Fleiri fréttir

Eigandi hundaskólans segir atvikið slys

Ásta Dóra Ingadóttir segir ekkert líkt því sem gerðist í seinustu viku hafa komið upp í hundaskólanum þau 25 ár sem hún hefur rekið hann.

Hraunið komið yfir veginn

Samkvæmt jarðvísindamönnum á vettvangi dregur ekkert úr gosinu og er virknin enn mjög mikil.

Berjast gegn kynferðisbrotum gegn börnum

Rúmlega 700 starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar hafa sótt námskeiðið Verndarar barna sem hefur það að markmiði að auka vitund fólks á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum.

Telja sig vita hver böðullinn er

Yfirvöld í Bandaríkjunum telja sig hafa náð að bera kennsl á böðulinn sem sést á myndböndum afhöfða tvo bandaríska fréttamenn og breskan hjálparstarfsmann.

ESB telur að 3000 Evrópubúar berjist með ISIS

Evrópusambandinu telst til að fjöldi evrópskra ríkisborgara sem berjist núna með hinu íslamska ríki í Írak og í Sýrlandi telji nú um þrjúþúsund manns. Þetta kemur fram í Gilles de Kerchove sem fer með hryðjuverkamál innan sambandsins í samtali við BBC.

Síldarvertíð að ljúka

Vertíðinni í Norsk-íslensku síldinni er um það bil að ljúka og eru þó nokkur skip þegar búin með kvóta sína.

Kúluskítur birtist óvænt í Ástralíu

Hingað til hefur hann einungis verið að finna við tvö stöðuvötn í heiminum – við Mývatn og Akanvatn í Japan. Þó er hann nánast uppurinn í Mývatni.

Afhenti lögreglu vegabréf þýska ferðamannsins

Ekkert hefur enn spurst til þýska ferðamannsins, sem síðast sást í Breiðuvík á Vestfjörðum fyrir rúmri viku. Ekki var hægt að leita á svæðinu í gær vegna óveðurs og veður er enn vont fyrir vestan þannig að enn er allt óvíst með leit í dag.

Gosvirkni enn í fullum gangi

Ekkert lát er á hraunrennslinu og hefur Volcano Discovery vefsíðan reiknað út að rennslið fylli tening, sem er 300 metar á hvern kant, á hverjum sólarhring.

Öskufalli gæti fylgt vatnsskortur

Samræmd viðbragðsáætlun fyrir Austurland vegna jarðhræringa í og við Vatnajökul er í smíðum. Horft er sérstaklega til gasmengunar og öskufalls. Vatnsskortur í kjölfar öskufalls er mikið áhyggjuefni. Mengunarmælanet sem nær til alls landsins er í burðarliðnum.

Sorglegt segir borgarstjóri um viðhorf nágranna til sambýlis í Austurbrún

Borgarstjórinn í Reykjavík segir sorglegt ef íbúar í Vesturbrún og Austurbrún telji að verðmæti húsa þeirra lækki ef byggt verður hús fyrir fjölfatlaða á svæðinu. Einn íbúinn, Jóhann G. Jóhannsson, segir hins vegar að það sé bygging á þessum stað og skerðin á grænum svæðum sem mótmælt sé enn ekki starfsemin í húsinu.

Viðræður um sjóböð við Húsavíkurhöfða

Félagið Sjóböð efh. sem sækist eftir að koma upp og reka aðstöðu við norðan og austan við vitann á Húsavíkurhöfða er að hefja viðræður við bæjaryfirvöld í Norðurþingi um lóð og nauðsynlegar breytingar á skipulagi.

Spennan magnast í Spennistöðinni

Opna á félags- og menningarmiðstöðina Spennistöðina við Austurbæjarskóla fljótlega. Í október fær skóla- og frístundasvið Reykjavíkur til umráða húsið sem borgin keypti af Orkuveitunni árið 2012. Opna á húsið með mikilli hverfishátíð.

Enn bólar ekkert á náttúrupassanum

Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa vilja til samstarfs um leiðir til innheimtu gjalda af ferðaþjónustunni til uppbyggingar innviða hennar. Jón Gunnarsson með efasemdir um náttúrupassann.

Ætlar ekki að biðja neytendur afsökunar strax

"Mjólkursamsalan á allt undir velvild og tryggð og trúnaði við neytendur. Ef fyrirtækinu verður á í messunni þá vitaskuld biðst það afsökunar. Við teljum hins vegar að Samkeppnisefitrlitið hafi í þessu máli farið villu vegar,“ segir Einar Sigurðsson forstjóri MS.

Sjá næstu 50 fréttir