Skólafrí barna valda streitu á mörgum heimilum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. október 2013 08:00 Grunnskólabörn eru rúma tuttugu daga á ári í fríi fyrir utan sumarfrí og lögbundin frí. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ólafur Loftsson „Vetrarfrí eru ekki fyrir kennara. Ég er viss um að fjölmargir kennarar myndu vilja skoða það að breyta vetrarfríunum,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Á föstudag hefst þriggja daga vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Ólafur segir skóla- og frístundasvið hafa tekið ákvörðun um miðlægt vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Skólastjórnendur hafi ekkert um fríið að segja og hafi ekki val um hvort eða hvenær fríið er tekið. „Það er lögbundið að börnin eigi að vera í skóla 170 til 180 daga á ári. Kennsludögum hefur ekki fækkað heldur lengja fríin skólaárið. Ef við slepptum vetrarfrídögum færu börnin fyrr í sumarfrí.“ Ólafur segir að vissulega komi fyrirspurnir frá foreldrum um frídaga á skólaárinu sem stundum valdi streitu á heimilinu. Ástæðan er að almennt geta foreldrar ekki tekið frí frá vinnu á þessum dögum. „Vetrarfrí ganga vel í nágrannalöndunum því þar er hefð fyrir að fjölskyldan fari í frí saman. Hér á Íslandi fær maður stundum á tilfinninguna að þetta sé spurning um hver eigi heilsuhraustustu ömmuna upp á pössun,“ segir Ólafur.Hrefna SigurjónsdóttirHrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, tekur undir orð Ólafs og segir að þrátt fyrir að börnin hafi gott af því að fá frí frá náminu virðist íslenskt samfélag ekki vera búið undir vetrarfrí. „Auðvitað langar foreldra til að taka vetrarfrí með börnunum sínum og eiga dásamlegan tíma en því miður hafa ekki allir tök á því. Flestir foreldrar eru útivinnandi og verðmætir starfskraftar og mögulega ekki vel séð að þeir taki frí ef þeir eiga þá rétt á því. Skólakerfið og atvinnulífið tala ekki nógu vel saman. Ég myndi vilja sjá atvinnulífið þróast í takt við skólana og koma til móts við foreldra,“ segir Hrefna. Hrefna segir umræðuna um vetrarfrí og fjölda starfsdaga koma upp ár eftir ár. „Það er löngu tímabært að þetta vetrarleyfi þjóni tilgangi sínum, að það verði góður tími fyrir fjölskylduna. Við þurfum að horfa til Norðurlanda, þar sem það þykir sjálfsagt og eðlilegt að taka frí með börnunum, og sjá hvernig þetta er skipulagt.“Á meðfylgjandi töflu eru frídagar grunnskólabarna teknir saman ásamt orlofsdögum foreldis. Þetta eru ekki lögbundnir frídagar eða svokallaðir rauðir dagar heldur frí á virkum dögum þegar foreldrar eiga almennt ekki frí frá vinnu. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Ólafur Loftsson „Vetrarfrí eru ekki fyrir kennara. Ég er viss um að fjölmargir kennarar myndu vilja skoða það að breyta vetrarfríunum,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Á föstudag hefst þriggja daga vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Ólafur segir skóla- og frístundasvið hafa tekið ákvörðun um miðlægt vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Skólastjórnendur hafi ekkert um fríið að segja og hafi ekki val um hvort eða hvenær fríið er tekið. „Það er lögbundið að börnin eigi að vera í skóla 170 til 180 daga á ári. Kennsludögum hefur ekki fækkað heldur lengja fríin skólaárið. Ef við slepptum vetrarfrídögum færu börnin fyrr í sumarfrí.“ Ólafur segir að vissulega komi fyrirspurnir frá foreldrum um frídaga á skólaárinu sem stundum valdi streitu á heimilinu. Ástæðan er að almennt geta foreldrar ekki tekið frí frá vinnu á þessum dögum. „Vetrarfrí ganga vel í nágrannalöndunum því þar er hefð fyrir að fjölskyldan fari í frí saman. Hér á Íslandi fær maður stundum á tilfinninguna að þetta sé spurning um hver eigi heilsuhraustustu ömmuna upp á pössun,“ segir Ólafur.Hrefna SigurjónsdóttirHrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, tekur undir orð Ólafs og segir að þrátt fyrir að börnin hafi gott af því að fá frí frá náminu virðist íslenskt samfélag ekki vera búið undir vetrarfrí. „Auðvitað langar foreldra til að taka vetrarfrí með börnunum sínum og eiga dásamlegan tíma en því miður hafa ekki allir tök á því. Flestir foreldrar eru útivinnandi og verðmætir starfskraftar og mögulega ekki vel séð að þeir taki frí ef þeir eiga þá rétt á því. Skólakerfið og atvinnulífið tala ekki nógu vel saman. Ég myndi vilja sjá atvinnulífið þróast í takt við skólana og koma til móts við foreldra,“ segir Hrefna. Hrefna segir umræðuna um vetrarfrí og fjölda starfsdaga koma upp ár eftir ár. „Það er löngu tímabært að þetta vetrarleyfi þjóni tilgangi sínum, að það verði góður tími fyrir fjölskylduna. Við þurfum að horfa til Norðurlanda, þar sem það þykir sjálfsagt og eðlilegt að taka frí með börnunum, og sjá hvernig þetta er skipulagt.“Á meðfylgjandi töflu eru frídagar grunnskólabarna teknir saman ásamt orlofsdögum foreldis. Þetta eru ekki lögbundnir frídagar eða svokallaðir rauðir dagar heldur frí á virkum dögum þegar foreldrar eiga almennt ekki frí frá vinnu.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira