Innlent

Sameini ekki á Vestfjörðum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vestfirðingar vilja ekki heilsugæslu undir eina stjórn.
Vestfirðingar vilja ekki heilsugæslu undir eina stjórn.
„Eins og samgöngum er háttað í dag gætu Patreksfjörður og Ísafjörður allt eins verið hvor í sínum landsfjórðungnum níu mánuði ársins,“ segir bæjarráð Ísafjarðar sem leggst eindregið gegn sameiningu heilbrigðisstofnana á þessum stöðum.

„Ekki er hægt að sjá að fjarstýring heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði frá Ísafirði leiði til styrkari stjórnar, aukins sjálfstæðis eða betri, öruggari og sveigjanlegri þjónustu við íbúana,“ segir bæjarráðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×