Loka hraðbrautum í Peking vegna mengunar Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2013 08:45 Svo mikil er mengunin í Peking að yfirvöld þar sáu sér engan annan kost en að loka flestum hraðbrautum til og frá borginni í viku, sem og flugvöllum í borginni. Barátta yfirvalda er hatrömm við mengunina, sem er svo slæm að oft á tíðum er skyggni ekki nema hundrað metrar eða svo. Í tilraun sinni til að minnka mengunina hafa stjórnvöld sett á himinháa skatta á bíla og eldsneyti, ívilnanir á rafmagnsbíla, takmörkun á skráningum nýrra ökutækja og almenningur er hvattur til að vinna sem mest heima við. Auk þess hefur verksmiðjum sem brenna kolum verið lokað, sem og stálvinnslum og aðgerðum til að minnka kolanotkun almennings hefur verið beitt. Langt er í land í þessari þéttbyggðu borg því loftgæði þar eru iðulega hörmuleg og almenningur þarf bæði að sætta sig við það, en einnig takmarkanir í samgöngumálum og bílaeign. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent
Svo mikil er mengunin í Peking að yfirvöld þar sáu sér engan annan kost en að loka flestum hraðbrautum til og frá borginni í viku, sem og flugvöllum í borginni. Barátta yfirvalda er hatrömm við mengunina, sem er svo slæm að oft á tíðum er skyggni ekki nema hundrað metrar eða svo. Í tilraun sinni til að minnka mengunina hafa stjórnvöld sett á himinháa skatta á bíla og eldsneyti, ívilnanir á rafmagnsbíla, takmörkun á skráningum nýrra ökutækja og almenningur er hvattur til að vinna sem mest heima við. Auk þess hefur verksmiðjum sem brenna kolum verið lokað, sem og stálvinnslum og aðgerðum til að minnka kolanotkun almennings hefur verið beitt. Langt er í land í þessari þéttbyggðu borg því loftgæði þar eru iðulega hörmuleg og almenningur þarf bæði að sætta sig við það, en einnig takmarkanir í samgöngumálum og bílaeign.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent