Ráðlegt að endurmeta staðsetningu kísilvers og spítala Svavar Hávarðsson skrifar 25. júní 2013 08:00 Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu sé til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8. Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi sé að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi. Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu sé til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8. Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.Virkni í haust gæti verið undanfari mikils jarðskjálfta Þessi niðurstaða liggur fyrir eftir að hópur jarðvísindamanna kom saman á Húsavík í byrjun mánaðar. Tilefni ráðstefnunnar var skjálftahrinurnar haustið 2012 og í vor, en þá bentu vísindamenn á að hugsanlega gæti virknin verið aðdragandi að stórum jarðskjálfta nær landi. „Þá teygði virknin sig í áttina til Húsavíkur og menn hrukku svolítið við,“ segir Páll. Hann segir mestu skipta að nýjar upplýsingar hafi fengist um hvernig jarðskorpuhreyfingar skiptist á milli svæða. „Það kemur í ljós að megnið af hreyfingunni er á Grímseyjarbeltinu, sem er að mestu úti í sjó. Það eru góðar fréttir. En þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af. Það liggur beint í gegnum Húsavík. Það misgengi er fast og ljóst að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta – en rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er í gangi,“ segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku. „Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó. Þarna eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka, á þessu misgengi. Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það.Kemur til greina að færa sjúkrahúsið Annað dæmi er að menn ætla að fara í endurbætur á sjúkrahúsinu á Húsavík, og það er eins nálægt þessu misgengi og hægt er að hafa sjúkrahús. Í ljósi þess kemur alveg til greina að færa sjúkrahúsið hreinlega. Þannig kæmi áhættumat inn í það hvernig menn haga ákvörðunum í mannvirkjamálum,“ segir Páll.Páll segir að síðasti stóri jarðskjálftinn á Norðurlandi hafi riðið yfir árið 1976, og verið kenndur við Kópasker. Þá var það Grímseyjarbeltið sem lét til sín taka.Harðir skjálftar í lok 19. aldar „En Húsavíkurbeltið hefur ekki hrokkið til að ráði síðan 1872. Það voru mjög harðir skjálftar, um 7,0 á Richter. Núna sýna nýjustu gögn að nægileg spenna sé uppsöfnuð fyrir skjálfta af stærðinni 6,8,“ segir Páll sem ítrekar að öllu skipti hvar skjálftar eiga upptök sín. „Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó. En þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar þá eru kraftarnir orðin afar miklir og ófyrirsjáanlegir. Og með þær upplýsingar þarf að hugsa málið upp á nýtt,“ segir Páll. Skýrsla vísindamanna verður kynnt stjórnvöldum og almenningi á næstunni. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi sé að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi. Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu sé til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8. Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.Virkni í haust gæti verið undanfari mikils jarðskjálfta Þessi niðurstaða liggur fyrir eftir að hópur jarðvísindamanna kom saman á Húsavík í byrjun mánaðar. Tilefni ráðstefnunnar var skjálftahrinurnar haustið 2012 og í vor, en þá bentu vísindamenn á að hugsanlega gæti virknin verið aðdragandi að stórum jarðskjálfta nær landi. „Þá teygði virknin sig í áttina til Húsavíkur og menn hrukku svolítið við,“ segir Páll. Hann segir mestu skipta að nýjar upplýsingar hafi fengist um hvernig jarðskorpuhreyfingar skiptist á milli svæða. „Það kemur í ljós að megnið af hreyfingunni er á Grímseyjarbeltinu, sem er að mestu úti í sjó. Það eru góðar fréttir. En þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af. Það liggur beint í gegnum Húsavík. Það misgengi er fast og ljóst að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta – en rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er í gangi,“ segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku. „Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó. Þarna eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka, á þessu misgengi. Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það.Kemur til greina að færa sjúkrahúsið Annað dæmi er að menn ætla að fara í endurbætur á sjúkrahúsinu á Húsavík, og það er eins nálægt þessu misgengi og hægt er að hafa sjúkrahús. Í ljósi þess kemur alveg til greina að færa sjúkrahúsið hreinlega. Þannig kæmi áhættumat inn í það hvernig menn haga ákvörðunum í mannvirkjamálum,“ segir Páll.Páll segir að síðasti stóri jarðskjálftinn á Norðurlandi hafi riðið yfir árið 1976, og verið kenndur við Kópasker. Þá var það Grímseyjarbeltið sem lét til sín taka.Harðir skjálftar í lok 19. aldar „En Húsavíkurbeltið hefur ekki hrokkið til að ráði síðan 1872. Það voru mjög harðir skjálftar, um 7,0 á Richter. Núna sýna nýjustu gögn að nægileg spenna sé uppsöfnuð fyrir skjálfta af stærðinni 6,8,“ segir Páll sem ítrekar að öllu skipti hvar skjálftar eiga upptök sín. „Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó. En þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar þá eru kraftarnir orðin afar miklir og ófyrirsjáanlegir. Og með þær upplýsingar þarf að hugsa málið upp á nýtt,“ segir Páll. Skýrsla vísindamanna verður kynnt stjórnvöldum og almenningi á næstunni.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent