Fleiri fréttir

Eiginmaðurinn leiddur grátandi út af lögreglu

Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana, neitar sök. Hjónunum er lýst sem venjulegu fjölskyldufólki. Vinur þeirra hringdi í Neyðarlínuna.

Þjóðkirkjuprestar undrast bæn um fóstureyðingar

Bænaskrá sem gefin var út fyrir Kristsdag sem haldinn var í Hörpu vakti undrun. Í einni bæninni var beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga. Þjóðkirkjuprestur segir sláandi að verið sé að opna slíkt samtal.

Stormurinn nær hámarki skömmu fyrir hádegi

SA-stormur gengur austur yfir landið í dag. Mest verður veðurhæðin vestanlands og þar nær vindstyrkur hámarki skömmu fyrir hádegi, en eftir hádegi tekur veðrið að ganga niður.

Ruddist inn á heimili og neitaði að fara

Karlmaður í mjög annarlegu ástandi ruddist inn í íbúð til ókunnugra í austurborginni á tíunda tímanum í gærkvöldi og harðneitaði að fara þaðan út. Húsráðendur hringdu í lögreglu, sem handtók manninn og vistaði í fangageymslum.

22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt

Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram.

Stormur um allt land

Veðurstofan og Almannavarnir vara við að vindhraði getið farið allt upp í 50 metra á sekúndu á þekktum vindasvæðum á Suður- og Vesturlandi í dag, en að mjög hvasst verði líka annarsstaðar á landinu og mikil rigning suðaustanlands.

Rifu niður styttu af Lenín

Þjóðernissinnar í borginni Kharkiv í Úkraínu rifu niður styttu af Lenín í dag, en héraðsstjóri svæðisins samþykkti eyðileggingu styttunnar.

„Monster“ trukki ekið inn í mannþvögu

Tveir létust og átján manns slösuðust, þar af sex alvarlega, þegar svokölluðum "monster“ trukki var ekið út fyrir keppnisbraut á árlegri bílasýningu í Hollandi.

„Við erum að svíkja þessi börn“

"Þetta er hópur sem skólakerfið er að svíkja“, segir Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla um börn sem eru komin í fíkniefnaneyslu og að úrræði skorti alveg til að koma börnunum til hjálpar.

Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi.

„Virkilega vinalegt og gott fólk“

Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi.

Talinn hafa kyrkt konuna

Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum.

Búast má við gasmengun austanlands

Gosvirkni í Holuhrauni er svipuð og verið hefur. Þrír skjálftar yfir 3 að stærð síðasta sólarhringinn, sá stærsti í gærkvöldi upp á 5,2.

Þrjátíu fjallgöngumenn látnir

Staðfest er að þrjátíu manns hafi látist eftir að hafa orðið innlyksa í hlíðum japanska eldfjallsins Ontake vegna eldgoss sem hófst þar í gær.

„Eins og að vera kominn öld aftur í tímann“

Ástand vega á Vestfjörðum er afar slæmt, segir Sturla Páll Sturluson, íbúi á Ísafirði. Hann segir erlenda ferðamenn steinhissa á ástandinu og að þeir séu jafnvel hræddir við að keyra um.

Fréttamaður RÚV fær ekki að áfrýja

Hæstiréttur Íslands hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Önnu Kristínar Pálsdóttur, fréttamanns á RÚV, í meiðyrðarmáli gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara.

Skipverji á Reykjafossi slasaðist

Maðurinn mjaðmargrindarbrotnaði og er talinn með innvortis blæðingar. Danska þyrlan Triton kemur með manninn til Reykjavíkur um miðnætti.

Sjá næstu 50 fréttir