Geir látinn laus á morgun: Enginn Íslendingur fengið jafnþungan dóm Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. september 2015 21:00 Guðrún Friðgeirsdóttir móðir Geirs, Sóley María Kristínardóttir, Geir Gunnarsson Þórisson, Kristín S. Bjarnadóttir og Shelby Thorisson, bróðurdóttir Geirs. Myndin er tekin nú í ágúst þegar mæðgurnar heimsóttu Geir í annað sinn. Vísir/Aðsend Geir Gunnarsson Þórisson, sem hefur setið inni í Bandaríkjunum í sautján ár, lýkur afplánun á morgun. Hann losnar úr Greensville-fangelsinu í Virginíu í fyrramálið klukkan átta að staðartíma eða tólf að íslenskum tíma. „Það verður ótrúlegur léttir fyrir hann að losna út á morgun,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir en hún og fjölskylda hennar hófu að skrifast á við Geir eftir að hann sagði sögu sína í Kastljósinu í ársbyrjun 2007. Kristín og dóttir hennar Sóley María Kristínardóttir hafa ásamt fleirum staðið fyrir fjársöfnun og söfnun á munum í búslóð fyrir Geir.Sjá einnig: Geta ekki beðið eftir að fá Geir heim Geir var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás árið 1998. Hann var sviptur landvistarleyfi í Bandaríkjunum og verður því vísað úr landi von bráðar.Gengur ekki að fá svör um framhaldið Geir fær þó ekki að fara til Íslands strax heldur verður hann fluttur í einhvers konar millibilsfangelsi fyrir fanga sem á að senda úr landi. „Við vitum ekkert hvað honum verður haldið lengi þar áður en honum er sleppt til Íslands, þeir gefa sér allt að fjórar til sex vikur. Það er svo skrýtið að það er ekki hægt að fá nein svör um hvernig aðstaðan er þar eða hvort við megum hafa samband við hann. Við vitum ekki einu sinni hvort verður hægt að hringja í hann eða hvernig heimsóknartímar eru. Bæði sendiráðið og hann sjálfur hafa reynt að fá svör en það er engin svör að fá. Við vitum að hann fær eitt símtal þegar hann kemur á staðinn og þá mun hann hringja í sendiráðið.“Mæðgurnar Kristín Bjarnadóttir og Sóley María Hauksdóttir ferðuðust vestur um haf til að heimsækja Geir í fyrra. Fréttablaðið/DaníelKristín segir söfnun fyrir Geir hafa gengið ágætlega. Safnað hafi verið í nánast fulla búslóð, hann er kominn með tímabundið húsnæði og hefur fengið atvinnutilboð. „Það eru margir velviljaðir sem hafa kynnt sér mál hans og eru tilbúnir til að styrkja hann, annaðhvort með peningum eða með því að leggja til hluti í búslóðina.“Sjá einnig: Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif Geir hefur náð að þroskast og vaxa í erfiðum aðstæðum að sögn Kristínar en hún lýsir honum sem einstaklega jákvæðum manni sem vill láta gott af sér leiða í samfélaginu. „Þetta er merkileg reynsla, enginn Íslendingur hefur setið inni svona lengi okkur vitanlega. Það hefur verið erfitt fyrir hann að búa við svona mikla einangrun og hálfilla meðferð. Fæðið er til dæmis ekki gott enda er sífellt verið að spara þarna úti þegar kemur að föngum.“Samfangar héldu kveðjuhóf Geir hélt lítið kveðjuhóf í dag fyrir hina fangana með veitingum úr sjálfsölum í fangelsinu auk þess sem hinir fangarnir héldu kveðjuhóf fyrir hann í gær. Hann er vel liðinn meðal samfanga sinna. „Maður finnur það,“ segir Kristín. „Ég heimsótti hann óvænt núna í ágúst. Sú heimsókn skipti miklu máli varðandi undirbúninginn fyrir heimkomu hans. Það er svo erfitt að eiga bréfaskipti, þetta tekur allt sinn tíma, allt er ritskoðað og tekur því enn lengri tíma, þannig að það var dýrmætt að geta átt almennilegt spjall um undirbúninginn.“ Sjá einnig: Á heimleið eftir 17 ára fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga braut Kristín dvaldi hjá móður Geirs Guðrúnu Friðgeirsdóttir en hún segir þær eiga gott og náið samband. Móðir Geirs hyggst ferðast með honum til Íslands þegar hann verður sendur úr landi en óljóst er hvenær það verður eins og fyrr segir. „Það verður engin viðhöfn eða neitt slíkt þegar hann kemur til landsins, nánasta fjölskylda mun taka á móti þeim. Hann getur ekki beðið eftir að fá að koma. Það er líka búið að undirbúa hann vel. Honum hafa verið sendar margar úrklippur úr dagblöðum þannig að hann veit mikið um hvað er í gangi hér. Það var svolítið gaman í þessari heimsókn minni núna að hann var betur að sér í sumum málum en ég. Þannig að hann les allt í botn sem hann fær sent og kynnir sér málin.“ Ef fleiri vilja leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða Geir þá er enn tekið við framlögum í Styrktarsjóð Geirs.Kennitala: 630307-0900 Reikningsnúmer: 0515-14-612840 Tengdar fréttir Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif "Við hugsuðum, hann er að brotna. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“ 28. febrúar 2014 08:00 Geta ekki beðið eftir að fá Geir heim "Það er ótrulegt hvernig svona góður maður getur þrifist á svona hræðilegum stað." Þetta segja íslenskar mægður sem heimsóttu fangann Geir Þórisson í Greensville-fangelsið í Virginíu í vikunni. 12. mars 2014 19:30 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Geir Gunnarsson Þórisson, sem hefur setið inni í Bandaríkjunum í sautján ár, lýkur afplánun á morgun. Hann losnar úr Greensville-fangelsinu í Virginíu í fyrramálið klukkan átta að staðartíma eða tólf að íslenskum tíma. „Það verður ótrúlegur léttir fyrir hann að losna út á morgun,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir en hún og fjölskylda hennar hófu að skrifast á við Geir eftir að hann sagði sögu sína í Kastljósinu í ársbyrjun 2007. Kristín og dóttir hennar Sóley María Kristínardóttir hafa ásamt fleirum staðið fyrir fjársöfnun og söfnun á munum í búslóð fyrir Geir.Sjá einnig: Geta ekki beðið eftir að fá Geir heim Geir var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás árið 1998. Hann var sviptur landvistarleyfi í Bandaríkjunum og verður því vísað úr landi von bráðar.Gengur ekki að fá svör um framhaldið Geir fær þó ekki að fara til Íslands strax heldur verður hann fluttur í einhvers konar millibilsfangelsi fyrir fanga sem á að senda úr landi. „Við vitum ekkert hvað honum verður haldið lengi þar áður en honum er sleppt til Íslands, þeir gefa sér allt að fjórar til sex vikur. Það er svo skrýtið að það er ekki hægt að fá nein svör um hvernig aðstaðan er þar eða hvort við megum hafa samband við hann. Við vitum ekki einu sinni hvort verður hægt að hringja í hann eða hvernig heimsóknartímar eru. Bæði sendiráðið og hann sjálfur hafa reynt að fá svör en það er engin svör að fá. Við vitum að hann fær eitt símtal þegar hann kemur á staðinn og þá mun hann hringja í sendiráðið.“Mæðgurnar Kristín Bjarnadóttir og Sóley María Hauksdóttir ferðuðust vestur um haf til að heimsækja Geir í fyrra. Fréttablaðið/DaníelKristín segir söfnun fyrir Geir hafa gengið ágætlega. Safnað hafi verið í nánast fulla búslóð, hann er kominn með tímabundið húsnæði og hefur fengið atvinnutilboð. „Það eru margir velviljaðir sem hafa kynnt sér mál hans og eru tilbúnir til að styrkja hann, annaðhvort með peningum eða með því að leggja til hluti í búslóðina.“Sjá einnig: Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif Geir hefur náð að þroskast og vaxa í erfiðum aðstæðum að sögn Kristínar en hún lýsir honum sem einstaklega jákvæðum manni sem vill láta gott af sér leiða í samfélaginu. „Þetta er merkileg reynsla, enginn Íslendingur hefur setið inni svona lengi okkur vitanlega. Það hefur verið erfitt fyrir hann að búa við svona mikla einangrun og hálfilla meðferð. Fæðið er til dæmis ekki gott enda er sífellt verið að spara þarna úti þegar kemur að föngum.“Samfangar héldu kveðjuhóf Geir hélt lítið kveðjuhóf í dag fyrir hina fangana með veitingum úr sjálfsölum í fangelsinu auk þess sem hinir fangarnir héldu kveðjuhóf fyrir hann í gær. Hann er vel liðinn meðal samfanga sinna. „Maður finnur það,“ segir Kristín. „Ég heimsótti hann óvænt núna í ágúst. Sú heimsókn skipti miklu máli varðandi undirbúninginn fyrir heimkomu hans. Það er svo erfitt að eiga bréfaskipti, þetta tekur allt sinn tíma, allt er ritskoðað og tekur því enn lengri tíma, þannig að það var dýrmætt að geta átt almennilegt spjall um undirbúninginn.“ Sjá einnig: Á heimleið eftir 17 ára fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga braut Kristín dvaldi hjá móður Geirs Guðrúnu Friðgeirsdóttir en hún segir þær eiga gott og náið samband. Móðir Geirs hyggst ferðast með honum til Íslands þegar hann verður sendur úr landi en óljóst er hvenær það verður eins og fyrr segir. „Það verður engin viðhöfn eða neitt slíkt þegar hann kemur til landsins, nánasta fjölskylda mun taka á móti þeim. Hann getur ekki beðið eftir að fá að koma. Það er líka búið að undirbúa hann vel. Honum hafa verið sendar margar úrklippur úr dagblöðum þannig að hann veit mikið um hvað er í gangi hér. Það var svolítið gaman í þessari heimsókn minni núna að hann var betur að sér í sumum málum en ég. Þannig að hann les allt í botn sem hann fær sent og kynnir sér málin.“ Ef fleiri vilja leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða Geir þá er enn tekið við framlögum í Styrktarsjóð Geirs.Kennitala: 630307-0900 Reikningsnúmer: 0515-14-612840
Tengdar fréttir Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif "Við hugsuðum, hann er að brotna. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“ 28. febrúar 2014 08:00 Geta ekki beðið eftir að fá Geir heim "Það er ótrulegt hvernig svona góður maður getur þrifist á svona hræðilegum stað." Þetta segja íslenskar mægður sem heimsóttu fangann Geir Þórisson í Greensville-fangelsið í Virginíu í vikunni. 12. mars 2014 19:30 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif "Við hugsuðum, hann er að brotna. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“ 28. febrúar 2014 08:00
Geta ekki beðið eftir að fá Geir heim "Það er ótrulegt hvernig svona góður maður getur þrifist á svona hræðilegum stað." Þetta segja íslenskar mægður sem heimsóttu fangann Geir Þórisson í Greensville-fangelsið í Virginíu í vikunni. 12. mars 2014 19:30