Ummæli Elínar valda uppnámi meðal Sjálfstæðismanna Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2015 18:47 Ummæli Elínar Hirst hafa fallið í afar grýttan jarðveg meðal gegnra og spakra Sjálfstæðismanna – svo vægt sé til orða tekið. Ummæli Elínar Hirst, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, hafa fallið í grýttan jarðveg í röðum gegnra og gæfra Sjálfstæðismanna; ummæli þess efnis að komið sé gott með afskipti Davíðs Oddssonar og svo forseta Íslands, Ólafs Ragnar Grímssonar, þá skorti auðmýkt og mættu láta „okkar góða leiðtoga [Bjarna Benediktsson] í friði. Það eru nýjir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Orð Elínar koma að sönnu á óvart, því talið hefur verið að bakland hennar í Sjálfstæðisflokknum liggi einmitt á þessum slóðum, meðal þeirra sem eru og hafa verið handgengnir Davíð Oddssyni, svo sem Birni Bjarnasyni fyrrverandi dómsmálaráðherra og svo Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Má í því sambandi benda á að eiginmaður Elínar, Friðrik Friðriksson, var á sínum tíma kosningastjóri Davíðs.Elín sjálf sögð hafa ekkert til málanna að leggjaNema, margir innmúraðir og innvígðir eru Elínu beinlínis reiðir fyrir þessa ákúru. Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður, skrifar reiðlegan bloggpistil undir fyrirsögninni „Þeir þvælast bara fyrir“ og þykir þessi ábending Elínar alveg úr vegi. Í pistli sínum beinir hann sjónum að Elínu sjálfri og finnst hún vera að henda steinum úr glerhúsi: „Athyglisvert var að sjá þegar farið var yfir störf þingmanna á síðasta þingi að Elín tjáði sig nánast aldrei. Hafði ekkert til málanna að leggja.“Veglausar blúndukerlingar í Sjálfstæðisflokknum Og Brynjari Níelssyni alþingismanni Sjálfstæðismanna er ekki skemmt: „En alltaf hefur fundist svolítið billegt að afgreiða gagnrýni frá mönnum með mikla þekkingu og reynslu á pólitíska sviðinu á þann veg að þeir eigi að þegja því nú séu komnir nýir tímar sem þeir skynji ekki. Við getum ekki krafist þess að vera látin í friði,“ skrifar Brynjar gætilega á Facebookvegg sinn. En Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari; flokkshollur Sjálfstæðismaður svo af ber, ákaflega handgenginn Davíð Oddssyni, segir hins vegar hreint út það sem „Valhöll“ er að hugsa, ef svo má segja: „Hvernig er það eiginlega með Sjálfstæðisflokkinn, geta þeir ekki druslast til þess að finna almennilegar kellingar á framboðslistana hjá sér, þetta eru eintómar blúndukellingar sem þeir hampa núna, veglausar í samfélaginu og til fárra hluta nýtilegar.“Hvernig er það eiginlega með Sjálfstæðisflokkinn, geta þeir ekki druslast til þess að finna almennilegar kellingar á...Posted by Baldur Hermannsson on Sunday, September 13, 2015 Tengdar fréttir Elín ósátt með Ólaf og Davíð: „Það eru nýir tímar sem þeir skynja ekki nógu vel“ Þingkona Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsetann og forsætisráðherrann fyrrverandi á Facebook. 13. september 2015 11:03 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Ummæli Elínar Hirst, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, hafa fallið í grýttan jarðveg í röðum gegnra og gæfra Sjálfstæðismanna; ummæli þess efnis að komið sé gott með afskipti Davíðs Oddssonar og svo forseta Íslands, Ólafs Ragnar Grímssonar, þá skorti auðmýkt og mættu láta „okkar góða leiðtoga [Bjarna Benediktsson] í friði. Það eru nýjir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Orð Elínar koma að sönnu á óvart, því talið hefur verið að bakland hennar í Sjálfstæðisflokknum liggi einmitt á þessum slóðum, meðal þeirra sem eru og hafa verið handgengnir Davíð Oddssyni, svo sem Birni Bjarnasyni fyrrverandi dómsmálaráðherra og svo Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Má í því sambandi benda á að eiginmaður Elínar, Friðrik Friðriksson, var á sínum tíma kosningastjóri Davíðs.Elín sjálf sögð hafa ekkert til málanna að leggjaNema, margir innmúraðir og innvígðir eru Elínu beinlínis reiðir fyrir þessa ákúru. Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður, skrifar reiðlegan bloggpistil undir fyrirsögninni „Þeir þvælast bara fyrir“ og þykir þessi ábending Elínar alveg úr vegi. Í pistli sínum beinir hann sjónum að Elínu sjálfri og finnst hún vera að henda steinum úr glerhúsi: „Athyglisvert var að sjá þegar farið var yfir störf þingmanna á síðasta þingi að Elín tjáði sig nánast aldrei. Hafði ekkert til málanna að leggja.“Veglausar blúndukerlingar í Sjálfstæðisflokknum Og Brynjari Níelssyni alþingismanni Sjálfstæðismanna er ekki skemmt: „En alltaf hefur fundist svolítið billegt að afgreiða gagnrýni frá mönnum með mikla þekkingu og reynslu á pólitíska sviðinu á þann veg að þeir eigi að þegja því nú séu komnir nýir tímar sem þeir skynji ekki. Við getum ekki krafist þess að vera látin í friði,“ skrifar Brynjar gætilega á Facebookvegg sinn. En Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari; flokkshollur Sjálfstæðismaður svo af ber, ákaflega handgenginn Davíð Oddssyni, segir hins vegar hreint út það sem „Valhöll“ er að hugsa, ef svo má segja: „Hvernig er það eiginlega með Sjálfstæðisflokkinn, geta þeir ekki druslast til þess að finna almennilegar kellingar á framboðslistana hjá sér, þetta eru eintómar blúndukellingar sem þeir hampa núna, veglausar í samfélaginu og til fárra hluta nýtilegar.“Hvernig er það eiginlega með Sjálfstæðisflokkinn, geta þeir ekki druslast til þess að finna almennilegar kellingar á...Posted by Baldur Hermannsson on Sunday, September 13, 2015
Tengdar fréttir Elín ósátt með Ólaf og Davíð: „Það eru nýir tímar sem þeir skynja ekki nógu vel“ Þingkona Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsetann og forsætisráðherrann fyrrverandi á Facebook. 13. september 2015 11:03 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Elín ósátt með Ólaf og Davíð: „Það eru nýir tímar sem þeir skynja ekki nógu vel“ Þingkona Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsetann og forsætisráðherrann fyrrverandi á Facebook. 13. september 2015 11:03