Skólameistarar vilja sálfræðinga í skóla Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. júní 2013 09:30 Framhaldsskólaaldur getur verið viðkvæmur tími fyrir fólk, en það er einmitt aldursbilið þar sem geðrofssjúkdómar gera fyrst vart við sig. Valli Skólameistarar stærstu framhaldsskóla landsins sammælast um nauðsyn þess að hafa sálfræðiþjónustu í boði fyrir nemendur. Verkmenntaskólinn á Akureyri er eini framhaldsskólinn sem hefur ráðið sálfræðing til skólans, en aðrir skólar hafa einnig boðið nemendum sínum upp á slíka þjónustu, þó í annarri mynd. Kristján Pétur Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautarskóla Suðurnesja, segir forsvarsmenn skólans hafa brugðist við þessari miklu þörf nemenda fyrir nokkrum árum og það hafi gefist vel. Nemandi getur þá talað við námsráðgjafa sem vísar honum áfram til sálfræðings og greiðir skólinn þrjá viðtalstíma á hvern nemanda. „Við ræddum á sínum tíma hvort við ættum að ráða sálfræðing í hlutastarf en það varð úr að þetta væri betri leið því þá sæist meðal annars ekki þegar krakkarnir fara til þeirra,“ segir Kristján. „Við leituðum eftir fjárhagslegri aðstoð hjá ráðuneytinu á sínum tíma en það var ekki talin ástæða til að verða við því.“ Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautarskóla Suðurlands, fagnar umræðunni. „Við vorum langt komin með verkefni sem gekk út á að fá fjárveitingu til að gera tilraun með sálfræðiþjónustu þar sem þörfin er mikil,“ segir hún. „En það kom bakslag í það og síðan þá höfum við velt þessu mikið fyrir okkur því þörfin er mikil, það er engin spurning.“Framhaldsskólinn á Laugum,Hallur B. Reynisson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, segir sálfræðing koma í skólann einu sinni í mánuði til að sinna bæði nemendum og starfsfólki endurgjaldslaust einn tíma á önn. Hann segir að auðvitað væri best að fá sálfræðinginn oftar þar sem hann er fullnýttur og vel það þegar hann kemur. „Þetta hefur sloppið til, en það eru líka nemendur sem leita sér sálfræðiþjónustu til Akureyrar. Og okkur finnst það skila árangri í rekstri skólans,“ segir hann og bætir við að til greina komi að biðja ráðuneytið um aukafjárveitingu til að getað fengið hann oftar. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Skólameistarar stærstu framhaldsskóla landsins sammælast um nauðsyn þess að hafa sálfræðiþjónustu í boði fyrir nemendur. Verkmenntaskólinn á Akureyri er eini framhaldsskólinn sem hefur ráðið sálfræðing til skólans, en aðrir skólar hafa einnig boðið nemendum sínum upp á slíka þjónustu, þó í annarri mynd. Kristján Pétur Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautarskóla Suðurnesja, segir forsvarsmenn skólans hafa brugðist við þessari miklu þörf nemenda fyrir nokkrum árum og það hafi gefist vel. Nemandi getur þá talað við námsráðgjafa sem vísar honum áfram til sálfræðings og greiðir skólinn þrjá viðtalstíma á hvern nemanda. „Við ræddum á sínum tíma hvort við ættum að ráða sálfræðing í hlutastarf en það varð úr að þetta væri betri leið því þá sæist meðal annars ekki þegar krakkarnir fara til þeirra,“ segir Kristján. „Við leituðum eftir fjárhagslegri aðstoð hjá ráðuneytinu á sínum tíma en það var ekki talin ástæða til að verða við því.“ Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautarskóla Suðurlands, fagnar umræðunni. „Við vorum langt komin með verkefni sem gekk út á að fá fjárveitingu til að gera tilraun með sálfræðiþjónustu þar sem þörfin er mikil,“ segir hún. „En það kom bakslag í það og síðan þá höfum við velt þessu mikið fyrir okkur því þörfin er mikil, það er engin spurning.“Framhaldsskólinn á Laugum,Hallur B. Reynisson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, segir sálfræðing koma í skólann einu sinni í mánuði til að sinna bæði nemendum og starfsfólki endurgjaldslaust einn tíma á önn. Hann segir að auðvitað væri best að fá sálfræðinginn oftar þar sem hann er fullnýttur og vel það þegar hann kemur. „Þetta hefur sloppið til, en það eru líka nemendur sem leita sér sálfræðiþjónustu til Akureyrar. Og okkur finnst það skila árangri í rekstri skólans,“ segir hann og bætir við að til greina komi að biðja ráðuneytið um aukafjárveitingu til að getað fengið hann oftar.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira