Berst til síðasta blóðdropa Ingveldur Geirsdóttir skrifar 24. júní 2013 18:55 Hestamaður sem reið að Stjórnarráðinu í morgun og ætlaði að færa forsætisráðherra skæri til að klippa á strengina sem stýra honum og fíflabana til að reka fíflin sem eru í kringum hann í burtu segist blöskra ástandið í þjóðfélaginu. Vegna íbúðarláns er hann að missa allar eignir sínar, meðal annars hesta fjölskyldunnar. Í morgun reið Friðrik Helgason frá hesthúsahverfinu Heimsenda í Kópavogi að Alþingishúsinu og þá að Stjórnarráðinu með von um að hitta Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Honum varð ekki að ósk sinni en hitti þess í stað lögreglumenn sem gerðu fararskjóta hans upptækann auk skæra og fíflabana sem hann ætlaði að færa ráðherra. „Ég ákvað að færa honum skæri svo hann geti klippt á strengina því að þetta eru auðsjáanlega stór hópur sem stýrir þessum drengjum. Þessi góði maður vill kannski framkvæma þessi loforð sem hann stóð fyrir og þá er ég að bjóða honum að gera það og nota svo fíflabanann til þess að losa sig við fíflin í kringum sig og standa við þessi loforð og þá verður hann þjóðhetja," segir Friðrik. Friðrik ætlaði einnig að afhenda forsætisráðherra bréf en í því skýrir hann stöðu sína og hvetur ráðherra til að standa strax við kosningaloforðið um að laga skuldastöðu heimilanna. „Mér bara blöskrar ástandið í þjóðfélaginu og búinn að fá alveg upp í kok af mjög langvarandi aðgerðarleysi sem nær alveg aftur í fyrri ríkisstjórn. Reiðin fór að ólga í mér þegar þeir fóru að bjarga bönkunum. Þau voru kosin til þess að bjarga heimilunum, voru með skjaldborg heimilanna en það var farið að bjarga bönkunum og allskonar fyrirtækjum. Nú kemur ný ríkisstjórn með svaka loforð og mér finnst ekkert vera að gerast þar." Eignir Friðriks hafa brunnið upp í verðbólgubálinu og nú er svo komið að það á að taka þær allar af honum, meðal annars nokkra hesta sem eru líf og yndi fjölskyldunnar. „Ég skulda 21 milljón króna, þegar við keyptum þessa íbúð hérna uppfrá og við borguðum tæpar níu milljónir í henni. Við stóðum alveg fram í rauðan dauðan í skilum og gáfust upp fyrir tæpu ári síðan. Ég er búinn að bjóða bankastjóranum að taka íbúðina sem við vorum að vinna fyrir, þessa litlu eign sem við áttum en hann vildi það ekki. Svo hafði hann samband eftir mánuð og sagði að hann væri tilbúinn að taka íbúðina, hjólið, mýrina fyrir austan og hestana en þá skuldaði ég honum rúmar níu milljónir þegar hann er búinn að fá allt saman. Hvaða sanngirni er þetta og svo eru þeir að aflétta einhverjum fleiri trilljónum af einhverjum sérhagsmuna hópum og elítum." Sem stendur er Friðrik atvinnulaus. Hann segist alltaf hafa unnið fyrir sínu hörðum höndum. Fyrir utan íbúðina er hann skuldlaus og hestamennskuna stundar hann mikið í skiptivinnu, m.a með því að járna og temja. „Ég vil vinna og róa þessari skútu áfram. Þeir ætla að taka allt af mér en ég er ekki tilbúinn að láta allt af hendi og flýja eins og einhver pokamaður til Noregs. En það er samt inn í myndinni ef þetta gengur svo langt en við ætlum að berjast fyrir þessu sem við eigum til síðasta blóðdropa," segir Friðrik. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira
Hestamaður sem reið að Stjórnarráðinu í morgun og ætlaði að færa forsætisráðherra skæri til að klippa á strengina sem stýra honum og fíflabana til að reka fíflin sem eru í kringum hann í burtu segist blöskra ástandið í þjóðfélaginu. Vegna íbúðarláns er hann að missa allar eignir sínar, meðal annars hesta fjölskyldunnar. Í morgun reið Friðrik Helgason frá hesthúsahverfinu Heimsenda í Kópavogi að Alþingishúsinu og þá að Stjórnarráðinu með von um að hitta Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Honum varð ekki að ósk sinni en hitti þess í stað lögreglumenn sem gerðu fararskjóta hans upptækann auk skæra og fíflabana sem hann ætlaði að færa ráðherra. „Ég ákvað að færa honum skæri svo hann geti klippt á strengina því að þetta eru auðsjáanlega stór hópur sem stýrir þessum drengjum. Þessi góði maður vill kannski framkvæma þessi loforð sem hann stóð fyrir og þá er ég að bjóða honum að gera það og nota svo fíflabanann til þess að losa sig við fíflin í kringum sig og standa við þessi loforð og þá verður hann þjóðhetja," segir Friðrik. Friðrik ætlaði einnig að afhenda forsætisráðherra bréf en í því skýrir hann stöðu sína og hvetur ráðherra til að standa strax við kosningaloforðið um að laga skuldastöðu heimilanna. „Mér bara blöskrar ástandið í þjóðfélaginu og búinn að fá alveg upp í kok af mjög langvarandi aðgerðarleysi sem nær alveg aftur í fyrri ríkisstjórn. Reiðin fór að ólga í mér þegar þeir fóru að bjarga bönkunum. Þau voru kosin til þess að bjarga heimilunum, voru með skjaldborg heimilanna en það var farið að bjarga bönkunum og allskonar fyrirtækjum. Nú kemur ný ríkisstjórn með svaka loforð og mér finnst ekkert vera að gerast þar." Eignir Friðriks hafa brunnið upp í verðbólgubálinu og nú er svo komið að það á að taka þær allar af honum, meðal annars nokkra hesta sem eru líf og yndi fjölskyldunnar. „Ég skulda 21 milljón króna, þegar við keyptum þessa íbúð hérna uppfrá og við borguðum tæpar níu milljónir í henni. Við stóðum alveg fram í rauðan dauðan í skilum og gáfust upp fyrir tæpu ári síðan. Ég er búinn að bjóða bankastjóranum að taka íbúðina sem við vorum að vinna fyrir, þessa litlu eign sem við áttum en hann vildi það ekki. Svo hafði hann samband eftir mánuð og sagði að hann væri tilbúinn að taka íbúðina, hjólið, mýrina fyrir austan og hestana en þá skuldaði ég honum rúmar níu milljónir þegar hann er búinn að fá allt saman. Hvaða sanngirni er þetta og svo eru þeir að aflétta einhverjum fleiri trilljónum af einhverjum sérhagsmuna hópum og elítum." Sem stendur er Friðrik atvinnulaus. Hann segist alltaf hafa unnið fyrir sínu hörðum höndum. Fyrir utan íbúðina er hann skuldlaus og hestamennskuna stundar hann mikið í skiptivinnu, m.a með því að járna og temja. „Ég vil vinna og róa þessari skútu áfram. Þeir ætla að taka allt af mér en ég er ekki tilbúinn að láta allt af hendi og flýja eins og einhver pokamaður til Noregs. En það er samt inn í myndinni ef þetta gengur svo langt en við ætlum að berjast fyrir þessu sem við eigum til síðasta blóðdropa," segir Friðrik.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira