Fleiri fréttir

Frambjóðandi lofar betra veðri í Reykjavík

Frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lofar betra veðri í höfuðborginni. Til þess þarf að planta trjám í hlíðum Esjunnar og einnig í kringum úthverfi borgarinnar.

Gjöld á reykvískt barnafólk hækka

Leikskólagjöld hækka um allt að 11,5 prósent samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Mesta hækka gjöldin á einstæða foreldra og öryrkja. Skólamáltíðir hækka um eitt þúsund krónur, 15,2 prósent.

Þrettándi íslenski stórmeistarinn

Hjörvar Steinn Grétarsson varð stórmeistari í skák um helgina, aðeins tuttugu ára gamall. Hann er þrettándi íslenski stórmeistarinn og sá næst yngsti sem hlotið hefur tiltilinn. María Lilja Þrastardóttir tefldi við Hjörvar í dag.

Noregur og Ísland auki samstarf um EES

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í kvöld fund með Vidar Helgesen, nýskipuðum ráðherra Evrópumála og málefna Evrópska efnahagssvæðisins.

Dauft yfir íslensku efnahagslífi

Samkvæmt nýrri hagspá Alþýðusambands Íslands er dauft yfir íslensku efnahagslífi. Hagvöxtur verður lítill á næstunni og ekki næst að vinna bug á atvinnuleysi eða ná sama kaupmætti og fyrir hrun.

Ekki mögulegt fyrir lágtekjufólk að veikjast á Íslandi

Einstæð móðir sem sem greindist með krabbamein í fyrra verður borin út úr húsnæði sínu í næsta mánuði ef fer sem horfir. Hún hefur ekki getað borgað leigu síðan hún veiktist og segir heilbrigðiskerfið meingallað.

Tollverðirnir á batavegi

Líðan tollvarðanna sem fluttir voru á Landspítalann í Fossvogi í dag vegna gruns um eiturefnaeitrun er stöðug og eru þeir á batavegi að sögn hjúkrunarfræðings á Landspítalanum.

Skotheldur snjallsími bjargar lífi manns

Það varð bensínafgreiðslumanni í Flórída til happs að hann var með farsímann sinn í brjóstvasa skyrtu sinnar þegar maður vopnaður byssu skaut hann í brjóstið. Vopnaði maðurinn gerði tilraun til þess að ræna bensínstöðina þar sem maðurinn var að störfum. Atvikið átti sér stað í úthverfi Orlando í gær.

"Eilíft stríð og hvergi friður“

Jón Gnarr borgarstjóri ætlar að tilkynna í fyrramálið hvort hann ætli að gefa kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum. Ekki er vitað hvað hann ætlar að gera.

Smokkar til sölu í háskólanum

Félagsstofnun stúdenta hefur opnað lítið kaupfélag inni í Bóksölu stúdenta á háskólatorgi. "Við erum að opna nýjar deildir. Kaffihús og svo kaupfélagið þar sem við seljum ýmsar gagnlegar, skemmtilegar og nauðsynlegar vörur,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta.

Leigubílstjórinn ók of hratt

Leigubílstjórinn sem keyrði á Dagnýju Grímsdóttir, 26 ára íslenska konu í Kaupamannahöfn aðfaranótt 20. október síðastliðinn með þeim afleiðingum að hún lést af sárum sínum, var á alltof miklum hraða segir, Jesper Lotz hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn.

Blind stelpa vekur athygli fyrir söng sinn

Joyce Jimenez ellefu ára blind stelpa frá Filippseyjum hefur vakið mikla athygli fyrir flutning sinn á laginu Wrecking Ball sem Miley Cyrus gaf út í haust.

Vegglistaverk í Fellunum afhjúpað

Listasafn Reykjavíkur afhjúpaði síðastliðinn laugardag vegglistaverkið Birtingamynd eftir Theresu Himmer sem prýðir vegg fjölbýlishússins að Jórufelli 2 til 12 í Breiðholti.

Barnafjölskylda missir allt sitt

Barnafjölskylda missir allt sitt og Drómi hf. tapar meiru en nauðsynlegt er, skrifar Björn Steinbekk Kristjánsson framkvæmdarstjóri í grein sinni í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, Drómi tapar peningum í dag.

Hraunavinir funduðu með bæjarstjóra Garðabæjar

"Það gerðist nú ekki mikið,“ segir Reynir Ingibjartsson, einn af forsvarsmönnum Hraunavina sem fóru á fund bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnars Einarssonar, í ráðhúsi Garðabæjar í gær.

Ætla að kæra Tal og Flix til lögreglunnar

Smáís hyggst kæra fyrirtækin Flix.is og Tal til lögreglunnar fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Segja tæknilausnir fyrirtækjanna klárt brot á höfundarréttarlögum.

Lögregla mun verða sýnilegri

Lögreglan í Ósló í Noregi ætlar að auka eftirlit á götum úti vegna fjölda rána í borginni að undanförnu.

Flokkspólitísk heift Láru Hönnu

Björn Bjarnason segir að heift Láru Hönnu Einarsdóttur í garð Gísla Marteins Baldurssonar einkennist af flokkspólitík -- "að sjálfsögðu“ .

Fyrstu göngin sem tengja Evrópu og Asíu

Lestargöng sem liggja undir Bospórusund í Tyrklandi verða opnuð síðar í dag. göngin eru þau fyrstu sem grafin hafa verið á milli heimsálfa, en Bospórusundið liggur á milli Evrópu og Asíu.

Þrýstingur eykst á Obama vegna hlerana NSA

Vaxandi þrýstingur er nú á forseta Bandaríkjanna að hann útskýri betur hinar umfangsmiklu hleranir Þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA, og hvernig geti staðið á því að sjálfur forsetinn hafi ekki vitað hve víðtækar aðgerðirnar hafa verið.

Stormurinn stefnir nú á Eystrasaltslöndin

Sex fórust í í Þýskalandi, fimm á Bretlandseyjum og í Danmörku lést einn og tugir eru slasaðir. Nú stefnir óveðurslægðin nú á Eystrasaltsríkin. Vindhraðinn fór upp í 54 metra á sekúndu á einni mælistöð í Danmörku, sem er met frá upphafi mælinga þar í landi. Vegir lokuðust víða í Danmörku og síðan í Suður Svíþjóð og í báðum löndum trufluðust lestarsamgöngur þannig að fjöldi farþega þurfti að hafast við í lestum fram á nótt. Lestarasmgöngur komast ekki í samt lag fyrr en líður á daginn.

Mæðrastyrksnefnd fær margfalt meira

Á árunum 2004 til 2012 munar 35 milljónum á opinberum framlögum til Mæðrastyrksnefndar annars vegar og Fjölskylduhjálpar Íslands hins vegar. Fjölskylduhjálpin er stærst hjálparsamtaka sem aðstoða fátækt fólk að sögn formanns.

Norðmenn fá fornrit að gjöf

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra afhenti Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna.

Vantar meira húsnæði og betra net

"Efling ferðaþjónustu veltur á lengingu ferðamannatímans og í landbúnaði eru margvísleg tækifæri í fullvinnslu og markaðssetningu afurða,“ segir um niðurstöður íbúaþings í Skaftárhreppi um eflingu atvinnu á svæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir