Innlent

Ný og metnaðarfull hjólreiðaáætlun í Reykjavíkurborg

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
vísir/ernir
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 7. október 2014 að skipa starfshóp til að endurskoða hjólreiðaáætlun borgarinnar. Hlutverk hópsins var að endurskoða áætlunina frá árinu 2010.

Haldið verður áfram að skapa umhverfi sem hvetur til hjólreiða þannig að Reykjavík verði góð hjólaborg. Áframhaldandi uppbygging verður á hjólaleiðum ásamt því að farið verður í fjölbreyttar, mjúkar aðgerðir til að fjölga þeim sem hjóla. 

Í áætluninni, sem ekkih efur verið kynnt en fréttastofan hefur undir höndum, kemur fram að fyrir árið 2020 verður kominn hjólastígur meðfram Bústaðavegi, allt frá Elliðaárdal að Snorrabraut en heildarlengdin verður um 4,7 km.

Þá verður lagður hjólastígur um Elliðaárdal milli Höfðabakka og Reykjanesbrautar. Til stendur að leggja hjólastíg meðfram Kringlumýrabraut milli Bústaðavegar og Laugavegar. Þá verður komin samfelld og greið norður-suður hjólaleið í gegnum borgina allt frá Fossvogsdal í suðri til sjávar í norðri. 

Til stendur að kynna áætlunina á sérstakri ráðstefnu um hjólreiðar í Smáralind á föstudag. Eftir það verður hún lögð fyrir borgarráð fyrstu vikuna í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×