þingkona Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsetann og forsætisráðherrann fyrrverandi á Facebook. 13. september 2015 11:03 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Elín ósátt með Ólaf og Davíð: „Það eru nýir tímar sem þeir skynja ekki nógu vel“ Þingkona Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsetann og forsætisráðherrann fyrrverandi á Facebook. 13. september 2015 11:03