Fleiri fréttir

Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir

Fyrirtaka fór fram í gær í máli Guðjóns Þórðarsonar, fyrrum landsliðsþjálfara, gegn knattspyrnudeild Grindavíkur í Héraðsdómi Reykjaness. Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir króna vegna vangoldinna launa.

Vilja klára byggingu nýs Landspítala

Tíu þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut og hefja byggingu hans strax að því loknu.

Leggja til að efnt verði til þjóðarátaks um byggingu nýs spítala

Kristján L. Möller, Samfylkingu, Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð, eru fyrstu flutningsmenn tillögu til þingsályktunar um að lokið verði eins fljótt og unnt er undirbúningi að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

Endurskoða lög vegna myglusveppa

Þrettán þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga og reglna með tilliti til myglusveppa og tjóns af völdum þeirra. Lagt er til að skipaður verði sérstakur starfshópur til að endurskoða lögin.

Vilja auka ánægju með skólamáltíðir

Níu af hverjum tíu nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar eru í mataráskrift, eða 12.168 börn og um 6.000 börn fá daglega máltíð úr mötuneytum leikskólanna. Færri foreldrar nemenda í grunnskóla en í leikskóla eru ánægðir með þann mat sem er í boði.

Hefja viðræður um Sundabraut

Samþykkt var á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær að hefja viðræður við ríkið um Sundabraut.

Þriðjungur lögreglukvenna þolendur kynferðislegrar áreitni

Um þriðjungur lögreglukvenna töldu sig vera þolendur kynferðislegrar áreitni í lögreglunni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra og Háskóli Íslands gerðu á vinnumenningu starfandi lögreglumanna.

Navalní fer ekki í fangelsi

Dómstóll í Rússlandi hefur ákveðið að skilorðsbinda fangelsisdóm eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar.

Bakarameistarinn vildi alls ekki baka nein vandræði

"Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu,“ segir Sigþór Sigurjónsson, í Bakarameistaranum. Auglýsing frá fyrirtækinu var sýnd á meðan landsliðið fangaði sæti í umspili á HM.

Skæður fellibylur í Japan

Að minnsta kosti þrettán fórust og um fimmtíu manns er saknað eftir að öflugur fellibylur gekk yfir eyjuna Izu Oshima suður af Tókíó, höfuðborg Japan.

Allt brjálað í Brasilíu

Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í tveimur stærstu borgum Brasilíu í nótt, Ríó de Janeiro og Saó Paulo.

Skólafrí barna valda streitu á mörgum heimilum

Grunnskólabörn í Reykjavík byrja í þriggja daga vetrarfríi á föstudag. Orlofsdagar foreldra eru mun færri en skólafrídagar grunnskólabarna. Formaður Félags grunnskólakennara segir fríin ekki fyrir kennara og framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir atvinnulífið þurfa að taka aukið tillit til skólastarfs og foreldra.

10% skattur á nettóeign heimila

Hagfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa reiknað út að til þess að skuldir Evrópu lækki og verði jafnháar og þær voru í lok ársins 2007 þurfi 10 prósenta eins skiptis skatt á nettóeign heimila.

Bílvelta á Hellisheiði

Jeppabifreið valt á Hellisheiði, eða efst í Hveradalsbrekkunni um sex leytið í morgun. Varað við hálku.

376 kirkjur og bænahús kortlögð

Á heimasíðunni kirkjukort.net er fólki kleyft að skoða staðsetningu, myndir og upplýsingar um 376 kirkjur og bænahús á Íslandi. Að síðunni standa þeir Þórarinn Örn Andrésson og Andrés Ásgeir Andrésson og kviknaði hugmyndin út frá ferðalögum þeirra um Ísland þar sem víðsvegar má sjá kirkjur og bænahús.

Þjálfunartæki frá fiskþurrkun

Forsvarsmenn fiskþurrkunarfyrirtækisins Klofnings á Suðureyri hafa fært sjúkraþjálfun Landspítala á Grensásdeild nýtt þjálfunartæki að gjöf.

Sýrlensk börn fá neyðaraðstoð

Borgarstjórn samþykkti samhljóða að veita sem svarar 100 krónum á hvert barn í Reykjavík til hjálparstarfs vegna yfirstandandi hörmunga í Sýrlandi.

Fjöldagreftrun flóttamanna

Fjöldi óþekktra flóttamanna lét lífið við strendur Ítalíu á dögunum þegar kviknaði í báti fullum af flóttamönnum frá Erítreu og Sómalíu með þeim afleiðingum að hann sökk.

Tvær nýjar ákærur sameinaðar Stokkseyrarmálinu

Tveir sakborninganna ákærðir, annar fyrir að hafa skallað mann fyrir utan skemmtistaðinn Faktorý og fíkniefnaakstur og hinn fyrir að skalla og bíta fyrrverandi tengdaföður sinn og dælda bíl hans.

Sameini ekki á Vestfjörðum

Bæjarráð Ísafjarðar leggst eindregið gegn sameiningu heilbrigðisstofnana á Patreksfirði og Ísafirði.

Tók fyrstu myndina ellefu ára af vinkonum

Agnes Heiða Skúladóttir sem sigraði í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins stofnaði ásamt vinkonum sínum ljósmyndaklúbbinn ÁLFkonur en hástafirnir standa fyrir "áhugaljósmyndarafélag“.

Hundadeilum í fjölbýlishúsum fjölgað

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segja að deilum vegna hundahalds í fjölbýlishúsum hafi fjölgað eftir að lögum var breytt. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir ákveðna óvissu uppi með lögin um dýrahald.

Órökstudd upplýsingasöfnun

Persónuvernd telur að enn vanti rökstuðning stjórnvalda fyrir nauðsyn upplýsingasöfnunar vegna nýrra laga þar sem kveðið er á um heimild til öflunar persónugreinanlegra fjárhagsupplýsinga.

Myndi aldrei selja medalíuna

"Menn geta vissulega verið í slíkum fjárhagsvandræðum að þeir þurfi að selja en það hlýtur að vera hreint neyðarúrræði“

Börn af erlendum uppruna líklegri fórnarlömb eineltis

Ný rannsókn sýnir að börn af erlendum uppruna eru líklegri til að vera þolendur og jafnframt gerendur eineltis en íslensk börn. Mikill munur er þar á. Erlend börn standa verr félagslega og eiga erfiðara með að eignast vini.

Karlar í lögreglunni vantreysta konunum

Karlkyns lögreglumenn eru oft ekki tilbúnir að viðurkenna kvenkyns samstarfsmenn sína sem jafninga. Þetta er niðurstaða viðamikillar rannsóknar sem Ríkislögreglustjóri lét vinna á stöðu kvenna innan lögreglunnar.

Ekki sást vel til norðurljósa

Slökkt var á ljósum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið í kvöld eins og fram hefur komið á Vísi. Ljós voru einnig slökkt á Akranesi.

Myndi ekki vilja sleppa glösum

Fjögurra ára leikskólabörnum, sem heimsóttu Þjóðminjasafnið á dögunum, þóttu ævagamlar beinagrindur mest spennandi. Þau voru ekki sérlega áhugasöm um að taka upp forna lífshætti, eins og nota horn sem drykkjarmál. "Ég myndi ekki vilja sleppa glösum," sagði Aníta 4 ára. Þjóðminjasafnið tekur árlega á móti um fjórtán þúsund leikskóla- og grunnskólanemendum í safnakynningu.

Amma ekur inn í þvottastöð fyrir mistök

Amma í Bretlandi slapp án meiðsla eftir að hafa ekið inn í bílaþvottastöð fyrir mistök, hún ætlaði að keyra út af bílastæði stórmarkaðs þar sem hún hafði nýlokið við að versla. Þetta kemur fram á Daily Mail.

Sjá næstu 50 fréttir