Fleiri fréttir

Fundu 900 ára gamlan hundaskít

Fornleifafræðingar í Óðinsvé komust í feitt á dögunum þegar þeir fundu 900 ára gamlan skít, sem talið er að hundur hafi skilið eftir sig.

Mikill viðbúnaður í Gnoðarvogi

Konu voru veittir áverkar í íbúðarhúsi í Gnoðarvogi í Reykjavík eftir hádegi í dag. Nokkrir menn hafa verið handteknir í tengslum við málið.

Handaþegi í klemmu í Lyon

Guðmundur Felix Grétarsson, er nú í sérkennilegri stöðu sem helst má kenna við Catch 22, en hann bíður nú eftir að komast í aðgerð þar sem græddir verða á hann handleggir og hendur.

Kvenlegur Brynjar Níelsson

Brynjar Níelsson þingmaður situr nú sumarþing Evrópuráðsins ásamt Karli Garðarssyni og Ögmundi Jónassyni, ólöglegur því engin kona er í íslensku sendinefndinni.

Engin afskipti haft af Snowden

Utanríkisráðherra Rússlands segir að uppljóstrarinn Edward Snowden hafi aldrei komið inn fyrir rússnesk landamæri. Ásakanir Bandaríkjamanna í garð Rússa vegna hvarfs uppljóstarans séu tilefnislausar og óásættanlegar.

Bauð forseta Þýskalands til Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson forseti bauð Joachim Gauck forseta Þýskalands í opinbera heimsókn til Íslands þegar forsetarnir funduðu í Berlín í morgun. Að sögn Ólafs Ragnars tók Gauck vel í það heimboð.

Obama boðar loftslagsaðgerðir

"Við höfum siðferðilegri skyldu að gegna gagnvart komandi kynslóðum," segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu.

Jarðarför Hemma Gunn á föstudaginn

Útför Hermanns Gunnarssonar, betur þekktum sem Hemma Gunn, verður gerð frá Hallgrímskirkju á föstudaginn næstkomandi klukkan 15. Sjónvarpað verður frá athöfninni í Valsheimilinu að Hlíðarenda og verður erfidrykkjan einnig haldin þar.

Skólameistarar vilja sálfræðinga í skóla

Skólameistarar stærstu framhaldsskólanna á landsbyggðinni sammælast um að þörf fyrir sálfræðiþjónustu sé mikil. Sumir hafa boðið upp á þjónustu í einhverri mynd.

Viðræðuhlé stoppaði 1,4 milljarða í styrki

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið varð til þess að 8,3 milljónir evra í formi IPA-styrkja hafa ekki skilað sér í ár. Tuttugu verkefni bíða eftir stjórnvöldum. Styrkirnir ættu að vera komnir, segir Rannís.

Daníel bóndi ekki borinn út

Héraðsdómur Vestfjarða hefur hafnað kröfu dótturfélags Landsbankans um að Daníel Jónsson, bóndi á Ingunnarstöðum í Reykhólahreppi, verði borinn út af jörðinni.

Ráðlegt að endurmeta staðsetningu kísilvers og spítala

Rannsóknir benda til þess að nægileg spenna sé á Húsavíkurmisgenginu fyrir mjög stóran jarðskjálfta. Áform um uppbyggingu stóriðju á Bakka þarf að skoða í ljósi upplýsinganna, segir Páll Einarsson, prófessor við HÍ.

Barnaníðingar sagðir í skátunum

Fjórir menn í Idaho hafa kært Skáthreyfinguna í Bandaríkjunum vegna misnotkunar sem mennirnir segjast hafa sætt þegar þeir voru drengir í skátunum. Hrina slíkra mála dynja nú á skátunum.

Bölvun faraóanna

Stytta af fornegyptanum Neb-Senu hefur tekið upp á því að snúa sér í sýningarkassa á safni í Manchester í Bretlandi.

Segist ekki hafa látið barn ljúga

"Ég átti aldrei, aldrei nokkurn þátt í að láta barnið ljúga kynferðisbroti upp á föður sinn,“ segir Kristín Snæfells, forstöðukona samtakanna Vörn fyrir börn.

2.000 ára ráðgáta úr Rómaveldi loks leyst

Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur loks komist til botns í einni elstu ráðgátu steindafræðinnar; þeirri hvernig Rómverjar fóru að því að reisa hafnarmannvirki sem standa enn traustum fótum eftir tvö þúsund ára veðrun.

Vara við almennri niðurfellingu skulda

Seðlabankinn og Samtök atvinnulífsins vara við efnahagslegum áhrifum almennrar niðurfærslu verðtryggða húsnæðislána í umsögnum sínum um þingsályktunartillögu forsætisráðherra. Hagsmunasamtök heimilanna fagna henni.

Kostar 3.500 að aka hálendisveg austur

Greiða þarf 3.500 krónur fyrir að aka hálendisveg austur á land samkvæmt áætlun hóps sem undirbýr vegalagninguna í einkaframkvæmd. Leiðin styttist um 200 kílómetra. Vegurinn á að kosta 5,5 milljarða króna. Ekki á að óska ríkisábyrgðar.

Ekki tekið afstöðu til undirskriftasöfnunar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist enn vera á þeirri skoðun að sjávarútvegs- og kvótamál séu vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hafnar hagsmunaárekstrum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna og upplýsingafulltrúi Fjármálaráðuneytisins hafnar því að gagnrýni hennar á ríkisstjórna sem varaþingmaður VG valdi hagsmunaárekstrum.

"Meistari ljóssins" látinn

Danski hönnuðurinn Henning Larsen, sem hannaði meðal annars Hörpuna, lést á heimili sínu í gær 87 ára gamall.

Halda áfram að safna undirskriftum

Yfir þrjátíu og þrjúþúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um óbreytt veiðigjald. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar fóru á fund atvinnuveganefndar í morgun og skýrðu sitt sjónarmið.

Sirkusþorp rís í Reykjavík

Sirkusþorp rís nú í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Volcano sirkushátíð hefst þar eftir nokkra daga og þá iðar þorpið af lífi og furðuverum sem koma víða að úr veröldinni.

Friðarhlaupið fer um Ísland

Hluti af alþjóðlegu kyndilboðhlaupi, svokallað friðarhlaup fer um Ísland seinni hluta júnímánaðar og fyrstu 12 dagana í júlí.

Berst til síðasta blóðdropa

Hestamaður sem reið að Stjórnarráðinu í morgun og ætlaði að færa forsætisráðherra skæri til að klippa á strengina sem stýra honum og fíflabana til að reka fíflin sem eru í kringum hann í burtu segist blöskra ástandið í þjóðfélaginu. Vegna íbúðarláns er hann að missa allar eignir sínar, meðal annars hesta fjölskyldunnar.

Starfandi lögmönnum fjölgað um helming síðasta áratug

Á síðasta áratug hefur starfandi lögmönnum fjölgað um nær helming. Þeir eru nú rúmlega þúsund talsins. Engu að síður hefur ásókn í lagadeildir háskólanna aldrei verið meiri og því enn meiri fjölgun í stéttinni á næstu árum.

Kveikur beint í topp tíu

Kveikur, nýjasta plata Sigur Rósar, fór beint í níunda sæti breska plötulistans í gær. Tónlistarmenn á borð við Kanye West, Daft Punk og Black Sabbath eru ofar á listanum.

Kastaði flöskum út á ferð

Farþegi í bíl í Vestmannaeyjum um helgina má búast við sekt frá lögreglu eftir að lögreglan hafði afskipti af honum eftir að hann kastaði flöskum út um glugga bílsins á ferð. Lögreglan segir það brot á lögreglusamþykkt.

Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það.

Staðfest að Snowden hefur sótt um hæli

Edward Snowden hefur sótt um hæli í Ekvador. Þetta staðfesti Ricardo Partino, utanríkisráðherra landsins, á blaðamannafundi í dag. Þar las hann upp bréf sem ríkisstjórn landsins fékk frá uppljóstraranum.

Sjá næstu 50 fréttir