Innlent

Órökstudd upplýsingasöfnun

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Hagstofunni veittar víðtækar heimildir til upplýsingasöfnunar.
Hagstofunni veittar víðtækar heimildir til upplýsingasöfnunar.
Persónuvernd telur að enn vanti rökstuðning stjórnvalda fyrir nauðsyn upplýsingasöfnunar vegna nýrra laga þar sem kveðið er á um heimild til öflunar persónugreinanlegra fjárhagsupplýsinga.

Samkvæmt frumvarpi til breytinga á lögum um Hagstofu Íslands verður Hagstofunni heimiluð víðtæk söfnun upplýsinga um útlán til einstaklinga vegna hagskýrslugerðar og til að nota við mótun aðgerða í þágu skuldugra heimila.

Áður hafði verið komið til móts við athugasemdir Persónuverndar um hvernig öryggis yrði gætt við vinnsluna, auk þess sem varðveislutími var afmarkaður, mælt var fyrir um eyðingu og skýrar tilgreint hvaða upplýsinga um útlán yrði aflað og hjá hverjum.

Hins vegar taldi Persónuvernd skorta á rökstuðning fyrir nauðsyn umræddrar upplýsingasöfnunar sem samkvæmt ákvæðum frumvarpsins skyldi verða mjög víðtæk. Frumvarpið er nú orðið að lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×