Innlent

Tollverðirnir verða ekki fyrir varanlegum skaða

Varðstjóri hjá slökkviliðinu sem tók á móti útkallinu frá slysadeild í dag segir að ekki sé búist við því að tollverðirnir hafi orðið fyrir varanlegum skaða. Hann segist ekki vita til þess að nokkuð þessu líkt hafi komið upp áður.

„Í þessari flösku var að öllum líkindum amfetamínbasi, grunnur sem er notaður til framleiðslu þessara eiturlyfja. Þetta slettist á starfsfólkið, tollverði og lögreglumann. Þeir eru sendir til Reykjavíkur á slysadeild til skoðunnar,“ segir Þórður Bogason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

„Líðan mannanna er ágæt. Þeir voru skolaðir og fötin hreinsuð. Í kjölfarið fóru þeir í læknisskoðun. Við teljum að þetta muni ekki hafa varanleg áhrif á þá. Viðbrögð voru hárrétt, fólkið var sent beint á slysadeild og við teljum að þetta hafi farið vel.“


Tengdar fréttir

Tollverðirnir á batavegi

Líðan tollvarðanna sem fluttir voru á Landspítalann í Fossvogi í dag vegna gruns um eiturefnaeitrun er stöðug og eru þeir á batavegi að sögn hjúkrunarfræðings á Landspítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×