Fleiri fréttir

Konur í meirihluta í borgarstjórn

Konur eru nú í meirihluta í borgarstjórn, eftir að Hildur Sverrisdóttir tók sæti Gísla Marteins Baldurssonar í borgarstjórn.

Illugi stefnir að styttingu framhaldsskólanáms

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarráðherra sagðist ætla að stytta framhaldsskólanám í Stóru málunum á Stöð 2 í gærkvöldi. "Mér finnst að röksemdarfærslan þurfi að vera þannig, að þeir sem eru þeirrar skoðunar að við Íslendingar einir eigum að hafa 14 ár þegar allir aðrir hafa 13 og 12, það þarf að rökstyðja það sérstaklega."

Sameining grunnskóla erfiðasta mál Jóns Gnarr

Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur sagði í Stóru málunum í gærkvöldi að erfiðasta mál hans í borgarstjórastóli hefðu verið þær sameiningar grunnskóla sem hann stóð fyrir. Jón telur þróunina á skólakerfinu vera góða og það væri alltaf að verða betra en það var.

Kastaði sér fyrir bíl og vildi bætur

Karlmaður sem sagðist ætla að binda endi á eigið líf með því að kasta sér fyrir bíl við Höfðabakka í desember árið 2010 fór í mál við ökumanninn sem keyrði á hann og tryggingarfélagið sitt.

Er Ásmundur Einar á leið úr Framsóknarflokknum?

Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi flokkssystir Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins og fulltrúa í hagræðingarhóp ríkisstjórnarinar, velti því fyrir sér á þingi í dag hvort Ásmundur kunni að vera á förum úr Framsóknarflokknum.

Lokun handritasýningar eins og ef breitt væri yfir Akropolis

Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á því á Alþingi í dag að sýningu á íslenskum handritum í Þjóðmenningarhúsinu hafi verið lokað, vegna þess að ekki væru tryggðir fjármunir til sólahringsgæslu í húsinu.

Byggðasamlag á móti sameiningu heilbrigðisstofnana

Það má búast við ennafrekari skerðingu á þjónustu og starfsemi Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi sem þegar er komin að þolmörkum bæði rekstrar- og þjónustulega, segir í ályktun Byggðasamlags um menningu um atvinnumál í Austur-Húnavatnssýslu.

Ormar í indverskri samloku

Indverska flugfélagið Air India segir að rannsókn sé hafin á því hversvegna ormar hafi fundist í samloku farþega sem flaug með félaginu í síðasta mánuði.

Útvarpssendingar RÚV niðri í fimm daga í Grundarfirði

Tækjabilun varð í útsendingarbúnaði RÚV í Grundarfirði á föstudaginn í síðustu viku svo truflun varð á útvarpsútsendingum í bænum og hafa íbúar átt í erfiðleikum með að hlusta á RÚV stöðvarnar.

IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón

IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna.

Framsóknarmenn hafna sameiningu heilbrigðisstofnana

Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi hafna alfarið fyrirhuguðum sameiningum heilbrigðisstofnana á svæðinu. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á kjördæmisþingi framsóknarmanna um helgina.

Slökkt vegna norðurljósa í kvöld

Norðurljósaspá Veðurstofunnar er góð fyrir kvöldið og hefur Reykjavíkurborg ákveðið að slökkva ljósin á fjórum svæðum í borginni.

Þjófar hreinsuðu húsið að innan

Hurðir, skápar, helluborð, ísskápur, blöndunartæki og bakaraofn er meðal þess sem stolið var úr íbúðarhúsnæði á Suðurnesjunum fyrir skömmu.

Skaut í slána og sló í gegn

Bjarmi Kristinsson, ungur Valsmaður, sló heldur betur í gegn í hálfleik í landsleik Íslands og Kýpur á föstudag.

Neituðu sök á hrottafengnum líkamsárásum

Þingfesting fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Stefáni Loga Sívarssyni og fjórum öðrum mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna.

Ford ætlar á lúxusbílamarkaðinn

Ætla ekki að eftirláta hinum þýsku Audi, BMW og Mercedes Benz og Lexus, Infinity og Acura frá Japan alveg um þennan markað.

NSA safna milljónum tenglalista

Safna upplýsingum frá tölvupóst- spjallforritum um allan heim í þeim tilgangi að finna tengsl við hryðjuverkastarfsemi og annað glæpsamlegt athæfi.

Heimsótti öll 196 ríki heims

Englendingurinn James Asquith kveðst hafa heimsótt öll 196 ríki heims sem samþykkt eru af Sameinuðu þjóðunum.

Ungt fólk drekkur eins og foreldrarnir

Drykkjumynstur foreldra hefur meiri áhrif en venjur vina barnanna. Börn erfa drykkjumynstur foreldranna. Erfðir stærsti staki áhættuþátturinn þegar um áfengissýki er að ræða, segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Sjúkrahúsinu Vogi.

Fjölmargar vísbendingar borist

Bresku lögreglunni hefur borist fjölmargar vísbendingar eftir þátt breska ríkissjónvarpsins í gær, Crimewatch, þar sem fjallað var um hvarf Madeleine McCann í Portúgal árið 2007.

Honda Accord snýr aftur

Aldrei þessu vant minnkar þessi níunda kynslóð Honda Accord frá þeirri síðustu, en er áfram býsna stór fjölskyldubíll.

Reykvíkingar borga meira vegna fjárhagsaðstoðar

Að sögn Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, borgar hver fjölskylda í Reykjavík um 440 prósentum meira að meðaltali vegna fjárhagsaðstoðar en hver fjölskylda á Akureyri og um 250 prósent meira en hver fjölskylda í Hafnarfirði.

Eldur í djúpsteikingarpotti

Tilkynnt var um eld í Select búðinni í Suðurfelli rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Þar hafði kviknað eldur í djúpsteikingarpotti. Ekki var um alvarlegan bruna að ræða og þegar lögregla og slökkvilið mættu á staðinn var búið að slökkva eldinn og engar skemmdur urðu á húsnæðinu.

Al-Liby á leið til Bandaríkjanna

Líbíumaðurinn Abu Anas al-Liby, sem bandaríska leyniþjónustan handtók úti á götu í Líbíu á dögunum, er á leið til Bandaríkjanna.

Bjartsýnni á að deilan leysist

Leiðtogar í öldungadeild Bandaríkjaþings segjast nú bjartsýnni en áður á að deilan um fjárlög ríkisins, sem að hluta til hefur lamað opinbera stjórnsýslu og gæti á endanum leitt til greiðslufalls Bandaríkjanna, sé að leysast.

Ávísun á kollsteypustjórnmál

Formaður Vinstri grænna segir afturköllun gildistöku nýrra náttúruverndarlaga hleypa vinnu síðasta umhverfisráðherra í uppnám.

Sjá næstu 50 fréttir