Innlent

Meirihluti vill klára viðræður

Elimar Hauksson skrifar
Meirihluti Íslendinga eru andvígir því að Ísland gangi í ESB en vilja þó klára aðildarviðræður.
Meirihluti Íslendinga eru andvígir því að Ísland gangi í ESB en vilja þó klára aðildarviðræður. mynd/afp

Tæplega 52% Íslendinga vilja að Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið en 35% að þeim verði slitið. Þá vilja 14% að gert verði hlé á viðræðunum en þetta kemur fram kemur í nýrri könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína stóð fyrir.

Fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu vilja halda viðræðunum áfram en þeir sem búa utan þess. Mest er andstaðan í Norðvesturkjördæmi.

Þá kemur fram að tveir af hverjum þremur kosningabærum Íslendingum vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna en um þriðjungur vill hana ekki.

Rétt rúmur helmingur Íslendinga, næstum 51% er andvígt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en rúmlega 28% eru því hlynnt. Þá kemur fram að kjósendur Samfylkingarinnar eru hlynntastir Evrópusambandsaðild en kjósendur Framsóknarflokksins andvígastir. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.