Fleiri fréttir

Ræddi ESB við Thorning-Schmidt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherrra fundaði í morgun með Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, í Kaupmannahöfn.

Myndavélaeftirlit tekur af allan vafa

Reykjavíkurborg býður út akstur fatlaðra á næstu mánuðum. Grétar Pétur Geirsson, formaður Sjálfsbjargar - landssambands fatlaðra, segir mikilvægt að koma upp eftirlitsmyndavélum í bílum hjá þjónustuaðilum.

Sextíu og þrír óku of hratt

Alls sinnti lögreglan á Selfossi 207 verkefnum í síðustu viku, en þar á meðal voru stimpingar og umferðaróhöpp.

Snowden ekki á leið til Kúbu

Uppljóstrarinn Edward Snowden er enn í Moskvu og er ekki á leiðinni til Kúbu, eins og greint var frá í morgun.

Handtekinn vegna morðanna í Ölpunum

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn í Surrey á Englandi vegna fjögurra morða í Frönsku Ölpunum í fyrra. Morðin vöktu mikla athygli í fjölmiðlum í september síðastliðnum en þrír úr sömu bresku fjölskyldunni voru skotnir til bana, ásamt hjólreiðamanni sem átti leið hjá.

Þrír nemar til sálfræðings á dag

Verkmenntaskólinn á Akureyri er eini framhaldsskólinn sem býður upp á sálfræðiþjónustu. Mikil eftirspurn nemenda. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að skoða hvernig verkefnið gafst áður en lengra er haldið.

Tveir þriðju styðja mótmælin

Mótmælin í Brasilíu héldu áfram í gær en voru nokkuð rólegri en undanfarna daga. Samkvæmt brasilískri þjóðarkönnun höfðu mótmæli af einhverju tagi verið haldin í 438 sýslum í Brasilíu síðan þau hófust í Sao Paulo.

Drápu níu ferðamenn

Íslamskir vígamenn klæddir lögreglubúningum skutu níu erlenda ferðamenn og einn Pakistana til bana aðfaranótt sunnudags.

Ragnar á lista með þeim bestu

Einn af sérfræðingum Artspace, sem er rafrænn markaður með nútímalist, telur Ragnar Kjartansson, með þrjátíu bestu listamönnum sem eru með verk á listakaupstefnunni í Basel í Sviss, stærstu kaupstefnu með nútímalist í heiminum.

Barn fannst í skólpröri á Spáni

26 ára kona hefur verið handtekin í borginni Alicante á Spáni grunuð um að hafa reynt að myrða nýfætt barn sitt. Því hafði verið bjargað úr skólprörum byggingarinnar.

Mandela við dauðans dyr

Íbúar í Suður-Afríku búa sig undir hið óhjákvæmilega sem er yfirvofandi fráfall, Nelson Mandela fyrrverandi forseta.

Dópaður stal söfnunarbauk

Upp úr klukkan níu í gærkvöldi handtók lögregla 18 ára pilt í Þingholtum eftir að hann hafði stolið söfnunarbauk í Hallgrímskirkju.

Próflausar stelpur á vespu

Tvær 13 ára stúlkur féllu af léttu bifhjóli á Ártúnsholti í Reykjavík um miðnætti í nótt.

Engin úttekt gerð á öðrum möguleikum

Borgarráð samþykkti fyrir helgi að halda áfram vinnu við að þróa samgöngumiðstöð á Umferðarmiðstöðvarreitnum, þar sem BSÍ er til húsa.

Um 6.500 manns hafa farist

Að minnsta kosti 6.500 manns hafa farist af völdum flóða og aurskriða í ríkinu Uttarakhand í norðurhluta Indlands. Vegna slæms veðurs gekk erfiðlega að flytja íbúa ríkisins í burtu frá hættusvæðinu í gær.

Betri skráning slysa eflir forvarnarstarf

Sjö létu lífið í rafmagnsslysum á Norðurlöndum árið 2001. Hér voru ekki banaslys árin 2003 til 2012. Alvarleg rafmagnsslys eru líka færri hér. Í nýrri skýrslu þar sem norræn lönd eru borin saman er kallað eftir betri skráningu og auknu samstarfi.

Vestfirðir verða áfram í forgangi

Ráðist verður í Dýrafjarðargöng eftir þrjú ár, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, sem segir að uppbygging vegakerfisins á Vestfjörðum verði áfram forgangsmál.

Falskar ásakanir skemma fyrir raunverulegum málum

Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var viðtal við mann sem ranglega var sakaður af barnsmóður sinni um kynferðislegt ofbeldi gegn dóttur þeirra. Það mál er ekkert einsdæmi.

Veðrið gerir björgunarfólki erfitt fyrir

Vonskuveður er nú í norðurhluta Indlands og hefur það sett strik í reikninginn fyrir björgunarfólk sem reynir að flytja burt fólk frá flóðasvæðum.

Snowden lendir eftir klukkutíma

Ólíklegt þyki að uppljóstrarinn Edward Snowden komi hingað til lands. Hann lendir í Moskvu eftir um klukkustund.

Snowden flýgur til Moskvu

Bandaríski uppljóstrarinn er sagður mögulega á leið til Kúbu eða Ekvador í framhaldinu.

Sjá næstu 50 fréttir