Börn af erlendum uppruna líklegri fórnarlömb eineltis Elimar Hauksson skrifar 16. október 2013 07:00 Um fimm prósent íslenskra barna segjast hafa orðið þolendur eineltis. Mynd/ap Börn af erlendum uppruna eru mun líklegri en íslensk til að verða fyrir einelti. Þetta sýnir ný doktorsrannsókn sem fjallar um vina- og félagasamskipti barna af íslenskum og erlendum uppruna. Rannsóknin er hluti af doktorsrannsókn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur við Leiden-háskóla í Hollandi. Hún hlaut á dögunum styrk frá styrktarsjóði Margaret og Bent Scheving Magnússonar en Háskóli Íslands sér um úthlutunina. „Hluti af mínu verkefni er að skoða einelti í þessum hópi sérstaklega. Því miður kemur fram að töluvert algengara er að börn af erlendu bergi brotin séu þolendur og jafnframt eru þau gerendur eineltis í meiri mæli en íslensk. Það er hærra hlutfall þeirra í öllum hópum sem rannsakaðir voru,“ segir Eyrún. Í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar voru fjórir hópar aðgreindir eftir því hvort tungumálið á heimilinu var íslenska, pólska, asískt mál (víetnamska, filippseysk mál og taílenska) eða vesturevrópskt mál. Eyrún segir rannsókninni ekki lokið en hún er meðal annars að skrifa um einelti, auk þess sem hún kannar þætti eins og líðan í skólanum, lífsánægju, vanlíðan og hvernig hópurinn upplifir stuðning frá foreldrum og vinum að ógleymdu einelti. „Niðurstöðurnar benda til þess að asísku börnin standi verst að vígi þegar litið er til þessara þátta. Auk þess er hæsta hlutfall þeirra sem eru bæði þolendur og gerendur í einelti asísk börn eða fjórtán prósent,“ segir Eyrún. Um það bil tvö prósent íslenskra barna sögðust leggja önnur börn í einelti en rúmlega ellefu prósent pólskra barna greindu frá að þau væru gerendur. Rannsóknin sýnir einnig að minni stuðnings gætir frá vinum og foreldrum og upplifun á bekkjarbrag er neikvæðari hjá börnum af erlendum uppruna en íslenskum. Reyndist upplifun asískra barna þar vera verst. „Það virðist margt benda til þess að börn sem eru af erlendu bergi brotin standi auk þess verr að vígi en þau íslensku í félagasamskiptum og eigi jafnframt erfitt með að eignast íslenska vini,“ segir Eyrún María. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Börn af erlendum uppruna eru mun líklegri en íslensk til að verða fyrir einelti. Þetta sýnir ný doktorsrannsókn sem fjallar um vina- og félagasamskipti barna af íslenskum og erlendum uppruna. Rannsóknin er hluti af doktorsrannsókn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur við Leiden-háskóla í Hollandi. Hún hlaut á dögunum styrk frá styrktarsjóði Margaret og Bent Scheving Magnússonar en Háskóli Íslands sér um úthlutunina. „Hluti af mínu verkefni er að skoða einelti í þessum hópi sérstaklega. Því miður kemur fram að töluvert algengara er að börn af erlendu bergi brotin séu þolendur og jafnframt eru þau gerendur eineltis í meiri mæli en íslensk. Það er hærra hlutfall þeirra í öllum hópum sem rannsakaðir voru,“ segir Eyrún. Í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar voru fjórir hópar aðgreindir eftir því hvort tungumálið á heimilinu var íslenska, pólska, asískt mál (víetnamska, filippseysk mál og taílenska) eða vesturevrópskt mál. Eyrún segir rannsókninni ekki lokið en hún er meðal annars að skrifa um einelti, auk þess sem hún kannar þætti eins og líðan í skólanum, lífsánægju, vanlíðan og hvernig hópurinn upplifir stuðning frá foreldrum og vinum að ógleymdu einelti. „Niðurstöðurnar benda til þess að asísku börnin standi verst að vígi þegar litið er til þessara þátta. Auk þess er hæsta hlutfall þeirra sem eru bæði þolendur og gerendur í einelti asísk börn eða fjórtán prósent,“ segir Eyrún. Um það bil tvö prósent íslenskra barna sögðust leggja önnur börn í einelti en rúmlega ellefu prósent pólskra barna greindu frá að þau væru gerendur. Rannsóknin sýnir einnig að minni stuðnings gætir frá vinum og foreldrum og upplifun á bekkjarbrag er neikvæðari hjá börnum af erlendum uppruna en íslenskum. Reyndist upplifun asískra barna þar vera verst. „Það virðist margt benda til þess að börn sem eru af erlendu bergi brotin standi auk þess verr að vígi en þau íslensku í félagasamskiptum og eigi jafnframt erfitt með að eignast íslenska vini,“ segir Eyrún María.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira