Vara við almennri niðurfellingu skulda Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 25. júní 2013 06:00 Forsætisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna í upphafi sumarþings fréttablaðið/Stefán Margháttaða gagnrýni á áform ríkisstjórnarinnar um almenna niðurfellingu verðtryggðra húsnæðislána er að finna í umsögnum um þingsályktunartillögu þar að lútandi. Samtök atvinnulífsins (SA) og Seðlabanki Íslands eru sérstaklega harðorð í gagnrýni sinni en alls hafa fjórtán umsagnir borist. Bæði SA og Seðlabankinn setja spurningarmerki við hvort rétt sé að tala um forsendubrest í samhengi við verðbólguskot áranna 2007 til 2010. Þá vara báðir aðilar við efnahagslegum áhrifum almennrar niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána og leggja til að fjármunum sem ríkissjóði kunni að áskotnast verði heldur varið í að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lagði fyrr í mánuðinum fram þingsályktunartillögu á Alþingi um aðgerðir vegna skuldavanda heimila. Samkvæmt tillögunni ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að fylgja eftir tíu liða aðgerðaáætlun um skuldavandann. Meðal aðgerða sem þar eru lagðar til eru að skipaður verði sérfræðingahópur sem útfæri leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána. Þá verði skipuð verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála og settur á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Tillagan er nú í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hefur borist fjórtán umsagnir um tillöguna. Þeirra ítarlegastar eru þrjár umsagnir: frá SA, Seðlabankanum og Hagsmunasamtökum heimilanna.Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra stendur til að ráðast í almenna lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána.Fréttablaðið/VilhelmHagsmunasamtökin fagna tillögunni og flestum þeim aðgerðum sem þar eru boðaðar. Þó leggja þau áherslu á að ýmislegt vanti í tillöguna, svo sem að komið verði í veg fyrir árangurslaust fjárnám, nauðungarsölur, gjaldþrot og sölur á veðhafafundum. Eins og áður sagði eru SA og Seðlabankinn öllu gagnrýnni á tillöguna. SA segir að áhyggjur samtakanna snúi fyrst og fremst að áhrifunum á stöðu ríkissjóðs og efnahagslífið. Stórfelld niðurfærsla skulda hljóti að auka einkaneyslu, innflutning og viðskiptahalla. Þá geti hún stuðlað að veikara gengi krónunnar, vaxandi verðbólgu og hærri vöxtum. Loks verði afnám gjaldeyrishafta fjarlægara en ella. Seðlabankinn tekur í svipaðan streng og leggur áherslu á að með endurskipulagningu skulda heimila megi ekki stefna sjálfbærri ríkisfjármála í tvísýnu. Því hafi bankinn lagst gegn almennri niðurfærslu skulda en lagt til að svigrúm sem kunni að vera fyrir hendi verði nýtt til þess að koma til móts við heimili í vanda. Þá bendir Seðlabankinn á að niðurstöður rannsókna sérfræðinga bankans sýni að almenn niðurfærsla verðtryggðra húsnæðislána sé dýr og óskilvirk aðgerð til að koma til móts við heimili í vanda. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Margháttaða gagnrýni á áform ríkisstjórnarinnar um almenna niðurfellingu verðtryggðra húsnæðislána er að finna í umsögnum um þingsályktunartillögu þar að lútandi. Samtök atvinnulífsins (SA) og Seðlabanki Íslands eru sérstaklega harðorð í gagnrýni sinni en alls hafa fjórtán umsagnir borist. Bæði SA og Seðlabankinn setja spurningarmerki við hvort rétt sé að tala um forsendubrest í samhengi við verðbólguskot áranna 2007 til 2010. Þá vara báðir aðilar við efnahagslegum áhrifum almennrar niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána og leggja til að fjármunum sem ríkissjóði kunni að áskotnast verði heldur varið í að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lagði fyrr í mánuðinum fram þingsályktunartillögu á Alþingi um aðgerðir vegna skuldavanda heimila. Samkvæmt tillögunni ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að fylgja eftir tíu liða aðgerðaáætlun um skuldavandann. Meðal aðgerða sem þar eru lagðar til eru að skipaður verði sérfræðingahópur sem útfæri leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána. Þá verði skipuð verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála og settur á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Tillagan er nú í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hefur borist fjórtán umsagnir um tillöguna. Þeirra ítarlegastar eru þrjár umsagnir: frá SA, Seðlabankanum og Hagsmunasamtökum heimilanna.Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra stendur til að ráðast í almenna lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána.Fréttablaðið/VilhelmHagsmunasamtökin fagna tillögunni og flestum þeim aðgerðum sem þar eru boðaðar. Þó leggja þau áherslu á að ýmislegt vanti í tillöguna, svo sem að komið verði í veg fyrir árangurslaust fjárnám, nauðungarsölur, gjaldþrot og sölur á veðhafafundum. Eins og áður sagði eru SA og Seðlabankinn öllu gagnrýnni á tillöguna. SA segir að áhyggjur samtakanna snúi fyrst og fremst að áhrifunum á stöðu ríkissjóðs og efnahagslífið. Stórfelld niðurfærsla skulda hljóti að auka einkaneyslu, innflutning og viðskiptahalla. Þá geti hún stuðlað að veikara gengi krónunnar, vaxandi verðbólgu og hærri vöxtum. Loks verði afnám gjaldeyrishafta fjarlægara en ella. Seðlabankinn tekur í svipaðan streng og leggur áherslu á að með endurskipulagningu skulda heimila megi ekki stefna sjálfbærri ríkisfjármála í tvísýnu. Því hafi bankinn lagst gegn almennri niðurfærslu skulda en lagt til að svigrúm sem kunni að vera fyrir hendi verði nýtt til þess að koma til móts við heimili í vanda. Þá bendir Seðlabankinn á að niðurstöður rannsókna sérfræðinga bankans sýni að almenn niðurfærsla verðtryggðra húsnæðislána sé dýr og óskilvirk aðgerð til að koma til móts við heimili í vanda.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira