Hefja viðræður um Sundabraut Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. október 2013 10:38 Með Sundabraut opnast leið að byggingarlandi eins og Geldinganesi þar sem byggð gæti risið í framtíðinni. Mynd/Vilhelm Samþykkt var á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær að hefja viðræður við ríkið um Sundabraut. Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins flutti tillögu þess efnis. Samþykkt var einróma að vísa tillögunni til borgarráðs og tóku borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar undir tillöguna. „Auðvitað dylst engum að Sundabraut er ekki að fara í framkvæmd á næstu mánuðum eða jafnvel næstu árum. Slík framkvæmd krefst mikils undirbúnings. Sundabraut er hægt að taka í áföngum og einhvers staðar verður að byrja. Mér finnst mikilvægt að horfa til þess kaupauka sem fylgir Sundabraut fyrir borgina,“ sagði Júlíus Vífill á borgarstjórnarfundi í gær. Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kom fram að samkvæmt umferðaspám um nýtingu Sundabrautar er gert ráð fyrir að 23.000 til 30.000 bílar aki um Sundabraut árið 2030. Til samanburðar fara 5.000 bílar um Hvalfjarðargöng á sólarhring, innan við 1.000 bílar fara að meðaltali um Héðinsfjarðargögn á sólarhring og reiknað er með að um 1.200 bílar muni fara um Vaðlaheiðargöng á sólarhring þegar þau opna.Líklegt að arðsemi framkvæmdarinnar verði viðunandi Nýting Sundabrautar (með göngum eða brú yfir Kleppsvík) er því líkleg til að vera viðunandi og má búast við að arðsemi framkvæmdarinnar verði það einnig. Við arðsemismat verður að líta til þess ávinnings sem Reykjavíkurborg hefur af því að fá vegtengingu við borgarland sem er stærra en marga grunar. Geldinganes er álíka stórt og elsti hluti borgarinnar. Sambærilegt svæði að stærð nær frá Ánanaustum til Rauðarárstígs og frá Sæbraut að Hringbraut. Með tilkomu Sundabrautar verður nesið í góðum tengingum við allt vegakerfi höfuðborgarsvæðisins. Skipulag og nýting Geldinganess, Álfsness og Kjalarness í framtíðinni býður upp á mikla möguleika en forsenda þess er að Sundabraut verði sett í framkvæmd. Í tillögu að aðalskipulagi er Ártúnshöfði merktur sem þróunarsvæði og er gert ráð fyrir 3.200 íbúðum þar. Stefnt er að því að iðnaðarstarfsemi á Höfðanum færist annað. Ekki er í nýju aðalskipulagi sýnt fram á önnur sambærileg atvinnusvæði til uppbyggingar fyrir iðnað. Verði ekki skapaðar aðstæður fyrir iðnrekstur munu stjórnendur augljóslega ekki byggja upp á nýjum stað í borginni. Geldinganes og Álfsnes eru svæði sem eru vel til þess fallin að taka við þeirri starfsemi. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Samþykkt var á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær að hefja viðræður við ríkið um Sundabraut. Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins flutti tillögu þess efnis. Samþykkt var einróma að vísa tillögunni til borgarráðs og tóku borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar undir tillöguna. „Auðvitað dylst engum að Sundabraut er ekki að fara í framkvæmd á næstu mánuðum eða jafnvel næstu árum. Slík framkvæmd krefst mikils undirbúnings. Sundabraut er hægt að taka í áföngum og einhvers staðar verður að byrja. Mér finnst mikilvægt að horfa til þess kaupauka sem fylgir Sundabraut fyrir borgina,“ sagði Júlíus Vífill á borgarstjórnarfundi í gær. Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kom fram að samkvæmt umferðaspám um nýtingu Sundabrautar er gert ráð fyrir að 23.000 til 30.000 bílar aki um Sundabraut árið 2030. Til samanburðar fara 5.000 bílar um Hvalfjarðargöng á sólarhring, innan við 1.000 bílar fara að meðaltali um Héðinsfjarðargögn á sólarhring og reiknað er með að um 1.200 bílar muni fara um Vaðlaheiðargöng á sólarhring þegar þau opna.Líklegt að arðsemi framkvæmdarinnar verði viðunandi Nýting Sundabrautar (með göngum eða brú yfir Kleppsvík) er því líkleg til að vera viðunandi og má búast við að arðsemi framkvæmdarinnar verði það einnig. Við arðsemismat verður að líta til þess ávinnings sem Reykjavíkurborg hefur af því að fá vegtengingu við borgarland sem er stærra en marga grunar. Geldinganes er álíka stórt og elsti hluti borgarinnar. Sambærilegt svæði að stærð nær frá Ánanaustum til Rauðarárstígs og frá Sæbraut að Hringbraut. Með tilkomu Sundabrautar verður nesið í góðum tengingum við allt vegakerfi höfuðborgarsvæðisins. Skipulag og nýting Geldinganess, Álfsness og Kjalarness í framtíðinni býður upp á mikla möguleika en forsenda þess er að Sundabraut verði sett í framkvæmd. Í tillögu að aðalskipulagi er Ártúnshöfði merktur sem þróunarsvæði og er gert ráð fyrir 3.200 íbúðum þar. Stefnt er að því að iðnaðarstarfsemi á Höfðanum færist annað. Ekki er í nýju aðalskipulagi sýnt fram á önnur sambærileg atvinnusvæði til uppbyggingar fyrir iðnað. Verði ekki skapaðar aðstæður fyrir iðnrekstur munu stjórnendur augljóslega ekki byggja upp á nýjum stað í borginni. Geldinganes og Álfsnes eru svæði sem eru vel til þess fallin að taka við þeirri starfsemi.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira